Færsluflokkur: Tölvur og tækni
27.5.2008 | 12:43
Tölvuvesen ... og lífsreynslusögur óskast!!!
Nú þjáist blessuð tölvan mín af minnisleysi. Reglulega kemur upp aðvörun um að minni hennar sé too low. Ég lenti í þessu í fyrra, minnir mig, og þá gaf Guðmundur bloggvinur mér gott ráð til að þjappa saman á tölvunni en ég get ómögulega fundið ráðleggingarnar hans þrátt fyrir leit. Hef eflaust skrifað milljón færslur síðan. Veit einhver hvað best er að gera? Ég man að þetta var mjög einfalt og fljótlegt, svona miðað við tölvu-fávita eins og mig. Tölvan uppfærir einhver forrit í hvert skipti sem ég slekk á henni, ég er þó búin að læra það ...
Mikið vona ég að okkur Skagamönnum fari að ganga betur í Landsbankadeildinni. Við erfðaprins ókum fram hjá þeim á æfingu í gær þar sem þeir skokkuðu á túninu við risaíþróttahúsið og hann flautaði ... vona að strákarnir hafi áttað sig á því að þetta var stuðningsflaut. Við elskum strákana okkar bæði í blíðu og stríðu. Held ég mæti bara í eigin persónu á næsta leik, það er hálfgert svindl að standa í einkastúkunni minni (svölunum) þaðan sem gargið í mér heyrist ekki alla leið. Nágrannar mínir horfa alltaf undarlega á mig í nokkra daga eftir heimaleiki.
Elsku bloggvinir. Lumið þið á skemmtilegri lífsreynslusögu í Vikuna? Hún (þær) má vera dramatísk, fyndin, krúttleg, sorgleg, spennandi eða hvað sem ykkur dettur í hug, stutt eða löng. Auðvelt er að breyta aðstæðum svo ekki þekkist hver á í hlut á meðan sagan skilar sér. Í þakklætisskyni fyrir sögu/sögur fær viðkomandi lífsreynslusögubókina 2007 og líka 2008 en nú er einmitt verið að undirbúa nýja bók. Í fyrra voru gefnar út 50 gamlar lífsreynslusögur sem seldust grimmt þótt bókin hafi aðeins verið til sölu í bókabúðum. Af þeim hafði Steingerður almáttugur (ritstjóri Hann Hún tímarits) skrifað 18 stykki á meðan hún var blaðamaður á Vikunni. Að þessu sinni langar mig að hafa nýjar sögur í bókinni, helst helminginn. Er búin að skrifa tvær. Sendið mér endilega línu, ég get hringt og tekið niður söguna í gegnum símann. Að sjálfsögðu er algjör nafnleynd. Ég er með netfangið gurri@birtingur.is og koma svo!!! Allir eiga sér sögur.
Einu sinni hitti ég nokkrar vinkonur mínar og bað þær í byrjun kvölds að segja mér nú einhverja sögu, ég þyrfti að skrifa lífsreynslusögu daginn eftir. Þær urðu algjörlega tómar og mundu ekki eftir neinu. Þegar við fórum á flug í spjallinu fékk ég heilar tvær sögur út úr kvöldinu, önnur tengdist einelti og hin hættu á ferðalagi. Vinkonur mínar og ættingjar hafa verið mikil uppspretta sagna og svo berast okkur stöku sinnum nafnlausar sögur frá lesendum, allt of sjaldan þó.
21.2.2008 | 14:03
Blessaðar hneturnar ...
Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir þessu og ég held sátt og ótrufluð áfram að borða holla matinn minn og drekka rauðrófusafann frá Yggdrasil sem auðvitað fæst í elsku Einarsbúð. Þetta er ekkert meinlætafæði, síður en svo, erfðaprinsinn steikti ljómandi góðan fisk í gærkvöldi oní okkur.
Ekki er enn búið að hringja frá sjúkrahúsinu og boða himnaríkisfrúna í myndatöku. Ég hef ekki þorað að hreyfa mig á milli herbergja, sit bara hér og stari á gemsann. Ég er farin að hallast að því að best sé að vera heima á morgun líka. Ekki það að ég liggi í leti og lesi nýjustu kiljuna eftir Dean Koontz sem ég var að kaupa mér í Eymundson á Akranesi, Brother Odd, onei, ég hef ekki opnað hana og geymi mér hana til helgarinnar. Hér er unnið af krafti, enda nýjasta tæknin notuð í himnaríki, bæði tölva og Net.Kaka ársins 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2008 | 20:46
Þrautgóð á raunastund, hviður, farsar og hvaðeina ...
Það var heilmikil sætaferðastemmning í strætó á heimleiðinni. Tommi talaði um Þorratunglið sem verður fullt á morgun (góður dagur til að fórna ...), aðrir ræddu nýjustu tíðindin og bloggvinkona mín, ung og dásamleg Skagamær, vildi að gerður yrði sjónvarpsþátturinn Ráðhúsið, glæpsamlega fyndinn farsi í nokkrum þáttum. Annars er ég sammála Tomma með að það er meira sjokk fyrir okkur Skagamenn að svona mörgum HB-Granda starfsmönnum hafi verið sagt upp.
--- -------- ------- -------- ------
Tommi hleypti okkur út við staurinn góða á Garðabrautinni sem lá á hliðinni einhverra hluta vegna. Það tók mig hátt í fimm mínútur að komast þennan stutta spöl heim og þurfti ég að finna skafla til að ganga í og þeir dýpstu voru um 3 cm djúpir ... ef ég hefði gengið troðnar slóðir hefði ég fokið út Höfðabrautina og það hefði verið ófögur sjón. Ég mat veðrið í morgun sem tveggja trefla veður og fjólubláa sjalið fauk af mér við Höfðabrautarhornið. Það var mikil gleði þegar ég endurheimti það nokkrum kílómetrum vestar, ókei, nokkrum skrefum. Vindurinn hafði rúllað því smekklega upp. Ég komst sem sagt við illan leik í himnaríki og leið eins og sögupersónu í Þrautgóðum á raunastund. Samt sendi ég án nokkurrar miskunnar erfðaprinsinn út í mjólkurbúð (Skaganesti) rétt áðan. Hviður eru bara 25 m/sek á Kjalarnesi núna en þær voru ábyggilega hátt í 105 við himnaríki áðan. Æ lovvv ittt!
Að lokum langar mig til að sýna ykkur stórfenglegt UEFA-myndband um það magnaða íþróttalíf sem viðgengst hér á Skaganum. Þegar nákvæmlega 4 mínútur eru liðnar af myndbandinu sést himnaríki í nokkrar sekúndur fyrir miðri mynd. Skrímslasvalirnar miklu voru ekki komnar á húsið þegar myndin var gerð.http://www.uefa.com/trainingground/index.html#34005/16384/646791
6.1.2008 | 18:37
Tommi úti á svölum
Er orðin endanlega fullviss um að himnaríki sé miðpunktur alheimsins. Þrettándabrennan fór fram hérna fyrir neðan austursvalirnar og fjöldi fólks söng jóla- og nýárslög við eldinn. Glæsileg skrúðganga álfa og huldufólks kom eftir Jaðarsbrautinni og dansaði í kringum brennuna á þyrlupallinum. Síðan var glæsileg flugeldasýning í boði Akranesborgar.
Erfðaprinsinn viðraði mig aðeins á kagganum fyrr í dag og auðvitað fórum við í Skrúðgarðinn. Líka í BT þar sem ég keypti hræódýrt minniskort í myndavélina mína. Í tvö ár hef ég bara getað tekið 16 myndir í einu. Við sáum að fartölva erfðaprinsins hafði lækkað um 20.000, ógisslega spælandi, svona er lífið, hefði hinn kaldlyndi, fyrrverandi eiginmaður sagt.
Fyrir utan Skrúðgarðinn var elskan hann Tommi bílstjóri, alveg að fara að leggja af stað með farþega til Reykjavíkur. Mér tókst að smella nýárskossi á hann og litlu munaði að strætó færi ekki síðdegisferðina, segi nú svona. Hehhehe. Tommi minnti mig á að það væri hlaupár og sagði hann eitthvað um mannfórnir sem ég heyrði ekki alveg því að hann hafði hlaupið öskrandi inn í vagninn og lokað. Mér dettur ekki í hug að fórna Tomma þótt það sé hlaupár. Hann var orðinn loðnari í framan (skegg) en alltaf jafnbrosmildur og frábær. Náði samt að segja honum að þegar ég hefði tekið strætó undanfarið hefðu bara verið einhverjir aðrir karlar undir stýri, Heimir og Kiddi og svona. Samt ágætir.
Við keyptum nokkra flugelda sem erfðaprinsinn skaut upp af alkunnri snilld meðan á brennunni stóð. Ég stóð úti á svölum í smástund með Tomma í fanginu (köttinn) til að sýna honum brennuna. Hann var bæði áhugalaus og vanþakklátur svo að ég sleppti honum og naut þess ein að horfa úr dyrunum. Mér tókst síðan einhvern veginn að loka hann úti á svölum. Þegar erfðaprinsinn kom heim þremur mínútum seinna uppgötvaði hann þetta og horfði ásakandi á mig. Nú er Tommi í gjörgæslu, búinn að fá uppáhaldsmatinn sinn og auðvitað knús og klapp á fjögurra sekúndna fresti.
28.10.2007 | 10:26
Strætóheimasíðumorgunraunir á sunnudegi
Nú er morgungleðin alveg að fara með mig. Það rennur svo löturhægt í baðið og svo veit ég aldrei hvort það endar sem heitt bað eða kalt bað. Svo var ég svo glöð að vakna svona klukkan átta, algjörlega útsofin ... þá var klukkan í tölvunni klukkutíma of sein ... Ó, Evrópa og tímabreytingar ...
Tvisvar þurfti ég að endurræsa tölvuna í morgun. Ætlaði í sakleysi mínu að tékka á ferðum strætó nr. 27 á sunnudögum en eina leiðin til að sjá það er að fara inn í pdf-skjal á straeto.is og þar fraus tölvan mín tvisvar. Þetta var ekki í fyrsta sinn. Ég elska strætó en ég er mjög óánægð með heimasíðuna og að maður þurfi að opna í aukaforriti til að komast inn í leiðakerfið sem er líka búið að gera svo óþarflega flókið að það er á þremur síðum. Þetta á að vera svo gott til að prenta leiðakerfið út en sorrí, það eru ekki allir með prentara, ekki ég! Ég prófaði líka hjálpardæmið þarna, að skella inn heimilisfangi mínu og öðru í Reykjavík til að vita kl. hvað ég gæti tekið strætó, en það var ekki virkt.
Auðvitað hringdi ég líka í 540 2700, ýtti fyrst á einn og gat valið um skiptiborð eða rödd af bandi sem taldi upp allar breytingar á leiðum og hófst lesturinn á leið nr. 1. Sá að það tæki tímann sinn fram að leið 27 ... hringdi aftur og beið eftir skiptiborði en enginn svaraði.
Úti á stoppistöð fæ ég bara að vita á skiltinu þar kl. hvað strætó verður nákvæmlega á þessarri stoppistöð, ekki hvenær hann leggur af stað frá endastöð eða verður á áfangastað. Það hefði líklega endað með því að ég tékkaði þar á brottför en engillinn hann erfðaprins heyrði að vesen var á móðurinni og bauðst til að skutla henni í bæinn ef hún færi. Óvíst vegna bakverkja eftir svefninn langa.
P.s. Baðið reyndist ekki vera kalt, heldur ískalt, og bakið versnar eiginlega með hverri mínútunni þannig að skírnarveislan verður að fara fram án mín, hræðilega spælandi. Plata bara erfðaprinsinn með mér fljótlega til að heilsa upp á fjölskylduna á Guddó (Guðrúnargötu) og gefa skírnargjöf og stórusysturgjöf.
13.10.2007 | 13:00
Drjúg eru morgunverkin ...
Mikið var gott að vakna svona snemma á laugardegi, eða hálftíu ... og snúa sér ekki á hina hliðina. Flýta sér að búa til latte og drekka áður en sofaútdjöfullinn fær mig til að skríða upp í aftur. Setti Jónas í gang fljótlega og held að hann sé orðinn eitthvað áttavilltur, hann hamaðist við að ryksuga ganginn og lét varla sjá sig inni í eldhúsi og stofu. Á meðan erfðaprinsinn svaf þrælaði litli bróðir. Þarf að tékka á áttavillunni. Vissulega er gott að hafa ganginn svona tryllingslega hreinan.
Datt ofan í nýja unglingabók eftir Jónínu Leósdóttur í gærkvöldi, hélt áfram með hana morgun og gat ekki hætt fyrr en hún var búin. Ansi hreint skemmtileg. Ekki dugði það á lestrarþorstann, heldur er ég nú þegar komin á blaðsíðu 157 í bókinni Drápin - Tannöd-morðin. Á bóndabænum Tannöd í S-Þýskalandi fundust lík allra heimilismanna og af verksummerkjum að dæma höfðu þau öll verið myrt á hrottalegan hátt ... segir á bókarkápu. Þetta er bók sem hlaut Þýsku glæpasagnaverðlaunin í ár, nokkuð kúl að fá hana þýdda svona fljótt. Hún er bara ansi góð og ég ætla að klára hana á eftir og fara svo í lokin á Harry Potter.
Annars er ég í einhverju hallærislegu tiltektarstuði og langar að gera allt himnaríki hreint og fínt þegar Jónas er búinn að safna nægri orku eftir lætin á ganginum. Mögulega er hann að mótmæla einhverju (kommon, hvor sonanna fæddist á undan?). Spurning hvort ekki séu til sérstakir ryksuguróbótasálfræðingar ... en kannski þarf bara að hreinsa skynjarana með eyrnapinna. Stundum geta einföldustu lausnirnar verið bestar.
8.10.2007 | 19:46
Þakkir, afbrýði og mannvonska ...
Mig langar að þakka öllum vinum, ættingjum, kunningjum og ókunningjum kærlega fyrir allan tölvupóstinn með sætu sögunni um manninn með bleiku slaufuna sem unglingsbjánar gera grín að en sjá að sér þegar þeir heyra sögu mannsins. Ég hef einnig séð söguna á nokkrum bloggsíðum. Nú hlýt ég að ná henni. Ég er einnig afar þakklát fyrir öll krúttlegu bréfin með myndum af kettlingum, ungbörnum og öðrum dúllum.
Slökktir þú nokkuð á Jónasi? spurði ónefnd kona fyrr í dag.
Hef ekki snert þetta óféti, svaraði ónefndur erfðaprins.
Ég VISSI að hann væri afbrýðisamur ...
Heyrði í Breiðholtshataranum um helgina. Hann sá ýkjusögu í fjölmiðlum um að meintur grimmur hundur hefði bitið eldri konu á Akranesi og hringdi umhyggjusamur í mig til að spyrja hvort þetta hefði nokkuð verið ég. Hvað hef ég gert til að verðskulda svona frænda?
6.10.2007 | 18:33
Tæknimenn, kossar og fordómafull baðbók
Fíni, flotti nýi tónlistarskólinn stóð undir öllum væntingum ... húsnæðislega séð. Enginn matur var þó á boðstólum, eins og ég hlakkaði svo til, bara konfekt og kleinur með kaffinu. Reyndar Nóakonfekt og rosagóðar kleinur en þetta varð til þess að ég keypti lambahrygg í matinn í kvöld. Ætlaði að láta nægja að vera með eitthvað létt. Svona er að fara svöng út í búð.
Tryggvi, tæknimaður af Aðalstöðinni og víðar, var í tónlistarskólanum, enda sá hann um að tengja stórkostlegt hljóðkerfið á staðnum. Ég spurði hann hvort hann væri enn með cart-spólurnar mínar með tveimur Babe Ruth-lögum (Private Number og Dutchess of Orleans), lögunum sem hann ætlaði að skella á CD fyrir mig á síðustu öld. Hann hélt það nú. Magnús Geir, eitt hirðskálda himnaríkis og Akureyringur, bjargaði mér með seinna lagið fyrir nokkrum mánuðum og hver veit nema elsku Tryggvi minn bjargi mér um hitt.
Hvað er þetta annars með mig, tæknimenn og kossa? Auðvitað kyssti ég Tryggva, enda frábær drengur sem gaman var að hitta (og kyssa). Tveir kossar, tveir tæknimenn, tveir dagar á milli. Mér líður eins og líf mitt sé að breytast í eina allsherjar orgíu.
Gríp stundum með mér létta reyfara, helst um óða baðherbergismorðingja, til að lesa í baði. Þetta heldur mér kúl og viðbúinni því óvænta í lífinu. Baðfélagi minn fyrr í dag heitir Leiftursýn. Bókin er skrifuð eftir bíómyndinni Blink sem gerði það trúlega sæmilegt í bíóhúsum á þessum tíma, enda blóðug spennumynd.
14. kafli
John Hallstrom hafði ekki sofið mikið undanfarna tvo sólarhringa. Hann hafði haft með að gera mál þar sem negri var myrtur inni á bar, annað þar sem ekið hafði verið á gangandi mann og hann látist. Loks hafði samkynhneigður maður í afbrýðikasti myrt kærasta sinn. Aðkoman hafði verið dæmigerð fyrir slík mál, mikið blóð og hinn látni með á annað hundrað hnífsstungur.
Bókin er frá árinu 1994! Ég sá ekkert athugavert við hana þegar ég las hana á sínum tíma en mikið hefur margt breyst til hins betra og virðing fyrir fólki almennt aukist. Held að orðið negri sé að mestu dottið út úr íslensku máli og engum dettur í hug að setja homma í samhengi við tryllt ástríðumorð með ótal hnífsstungum. (fliss) Nú verðum við að spýta í lófana til að geta hlegið síðar að staðalímyndakjaftæðinu sem enn var svo mikið í gangi þarna einu sinni árið 2007.
27.9.2007 | 19:26
Bræðrarígur og svalariddarar
Þeir hjá Glerhöllinni klikka ekki. Þeir eru uppáhaldsmennirnir mínir í augnablikinu. Eftir að tryggingamaðurinn ljúfi sagði að því miður væri það ekki tryggingamál ef læki vatn á parkettið utanfrá prófaði ég næsta kost. Það leið ekki hálftími og þá voru Glerhallarmenn komnir. Þeir fundu orsökina og kláruðu dæmið. Þegar það verður þurrt næst verður enn meira kíttað, sem sagt í júní 2008 ... Það var ekkert þeirra að gera þetta í rauninni, þeir voru búnir að gera samkomulag við elsku smiðinn minn um að klára en hann er svo bissí núna, eins og allir iðnaðarmenn. Í suðlægum áttum fær himnaríki regnið beint í fésið, ekkert sem skýlir, ekki einu sinni fuglinn fljúgandi.
Jónas almáttugur þrífur nú baðherbergisgólfið af sinni alkunnu snilld, það mættu nú fleiri hafa CLEAN-takka sem hægt er að ýta á. Hmmm. Eitt vorið sagði ég erfðaprinsinum að hann yrði að taka til í herberginu sínu áður en hann færi í sveitina. Hann var snöggur að því og uppskar mikið hrós frá móður sinni sem var að bardúsa eitthvað í eldhúsinu. Nokkrum dögum seinna opnaði ég skáp á ganginum og fékk herbergið hans beint í fangið. Mér fannst það nú bara fyndið ... síðar.
Erfðaprinsinn var settur beint í að skutla mömmu sinni niður að Langasandi þar sem tekin var þessi fína skvettumynd. Vá, hvað sjórinn var ógnvekjandi svona á jörðu niðri. Ég kynnti hann fyrir nýja bróður sínum og andrúmsloftið varð rafmagnað til að byrja með, ótti, reiði, afbrýðisemi, metingur ... en sá vægir sem vitið hefur meira; Jónas hélt bara áfram að ryksuga, litla krúttið.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.9.2007 | 21:25
Tryggir Pólverjar, kíttun og símahugskeyti ...
Inga bjargaði mér frá því að þurfa að kalla á viðgerðamenn til að redda símamálum himnaríkis en í leiðinni hafði hún líklega af mér heilmikið fjör. Gamli síminn minn er í lagi þótt takkarnir á honum séu orðnir leiðinlegir og stífir. Inga skellti honum í samband með hleðslubatteríum bilaða símans og hviss, bang, nú er frúin tengd við umheiminn.
Það hefði samt óneitanlega verið mjög kúl að reyna að vekja upp sofandi miðilshæfileika, hæfileika allir eru víst með, fá kannski hugboð um að einhver væri að hringja, þótt ekkert heyrðist í símanum, og svara. Þá væri kannski einhver æðislegur á hinum enda línunnar sem myndi dást svo að mér fyrir að vera svona æðislegur miðill. Ég hefði getað útfært þetta á ýmsan máta, prófað að senda ýmsu spennandi fólki hugskeyti um að hringja í mig og svara svo með nafni viðkomandi (t.d. Hæ, Sveppi!) og tilkynna í leiðinni að ég væri ekki með símanúmerabirti ... sem virkar ekki í þessum síma.
Þegar við Inga bardúsuðum við símann komu Pólverjarnir mínir frá Glerhöllinni með lím og kíttuðu í alla glugga, líka í meyjarskemmunni. Nú kemst ekkert óviðkomandi þangað inn ... nema fuglinn fljúgandi, ef ég hef gluggann opinn.
Svo er búið að spá nýjum stormi með rigningu strax á morgun og að þessu sinni er vindáttin hagstæð, öldulega séð. Vonandi heldur himnaríki loks vatni og handklæðin fá upphaflegt hlutverk sitt.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 829
- Frá upphafi: 1515924
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 702
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni