Færsluflokkur: Bloggar

Djarft en árangurslaust sólbað og nýjasta boldið!

Mikið rosalega var leikurinn spennandi ... og Tyrkirnir góðir! Vegna ferða í sumarbúðirnar til Hildu hef ég ekkert séð til Tyrkjanna á mótinu og var stórhrifin núna. Vonandi verður leikurinn á morgun jafngóður. Rússland-Spánn!

 

Misbrúnar hendurErfðaprinsinn fór í bæinn í dag, að sjálfsögðu með strætó í sparnaðarskyni, og ég brá mér í ansi djarft sólbað í svona klukkutíma. Þyrfti að gera það aftur á morgun þar sem ekki dugði að hylja alveg hægri handlegginn í sólbaðinu, hann er enn talsvert brúnni en sá vinstri sem er bara viðbjóður. Sé til hvað ég get gert með brúnkuklút ef hyljaraaðferðin gengur ekki.

Nennti ekki í sólbað eina sekúndu í gær og hafði smá samviskubit, enda alin upp við að nota hvern einasta sólargeisla. Ég man eftir því þegar eitt sumarið á áttunda áratugnum varði einn eftirmiðdag, kom eftir hádegi á miðvikudegi og svo rigndi daginn eftir og alla restina af sumrinu!

Þetta er nú meiri heppnin, tvö ár í röð hef ég fengið svona gott veður í sumarfríinu mínu!

 

Horfði með öðru auganu í gær á Traveler, þáttinn þarna sem hætt var framleiðslu á eftir átta þætti og allt skilið eftir í lausu lofti. Þáttinn sem Stöð 2 keypti til að gleðja sumaráhorfendur sína. Þeir fara vonandi í skaðabótamál fyrir svikin, varla hafa gert þetta viljandi. „Spennuþættir á útsölu, vantar bara fjóra þætti, eða endinn. Ódýrt, ódýrt!“

 

Út í óvissunaEngar martraðir hafa angrað mig síðan asíski morðinginn elti okkur erfðaprins, enda les ég saklausar bókmenntir núna. Leitin eftir Desmond Bagley er bara þrælskemmtileg í enn eitt skiptið. Leitaði árangurslaust að skemmtilegri ástarsögu en fann enga. Bagley bregst ekki, hann skrifaði meira að segja spennusögu sem gerist á Íslandi, Út í óvissuna.

 

 

Þeir feitu og falleguÍ boldinu er það helst að frétta að Thorne, ekkillinn sorgmæddi, bróðir Ridge, sonur Stefaníu og eitt sinn kvæntur Brooke, er orðinn skotinn í geðlækninum Taylor, (konunni sem keyrði á konu hans og drap hana óvart og enginn veit af því nema Stefanía, Hector slökkviliðsmaður og dóttirin Phoebe). Hector er samt alltaf rosalega skotinn í henni og þar sem hann er orðinn blindur eftir atvikið þegar hann batt Taylor við handriðið til að varna því að hún segði Thorne sannleikann og það kviknaði í og bjálki datt ofan á hann, vorkennir Taylor honum og leyfir honum að búa á heimili hennar og Phoebe. Það pirrar Stefaníu, mömmu Ridge og Thorne, alveg hryllilega mikið og hún segir hann vera að notfæra sér samúð og sektarkennd Taylors.

Nick svaf hjá Bridget, fyrri konu sinni og núverandi stjúpdóttur, þegar hann hélt að Brooke, kona hans, væri farin aftur til Ridge. Brooke kyssti alla vega Ridge í hita augnabliksins. Bridget elskar hann enn og hlakkar til að fá hann aftur til sín. Brooke tókst þó að telja honum hughvarf og trú um ódauðlega ást þeirra og aumingja dr. Bridget fær ekki prinsinn sinn. Nick langar mest af öllu að segja Brooke frá þessu en Bridget kveinar: „Nei, ekki segja mömmu!“ Ridge er farinn eitthvað til útlanda með Donnu, yngri systur Brooke og tilvonandi stjúpmóður hans ef kjaftasögur eru réttar, til að sýna henni að hann hefði ekki verið að notfæra sér hana til að gera Brooke afbrýðisama.


Með leigumorðingja á hælunum og dularfullt kattarhvarf

LeigumorðinginnNóttin var fáránlega annasöm. Gerður hafði verið út leigumorðingi til að drepa okkur erfðaprins og vorum við á flótta undan honum í alla nótt. Við þurftum á allri okkar kænsku og ráðsnilld að halda því þetta var ansi klár morðingi, asískur að uppruna. Við flúðum og földum okkur um allt Akranes og var t.d. María í Skrúðgarðinum okkur afar hjálpleg, líka Nína í samnefndri tískubúð (þar sem Dorrit kaupir stundum fatnað). Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem þessi leigumorðingi eltist við okkur en við höfðum alltaf haft betur. Ekki veit ég hver gerði hann út, kannski einhver bloggóvina minna ....

BókinVaknaði upp af martröðinni kl. 6 í morgun og þorði ekki að sofna aftur ... sem náttúrlega mistókst.

Þetta hlaut að vera fyrir einhverju ... og jú, þriðji ísbjörninn ... (hehhehe, djók), Bjartur var týndur!!! Gestakötturinn í himnaríki var horfinn sporlaust. Hann sem var að leika sér áhyggjulaus í nótt þegar ég las græðgislega Tré Janissaranna, æsispennandi bók sem gerist í Istanbúl árið 1836. Við erfðaprins leituðum um allt, kölluðum, mjálmuðum og hvaðeina, sérstaklega í þvottahúsinu þar sem Bjartur hefur helgað sér svæði (ekki þó með því að spræna þar). Þegar erfðaprinsinn var búinn að leita af sér allan grun umhverfis himnaríki og kominn alla leið í Hjarðarholtið þar sem heimili Bjarts er og kallaði þar fyrir utan datt mér í hug að leita bak við þurrkarann í himnaríki. Þar lá Bjartur í makindum og sagði bara mjá þegar hann sá mig. Þvílíkur léttir.

Leitin að BjartiErfðaprinsinn var búinn að gera leitaráætlun og átti að beita öllum tiltækum ráðum, það er jú þyrlupallur við hliðina á himnaríki. Ég sá mág minn fyrir mér með brostið hjarta og mitt var byrjað að bresta yfir öllum þessum hryllingi. Það er mikil ábyrgð að passa kött.

Svo tók skynsemin völdin. Bjartur hafði ekkert leitað upp í opna glugga, virtist frekar lofthræddur hérna uppi á 4. hæð og líka ólíklegt að hann hefði Bjartur í pössun í fyrrasloppið við beinbrot ef hann hefði hoppað út um glugga.

Þetta dýrlega dekurdýr hefur bara ekki nennt að svara „frænku“ þegar hún kallaði örvæntingarfullt á hann. Nú étur hann kattamat í gríð og erg og erfðaprinsinn er að klappa honum í ræmur. Hann var búinn að aflýsa Einarsbúðarferð því að Bjartur gekk fyrir öllu. Allt er gott sem endar vel, nema ég vaknaði áður en við erfðaprins réðum niðurlögum leigumorðingjans. Held ég þrái samt ekkert þennan draum einu sinni enn. Kannski ég lesi bara krúttlega kjéddlíngabók í kvöld.


Af kynjahlutverkum í himnaríki ...

Fótbolti„Framlenging,“ öskraði ég úr vinnuherberginu. „Já,“ svaraði erfðaprinsinn. Ekki svo löngu síðar kallaði hann úr austurhlutanum: „Kvennamorðklúbburinn er að byrja!“ „Takk,“ heyrðist frá vesturhluta himnaríkis af svipuðum uppgerðaráhuga, enda stefndi allt í vítaspyrnukeppni í leik Spánverja og Ítala. „Vítaspyrnukeppni!“ gargaði ég nokkru síðar. „Aha,“ umlaði sonurinn.

 

UppeldiðMér hefur hefnst fyrir allt of „opið“ uppeldi. Dæmi: „Láttu engan segja þér, kæri erfðaprins, hvað þú átt að horfa á í sjónvarpinu. Þú ert ekkert minni strákur þótt þú horfir á eitthvað sem merkt er stelpum sérstaklega!“ sagði ég við hann þegar hann var yngri í þeim tilgangi að efla sjálfstæða hugsun hans. Þetta var vel meint en ég finn að það er að koma í hausinn á mér núna. Alltaf gott að hafa félagsskap í boltanum.

 

Stöð 2 auglýsir stelpudagskrá, og SkjárEinn líka, á meðan strákarnir horfa á boltann en kynjahlutverkin hafa eitthvað snúist við hérna á heimilinu. Ég þarf líklega að skreppa niður á Mörk til að horfa á boltann með „hinum“ strákunum, verst að kaffið þar er eflaust ekki mjög gott. Sjáum þó til þegar úrslitaleikirnir hefjast, mig grunar að einhverju verði fórnað fyrir þá. Annars bjó ég til sunnudagsvöfflurnar í dag og kynjajafnaði þetta aðeins.

 

KvennamorðklúbburinnLíklega hefði ég nú bara platað erfðaprinsinn til að setja á Stöð 2 plús og horft á Knennamorðklúbbinn ef ég væri ekki búin að lesa bækurnar. Þær eru venjulegar spennubækur og frekar mikið spennandi. Þetta segir bara að ég er allt of íhaldssöm og þoli illa of miklar breytingar frá bók yfir í sjónvarp. Stöðvar 2-kynningarnar á Kvennamorðklúbbnum voru alveg réttar og ég sem nöldraði út í eitt yfir þeim, algjör mistök! Spiluð er svona rómantísk tónlist undir ýmsum atriðum þegar tilfinningar koma við sögu en konurnar virðast samt nokkuð klárar, þótt þær séu konur, ég sá restina af þættinum. Svona sæt tónlist er reyndar líka spiluð undir í elsku Grey´s Anatomy og passar bara vel þar, enda hef ég ekki lesið bækurnar ... Æ, mér finnst ég hafa verið svikin um spennuna. Svo þarf ég endilega að fletta upp í bókunum og athuga hvort ein kvennanna; réttarmeinafræðingurinn, saksóknarinn eða löggan, sé svo klígjugjörn að hún kasti upp á morðstað, það var alla vega í síðasta þætti, sýndist mér. Uppköst eru nú ekki sérlega dömuleg, nema verið sé kannski að undirstrika veikleika eða eigi að vera krúttlegt. Hmmm!

 

MonkÉg fórnaði restinni af Monk fyrir restina af leiknum, framlenginguna og vítaspyrnukeppnina. Þannig að ég veit ekkert hvort Monk tókst að hreinsa sig af skotárás á jólasvein þarna í byrjuninni.

 

Ally mín elskulegSvo fer Ally McBeal að hefjast ... annað hvort þarf ég að fórna boldinu eða fótboltanum. Hmmm, líklega boldinu! Það líður þó að boldfærslu. Hjónaband Nicks og Brooke er t.d. að fara í hundana. Bridget huggar Nick, stjúpföður sinn og fyrrverandi eiginmann, og segir honum að Brooke endi ALLTAF hjá Ridge. Donna er brjáluð út í Ridge, búin að fatta að hann hefur verið að nota hana til að gera systur hennar, Brooke, afbrýðisama. Jamms, meira á morgun.


Beðið eftir þrumuveðri ... og dularfullur jarðskjálfti upp á 5,7

Siðsöm í sólbaðiNokkrar sólbaðstilraunir hafa verið gerðar í dag á svölum himnaríkis. Hægri handleggurinn er þónokkuð brúnni en sá vinstri og gæti það valdið óhug hjá fólki nema reynt verði að jafnbrúna þá. Sólin skín alltaf á þann hægri inn um gluggann á vinnuherberginu og finnst mér of mikið vesen að snúa þunga skrifborðinu reglulega til að fá jafnan lit.

 

Kubbur í sólbaðiBjartur gestaköttur er enn í heimsókn og lætur fara mjög lítið fyrir sér að þessu sinni. Hann hefur eignað sér þvottahúsið og situr þar daglangt og horfir út um gluggann, elsku karlinn. Hann bíður eftir „pabbasín“ sem gat ekki einu sinni hugsað sér að hafa hann í búri á milli húsa, heldur fékk hann að leika „lausu skotti“ í bílnum á leið hingað, við litlar vinsældir systur minnar. Aldrei of vel farið með góðan kött! Við Sigþór erum sammála þar.

Í hálffimm-sólbaðinu ákvað Kubbur að koma með á svalirnar og lagðist í sólstól þetta korter sem við entumst. Erfðaprinsinn tók myndir af okkur „mæðgum“ í sólbaðinu og skoraði á mig að birta þær. Ég er í kynþokkabolnum sem mamma gaf mér en myndin er þó siðsamlega tekin, enda hlaut erfðaprinsinn þannig uppeldi. Kubbsa er í pelsinum sínum að vanda.

 

 

fimm komma sjöEkkert bólar á þrumveðri á Vesturlandi, algjör synd, það Hvar er væri sérlega gaman að fá einu sinni almennilegar þrumur og eldingar. Mig minnir að slíkt fylgi frekar vestanátt, jafnvel suðvestanáttinni. Sýnist vera hægur norðvestanvindur.

Kíkti á vedur.is og sá að jarðskjálfti upp á 5,7 hafði mælst ... en hvar? Vona að elsku Sunnlendingar hafi sloppið í þetta sinn og þetta viti bara á lítið, sætt túristagos í Vatnajökli.

P.s. Skjálftinn var 11, 5 km SSA af Bárðarbungu


mbl.is Þrumuveður gengur yfir landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í sveitasælunni ...

Dreif mig í hjartans elsku sumarbúðirnar í gær og var vakin af barni í morgun .... ekki sumarbúðabarni, heldur mínu eigin, 28 ára gömlu ...

Þar sem hvorki kettirnir voru slasaðir né himnaríki brunnið gat ég EKKI skilið þessa þörf fyrir að hringja klukkan fimmtíu og átta mínútur yfir ÁTTA!!! Þvílík ósvífni og ég í sumarfríi. Ætlaði að vakna klukkutíma seinna.

Ég var beðin um að lesa kvöldsögu fyrir hópinn hans Davíðs, Höfrungana, í gærkvöldi. Davíð fór að setja inn myndir á heimasíðuna og ég las þrjá spennandi kafla fyrir strákana úr hinni stórkostlegu bók, Benjamín dúfu. Við Úlfur, strákurinn hennar Ásthildar Cesil, náum svona líka vel saman og hann segir að ég sé langbesta ... jamm, best að hafa þetta ekki montblogg ... ekki einu sinni þótt ég hafi þingeyskt blóð í æðum. Svo á ég hérna unga vinkonu líka sem þjáist stundum af miklum söknuði.. en það er samt auðvelt að koma henni til að hlæja. Dásamlegir krakkarnir hérna. Sumarbúðabloggið er www.sumarbudir.blog.is og heimasíðan (fullt af myndum) er www.sumarbudir.is. 

Ég er í tölvunni hans Davíðs frænda, þess vegna rýkur ekki út úr eyrunum á mér ... við Makki eigum lilta samleið. Ættingjar og vinir Hildu systur hrista hausinn yfir vali hennar á tölvu. Ellen, dóttir hennar, klökknar stundum. 

Úps, er að fara að taka myndir af krökkunum í kvikmyndagerðinni í aksjón. Þau eru öll í búningum og æðislegt að ná þeim núna. 

Þangað til næst ... knús frá sumarbúðunum! 


Sumaróhljóð, kattarpössun og sólbað í kynþokkabol

Ekki að spyrja að krökkunum í unglingavinnunniSumarhljóðin eru sannarlega ekki alltaf krúttleg. Jú, lóan kvakar, spóinn gargar og allt það en það er ekkert krúttlegt við háværar garðsláttuvélar í gangi klukkan hálfníu á morgnana þegar fólk í sumarfríi ætlar að sofa til tíu. En gaman var að sjá hvað krakkarnir í unglingavinnunni hafa verið duglegir upp á síðkastið. Verð víst að viðurkenna það. Svefnófriður er fórnarkostnaður fyrir fallegt umhverfi.

 

 

Tommi sæti í stofuglugganumNú er Bjartur Sigþórs- og Míuson kominn í stutta pössun í himnaríki. Vera hans hefur verið sallaróleg hingað til og hafa þeir Tommi lygnt aftur augunum hvor framan í annan en það þýðir „friður“ á kattamáli. Sjálf hef ég laðað að mér marga stygga ketti með svona hægu blikki, ætti kannski að prófa það á karlana svo ég gangi mögulega út áður en ég verð fimmtug. Nú er bara nokkrar vikur til stefnu. Held þó að „friður“ virki ekkert endilega á strákana. Og þó. Hef ögn meiri áhyggjur af Kubbi sem þolir illa aðra ketti en sjálfa sig. Hún er soddan prinsessa.

 

Sólbrúnka eða bruniÆtla í sólbað á svölunum á eftir, það er logn úti og bara algjört dýrðarinnar veður. Ekki get ég komið til vinnu aftur eftir rúma viku eins og undanrenna á litinn. Er þegar komin í kynþokkabolinn sem mamma gaf mér í afmælisgjöf í fyrra en hálsmál hans nær niður á nafla og rúmlega það. Ekki mjög siðprúður bolur, verð ég að segja. Hvað var hún móðir mín að hugsa?

Veit einhver hvernig það er ... ef maður notar sólvörn verður maður þá ekkert brúnn? Eða kemur sólvörnin bara í veg fyrir bruna? Jamm, ég er óvön svona sólböðum og þarf að taka spennandi bók með mér á svalirnar ef ég á að tolla þar.


Af bæjarferð, veðmálum og símarugli ...

Phil CollinsÞjóðverjum gengur bara vel í leiknum. Ég hefði veðjað á þá í veðbankanum í vinnunni ef ég væri ekki í sumarfríi. Annars sat svolítið fast í mér það sem ég las í blaði fyrir skömmu að þeir sem halda með Þjóðverjum líta á Phil Collins sem flottan tónlistarmann. Well, ég myndi nú aldrei kaupa sólóplötu með honum en hann var góður í Genesis í gamla daga (Selling England by the Pound, Foxtrot o.fl.) en líklega var það Peter Gabriel sem setti standardinn þar á bæ.

Ástandið í Mosó í dagVið erfðaprins skruppum í bæjarferð í dag þrátt fyrir fádæma bensín-nísku upp á síðkastið. Sumir ganga lengra en aðrir í sparnaði og við lentum fyrir aftan tvo aðila sem óku á 70 km/klst. Þann seinni (venjulegur fólksbíll) rétt áður en við fórum í göngin á heimleið. Við veðjuðum (upp á ekki neitt), erfðaprinsinn sagði að viðkomandi myndi aka á 50 í gegnum göngin en ég sagði 70. Hvorugt sigraði. Karlskrattinn ók á 60. Ekkert ólöglegt en svakalega var röðin orðin löng fyrir aftan hann. Svo mættum við líka bílalestum en þetta var þó ekkert á við að vera í umferðinni ógurlegu í Reykjavík á háannatíma.

 

Nokia 3310 krúttiðÉg fór í búð í Ármúlanum, man ekki hvað hún heitir en þar fást sjónvörp og slíkt OG loksins batterí í fornaldarsímann minn frá Nokia, 3310-símann sem uppáhaldsfrænkurnar, Margrét og Dagbjört, gáfu mér um árið. Aðalgemsanúmerið mitt er staðsett í þeim síma sem drepur á sér við hverja hringingu í hann. Ég rétt næ að öskra: „Hann er að drepa á sé ...“, hef notað þetta krútt í SMS-in, enda einfaldur og þægilegur sími. Nýi síminn sem erfðaprinsinn gaf mér í jólagjöf hefur innanborðs vinnunúmerið mitt og ég verð að hafa hann tiltækan. Ég er svo lítill græjusjúklingur að mér finnst tímasóun að verja kvöldstund í að læra á hann. Ef ég ýti á c-ið eða mínus þá fer kvikindið að taka upp tautið í mér (record-kjaftæði eitthvað). Ef ég gleymi að læsa honum og rek töskuna mína í fer hann að spila tónlist sem fylgir einhverjum leik. Nei, ég er upptekin kona og kýs einfaldleikann í símum. Ég á myndavél og þarf hana ekki í síma. Verst að gamli hlunkurinn (elsti Nokia-snúllinn) var kominn að fótum fram þegar ég lagði honum eftir margra ára notkun, og ég keypti hann notaðan á sínum tíma. Rafhlaðan í þennan þótti forngripur og kostaði yfir 4.000 kall en var alveg þess virði. Dugir í þrjú ár. Jamm, það sem ég ætlaði að segja var að þjónustan þarna var alveg frábær!

Eftir Hugleik DagssonNý Hugleiks-teiknimyndabók var að koma út, Ókei bæ tvö, og virðist sama snilldin og hinar bækurnar hans. Svo var að koma út í kilju Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson, það verður gaman að rifja hana upp. Minnir að hún hafi verið góð.

Fékk líka í hendur ansi girnilega safnplötu (diska) sem heitir 100 bestu lög lýðveldisins. Líst ansi vel á hana.

Svo líður að því að Lífsreynslusögubókin 2008 fari að koma en hún inniheldur 15 splunkunýjar lífsreynslusögur og 35 eldri. Ég sat sveitt yfir henni öll kvöld og helgar um nokkra tíð og afraksturinn fer að koma. Verst að sitja í sumarfríi á Skaganum þegar ég ætti að vera með puttana í hlutunum.


Góð afmælisgjöf og nokkrir Norrisar í viðbót

Ummm fótboltiFallegt veðrið í dag en smá vindur. Nenni alla vega ekki að liggja í sólbaði. Líklega verður bæjarferð farin í dag eftir þriðjudagssjúkraþjálfunina kl. 13 sem féll niður vegna einhverrar þjóðhátíðar. Ætla þó ekki að missa af Portúgal og Þýskalandi á EM. Ég reyni eftir bestu getu að vera kvenleg og horfa á lærin á fótboltamönnunum en leikurinn nær alltaf tökum á mér og kvenleikinn og lærin steingleymast. Mér finnst það samt eðlilegra þótt ég sé dama (og auðvitað vitlaus í stráka).

 

Chuck NorrisÞegar ég fór til Nönnu Rögnvaldar í matarboð um daginn gaf hún mér afmælisgjöf fyrirfram, æðislega bók sem heitir The Truth about Chuck Norris400 Facts about the World Gratest Human og er eftir Ian Spector. Hér koma nokkrir Norrisar í viðbót:

 

- Ekki vita margir að það er aðeins þrennt sem lifir af heimsendi. Kakkalakkar, Chuck Norris og skegg Chucks Norris.

 

- Einu sinni át Chuck Norris heila verksmiðju af svefnpillum sem olli því að hann blikkaði augunum.

 

- Krakki nokkur rændi einu sinni hattinum af Chuck Norris og hljóp síðan inn í eplagarð. Chuck Norris varð svo reiður að hann fann upp eplasósu af tómri slysni.

 

- Chuck Norris getur skapað svo þungan stein að hann getur ekki lyft honum sjálfur. Að sjálfsögðu lyftir hann honum til að sýna hver í fjandanum Chuck Norris er.

 

- Ef þú þekkir einhvern sem líkar illa við Chuck Norris muntu ekki þekkja viðkomandi lengi.

 

- María mey sá andlit Chuck Norris í grillsamloku.

 

- Alltaf þegar konan hans Chuck Norris segir honum að nú sé komið að honum að vaska upp fleygir hann óhreina leirtauinu í ruslið og segir henni að hún sé feit.

 

- Chuck Norris gefur blóð reglulega. Bara aldrei eigið blóð.

 

- Chuck Norris bað einu sinni um Big Mac á Burger King ... og fékk hann.

 

- Það eina sem Chuck Norris hefur nokkru sinni glatað er sveindómurinn.

 

Eigið frábæran dag!


Nokkrir Chuck Norrisar til að lyfta geðinu

Æææ, leiðinlegt að ekki gekk að bjarga bangsa ... en við reyndum þó sem er frábært. Ég beit á jaxlinn við fréttirnar og hélt hugarró minni með hjálp Chuck Norris. Hér koma nokkrar hressandi staðreyndir um hann:

Prófaðu að gúggla Chuck svona- Chuck Norris var fyrsta manneskjan til að temja risaeðlu.

- Chuck Norris getur stöðvað tímann, jafnvel í heila tvo tíma, bara með því að hugsa um ananas.

- Chuck Norris borðar striga og pensla í morgunverð og skítur meistaraverkum.

- Líkamshár Chuck Norris eru tíu sinnum sterkari en kóngulóarvefur og fimmtíu sinnum límkenndari.

- Hjarta Chuck Norris slær einu sinni í viku.

- Í piparsveinapartíi Chuck Norris borðaði hann alla tertuna áður en vinum hans gafst tækifæri til að segja honum að það hefði verið strippari inni í henni.

chuck_will_kick_your_ass- Þegar eiginkona Chuck Norris brenndi kalkúninn á Þakkagjörðardaginn sagði Chuck: „Engar áhyggjur, honey,“ og skrapp út í bakgarðinn. Fimm mínútum síðar kom hann aftur með lifandi kalkúna sem hann gleypti í heilu lagi. Nokkrum sekúndum síðar ældi hann fullsteiktum kalkúnanum og að auki trönuberjasósu. Þegar kona hans spurði hann hvernig hann hefði farið að þessu tók hann hringspark í andlitið á henni og sagði: „Aldrei spyrja Chuck Norris.“

- Chuck Norris var fjórði vitringurinn. Hann færði jesúbarninu sjálft skeggið að gjöf sem Jesú bar til dauðadags. Hinir vitringarnir beittu áhrifum sínum til að nafn Chucks yrði afmáð úr biblíunni. Ekki svo löngu síðar létust þremenningarnir af völdum einhvers tengdu hringsparki.

- Hver fruma í líkama Chuck Norris hefur eigið skegg.

- Það rignir aldrei á Chuck Norris.

- Þegar Chuck Norris rekur við kemur lykt af nýbökuðum kanilsnúðum.

- Sumir fá sér pepperoni á pítsuna sína, aðrir fá sér sveppi. Yfirleitt fær Chuck Norris sér Venesúela.

- Þegar Chuck Norris var í fríi á Spáni borðaði hann skemmda paellu sem olli þeim versta niðurgangi sem nokkur hefur fengið í sögu mannsins. Þessi niðurgangur heitir nú Frakkland.

- Eftir skoðanakönnun sem gerð var nýlega kom í ljós að 93% kvenna hugsar um Chuck Norris í samförum. Í svipaðri könnun kom í ljós að Chuck Norris hugsar um Chuck Norris í 100% tilfella.

- Chuck Norris talar um sjálfan sig í fjórðu persónu.

- Chuck Norris hallaði sér einu sinni upp að turni í Písa á Ítalíu.

- Chuck Norris á afmæli þrisvar á ári.

- Chuck Norris er ekki með venjuleg hvít blóðkorn eins og annað fólk. Utan um hvítu blóðkornin hans er lítill, svartur hringur sem þýðir að þau eru með svarta beltið og gefa hverri bakteríu sem kemur óboðin hringspark. Þess vegna veikist Chuck Norris aldrei.

- Þegar Chuck Norris segir upp kærustunum sínum segir hann: „Það er ekki ég, það ert þú!“

- Maður nokkur spurði Chuck Norris eitt sinn hvort rétt nafn hans væri Charles. Chuck Norris svaraði ekki heldur starði á manninn þar til haus mannsins sprakk.

- Kvikmyndin Alien vs. Predator er byggð á fyrstu kynlífsreynslu Chuck Norris.

- Chuck Norris hringsparkaði Bruce Lee eitt sinn og Bruce brotnaði í tvennt. Þannig urðu Jet Li og Jackie Chan til.


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Letivöfflur og letiskrúðganga

VöfflurMikið var gott að sofna snemma í gærkvöldi og vakna síðan eiturhress, svona eins og fólkið í kornflakes-auglýsingunum. Svo er ég óendanlega þakklát fyrir að vera ekki með ofnæmi fyrir koffíni eins og Sharon Stone. Þjóðhátíðarkaffið bragðaðist undursamlega, latte a la Gurrí. Efast um að ég nenni að fara í skrúðgöngu í dag, hræri kannski í vöfflur fyrir okkur erfðaprins í tilefni dagsins. Ég keypti svona letidæmi, pakka sem þarf bara að bæta vatni við og þá er vöffludeigið tilbúið ... en það þarf að hræra, svo það sé á hreinu.

Fæ sautjándastemmninguna beint í æð þótt ég fari ekki í skrúðgöngu, get nefnilega fylgst bæði með vefmyndavélinni á Eyjunni og líka myndavél Sjúkrahúss Akraness, http://mail.sha.is/myndavel/. Leti alla leið!
 

Út að borðaBrandari sem ég heyrði í sumarbúðunum, takk, Lóa Björk:
Reykvísk hjón fóru út að borða í Reykjavík. Á næsta borði sátu bandarísk hjón sem virtust mjög ástfangin. Maðurinn var ekki spar á fallegu orðin við konu sína og sagði t.d.: „Réttu mér hunangið, Hunang (Honey). „Viltu rétta mér sykurinn, Sykur (Sugar)“.
Þegar íslensku hjónin komu heim ákváðu þau að fá sér kaffi, enda yfirleitt vont kaffi á veitingastöðum (innskot: Gurrí). Það var þungt yfir frúnni og þegar maður hennar spurði hvað væri að sagði hún að hann segði aldrei svona hluti við hana eins og ameríski maðurinn við konu sína. Maðurinn hugsaði sig um og sagði svo: „Ertu til í að rétta mér mjólkina, belja!“  

Já, og gleðilegan þjóðhátíðardag! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 153
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Köttur í Hárhorni
  • Köttur í Hárhorni
  • Skálmöld knúsar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband