Færsluflokkur: Lífstíll
2.10.2007 | 13:12
Þyrnirós ...
Einhver ótrúlegur svefnhöfgi sveif yfir vötnum í himnaríki í gær og gengið var til náða fyrir kvöldfréttir. Þetta var sögulegt því að í himnaríki er reynt að vaka sem mest og lengst. Líklega eru gömlu óþekktargenin úr æsku enn allt of virk ...
Í dag er orkan mikil, tala nú ekki um eftir góðan tíma hjá Betu og grænmetissúpu í Skrúðgarðinum ... sem ég gleymdi reyndar að borga fyrir. Vona að ég verði ekki sett í straff. Tommi kom inn á kaffihúsið, vældi og veinaði yfir því að ekki væri kjötsúpa á boðstólum á meðan ég gladdist yfir bragðgóðu, hlýjandi ekkikjötsúpunni. Svo kemur bara í ljós hvort María elskar meira, Tomma eða mig ... á þriðjudögum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2007 | 09:03
Með taugarnar þandar ...
Jæja, sagði Tommi jákvæður þegar við ókum framhjá tómri sætukarlastoppistöðinni. Það hlýnar með þessu roki. Hann var að hlusta á veðurfregnirnar á Rás 2.
Okkur verður þá ekki kalt þegar við fjúkum út af, sagði ég enn jákvæðari.
Voða gálgahúmor er þetta, sagði Ásta og hnussaði hneyksluð.
Ja, við verðum ekki úti í svona hita, Ásta mín, sagði Tommi vingjarnlega.
Ég bjóst við hinu versta þegar við komum út úr göngunum en merkilegt nokk, það var bara allt í lagi, enda fóru hviðurnar bara upp í 27 m/sek. Ég gat samt alveg sungið í huganum með GCD í útvarpinu: "Með taugarnar þandar, tra la la la la ..." Ásta plataði mig svolítið, hún heilaþvoði mig til að fara út í Ártúni um leið og allir hinir. Þetta flýtti för Ástu á Landspítalann um 2 mínútur en hjá mér tók við bið dauðans ... í heilar 14 mínútur í allt of vel loftræstu biðskýli. Fyrst kom lítið kvikindi (nr. 18), reyndar of snemma en strætóinn sem var á leiðinni, fullur af farþegum, hafði bilað og þetta var aukavagn.
Vegna fegurðar minnar bauð bílstjórinn mér að bíða í vagninum þangað til bilaði vagninn kæmi. Ég gat því valið um sæti. Eftir nokkra bið komu hinir farþegarnir óttaslegnir á svip, enda hafði verið afar undarlegt aukahljóð í strætó alla leiðina neðan úr bæ. Konan sem settist við hliðina á mér í Ártúni var í spjallstuði og sagði mér allt um óhljóðin í strætó. Ég vildi toppa þetta og sagði henni allt um vindhviðurnar á Kjalarnesi. Þegar við beygðum upp í Árbæ vorum við orðnar perluvinkonur. Hún býr í miðbænum og fór að tala illa um háhýsin við sjávarsíðuna. Hún hafði fulla trú á því að orkan frá hafinu sem feykti slæmum hlutum á brott væri hindruð af stóru húsunum við ströndina. Lætin í miðbænum ... þarf að segja meira? Mér fannst þetta mjög athyglisvert og á stoppistöðinni við Prentmet, þar sem hún fór út, tókumst við í hendur, agalega ánægðar með þessu stuttu kynni.
Voðalega missir fólk af miklu með því að keyra þessar blikkbeljur sínar í stað þess að geta spjallað hvert við annað í strætó, kynnst nýju fólki á hverjum degi, lært útlensku, notið útsýnis og ýmislegt fleira. Öllum finnst kúl að taka strætó eða lest í útlöndum ... ekki hér heima, er það kannski veðrið, strjálar ferðir eða þessi gamli, algjörlega fáránlegi misskilningur að það sé bara ljótt fólk og lúserar sem taka strætó?
30.9.2007 | 16:32
Vanræksla og þykjustupabbi ...
Ég veit að það er ljótt að gera upp á milli barnanna sinna. Fór samt í bíltúr með öðrum syninum og skildi Jónas eftir heima til að ryksuga. Nauðþurftaferð í Krónuna að kaupa mjólk minnti mig líka á hvernig ég vanrækti einu sinni Guðbrand minn ... eða ekki. Í hverri ferð um bæinn með erfðaprinsinum þekki ég einhvern og núna í dag hitti ég Svölu Braga, mömmu Helgu Brögu leikkonu, en við vorum saman í Skagaleikflokknum á öldum áður. Svala minnti mig á misskilning sem varð í partíi heima hjá Ólínu, elsku formanni leikflokksins, en hún er m.a. mamma Þorvaldar sem næstum rústaði tvisvar sinnum Viltu vinna milljón. Það sem Ólína heyrði var að Guðbrandur litli, þriggja mánaða, væri niðri í kjallara en það væri allt í lagi með hann því að hann hefði nægan mat. Ólínu létti mikið þegar hún komst að því að um kettling var að ræða en ekki ungbarn.
Þess má geta að Þorvaldur heimsótti mig á sængurkvennadeildina á Akranesi í apríl 1980. Ég spurði hann hvort hann missti ekki mannorðið með því að koma í pabbaheimsóknartímanum. Hann sagði ósvífinn um leið og alvörupabbinn kom inn úr dyrunum: Vertu bara fegin að fá bæði pabbann OG eiginmanninn! Pabbanum var ekki skemmt þótt hann bæri sig vel þannig að ég kunni ekki við að hlæja of lengi.
Við kíktum á húsið hennar Ellýjar í 101 Akranes og það verður án efa æðislegt. Hún hefur verið að rífa allt innan úr því og senn hefst uppbyggingin. Ég færði henni latte úr Skrúðgarðinum sem er skáhallt hinum megin við götuna. Einu sinni var þarna heimili, þá blómabúð, síðar kaffihús og breytist brátt í fallegt heimili ef ég þekki Ellýju rétt.
Gólfin í himnaríki voru orðin tandurhrein og Jónas kominn í hleðslu þegar við komum heim. Erfðaprinsinum finnst Akranes besti staðurinn á jarðríki, allir svo frábærir og skemmtilegir hvar sem hann kemur, hann er náttúrlega Skagamaður, fæddur hér og uppalin fyrstu árin, ég er ekki fædd hér og hef þurft að berjast ofboðslega fyrir tilverurétti mínum ... djók. Bíóhöllin á Akranesi er með fína heimasíðu og þar kom fram að sýningin verður kl. 20 í kvöld.
28.9.2007 | 08:38
Fyrirhuguð fullvissuferð og mögulegt morð á strætó ...
Allt féll eitthvað í svo réttar skorður í morgun. Strætó í stað einkabíls í bæinn og labbað upp kúlurassbrekkuna (áður súkkulaðibrekkuna) með Sigþóru. Vantaði bara Ástu til að fullkomna þetta. Karlarnir mínir á stoppistöðinni voru ekki bara huggulegir í morgun, heldur líka afar áhyggjufullir og viðruðu þá skoðun sína að verið væri að drepa strætó Rvík-Akranes-Rvík hægt og bítandi. Slæmir bílar og strjálar ferðir, sögðu þeir. Gat ekki annað en tekið undir með þeim, sérstaklega þegar ég lenti aftar en á fyrsta bekk í morgun og fæturnir fóru í algjöra kremju. Nú hefði komið sér vel að vera með stuttar lappir. Góði strætóinn (elskan hans Tomma) er bilaður, vantar varastykki til að hægt sé að nota framdyrnar ... allir þurfa að koma inn í hann að aftan. Í honum er pláss fyrir fæturna sama hvar setið er í vagninum. Já, ferðir eru líka of strjálar, síesta bílstjóranna stendur í fjóra klukkutíma á dag, frá tæplega hádegi til tæplega fjögur. Þetta dregur úr fólki að nota strætó, það er öruggt.
EN, ég elska samt strætó og bílstjórana og það allt ... og vona að samstoppistöðvarkarlarnir mínir verði ekki sannspáir með hægfara morðið á strætóferðum til og frá Skaga.
Á skrifborðinu beið mín gjöf frá starfsmannafélagi Birtíngs, sápukúlubox, sundkútur, appelsína og fleira sniðugt ... spennandi óvissuferð er fram undan. Ég er meira fyrir fullvissuferðir, verð að viðurkenna það. Allar svona óvissuferðir fela í sér fallhlífarstökk, ferð í sundlaug eða heitan pott sem mér finnst viðbjóður! Þannig að í huga mínum er þetta fullvissuferð um slíka sundlaugarferð eða eitthvað. Ekki biðja mig um að rökstyðja þetta. Svo lýkur henni ekki fyrr en um miðnætti og þá er strætó löngu hættur að ganga. Vissulega gæti ég sofið í vinnunni, Mannlíf á rauðan leðursófa, soldið gærulegan, en svefnhæfan.
27.9.2007 | 19:26
Bræðrarígur og svalariddarar
Þeir hjá Glerhöllinni klikka ekki. Þeir eru uppáhaldsmennirnir mínir í augnablikinu. Eftir að tryggingamaðurinn ljúfi sagði að því miður væri það ekki tryggingamál ef læki vatn á parkettið utanfrá prófaði ég næsta kost. Það leið ekki hálftími og þá voru Glerhallarmenn komnir. Þeir fundu orsökina og kláruðu dæmið. Þegar það verður þurrt næst verður enn meira kíttað, sem sagt í júní 2008 ... Það var ekkert þeirra að gera þetta í rauninni, þeir voru búnir að gera samkomulag við elsku smiðinn minn um að klára en hann er svo bissí núna, eins og allir iðnaðarmenn. Í suðlægum áttum fær himnaríki regnið beint í fésið, ekkert sem skýlir, ekki einu sinni fuglinn fljúgandi.
Jónas almáttugur þrífur nú baðherbergisgólfið af sinni alkunnu snilld, það mættu nú fleiri hafa CLEAN-takka sem hægt er að ýta á. Hmmm. Eitt vorið sagði ég erfðaprinsinum að hann yrði að taka til í herberginu sínu áður en hann færi í sveitina. Hann var snöggur að því og uppskar mikið hrós frá móður sinni sem var að bardúsa eitthvað í eldhúsinu. Nokkrum dögum seinna opnaði ég skáp á ganginum og fékk herbergið hans beint í fangið. Mér fannst það nú bara fyndið ... síðar.
Erfðaprinsinn var settur beint í að skutla mömmu sinni niður að Langasandi þar sem tekin var þessi fína skvettumynd. Vá, hvað sjórinn var ógnvekjandi svona á jörðu niðri. Ég kynnti hann fyrir nýja bróður sínum og andrúmsloftið varð rafmagnað til að byrja með, ótti, reiði, afbrýðisemi, metingur ... en sá vægir sem vitið hefur meira; Jónas hélt bara áfram að ryksuga, litla krúttið.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.9.2007 | 08:33
Fjúkandi hugmyndir í morgunstorminum ...
Það var bókstaflega sársaukafullt að draga sig frá gluggunum í morgun, öldunum sem börðust í klettana við Langasandinn. Vindátt orðin suðlæg, mikið rok, kjöraðstæður ... Sem betur fer er ekki orðið almyrkt á morgnana þannig að ég naut nokkurra sekúndna við gláp þar sem ég hafði heilar 10 mínútur til að klæða og það allt og koma mér út á stoppistöð. Er heilmikið að hugsa um að fara að halda námskeið: Að ná eiturfegurð á fimm mínútum! Að bursta tennur og flóa mjólk um leið og farið er í sokka. Hoppað í brækur af tveggja metra færi ... æ, eitthvað svona. Svo gæti ég útfært það í stundvísi á stefnumót, komið tímanlega í bíó eða matarboð ... já, ég gæti orðið rík á þessu. Þ.e.a.s. ef fólk langar til að verða stundvíst. Þarf að hugsa þetta aðeins. Tek fram að ég lít óhugnanlega vel út núna þótt ég hafi bara burstað tennur og skellt Móu-dagkremi framan í mig.
Hjartkær stoppistöðin við Garðabraut var stappfull af strákum, well, huggulegum mönnum, sem sannfærði mig um að ég er stálheppin manneskja. Aðrir viðburðir í morgun fullvissuðu mig síðan um það. Ekkert bólaði á strætó, við vorum farin að tvístíga ... en þá ók aukabíllinn fram hjá okkur öfugu megin við götuna, sneri við hjá spælegginu (stóra hringtorginu), kom til baka og bauð okkur far! Veit ekki hvort aðalbíllinn bilaði (eða bílstjórinn (ekki Tommi)). Þegar ég ætlaði að fara að hlamma mér í sætið hjá einhverri kéddlíngu sagði Birkir, sem stóð fyrir aftan mig. Viltu kannski far með einkabíl? Við þutum út og rétt sluppum en Hafþór var búinn að ýta á takkann til að loka dyrunum á strætó. Þetta var eins og í tryllingslega spennandi glæpamynd ... ja, eða gamanmynd ... Sekúndubroti síðar var ég komin niður á gangstétt og strætóhurðin skelltist geðillskulega ... næstum því á Birki.
Við hlupum í trylltu roki í Skaganesti (Shell-Nesti) og smástund síðar kom Kristján, elskulegur bróðir Birkis, og elskulegur vinur hans og hirtu okkur upp í. Birkir settist undir stýri og strákarnir lögðu sig aftur í. Við Birkir töluðum um hvað Hafþór væri nú annars góður bílstjóri að geta ekið strætó í þessu hrikalega roki sem beið okkar sunnan við göngin ... við ókum fram úr strætó rétt hjá nýja hringtorginu í Mosó þar sem Hafþór stoppaði í Lopabrekkunni til að taka upp elskuna hana Karítas. Ég fékk skutl upp að dyrum í vinnunni og mögulega heim í dag ef verður ófært fyrir strætó. Þriðjudeginum var frestað til fimmtudags í lífi mínu að þessu sinni og meira að segja sjúkraþjálfunin færð þangað ... Erfðaprinsinn kemur nefnilega akandi um hádegisbil á morgun til mammasín og flytur formlega heim á meðan hann finnur sér vinnu og húsnæði á besta stað á jarðríki, Akranesi.
Mæður á Akranesi, haldið dætrum ykkar inni! Múahaha! Sölumenn, löggur, Vottar Jehóva, Mormónar, smiðir og aðrir aðdáendur, ekki reyna neitt á næstunni, nú verður passað vel upp á þá gömlu ... ef ég þekki erfðaprinsinn rétt. Hélt að ég ofverndaði hann ... nei, það er öfugt! Hjálp!!!
25.9.2007 | 21:25
Tryggir Pólverjar, kíttun og símahugskeyti ...
Inga bjargaði mér frá því að þurfa að kalla á viðgerðamenn til að redda símamálum himnaríkis en í leiðinni hafði hún líklega af mér heilmikið fjör. Gamli síminn minn er í lagi þótt takkarnir á honum séu orðnir leiðinlegir og stífir. Inga skellti honum í samband með hleðslubatteríum bilaða símans og hviss, bang, nú er frúin tengd við umheiminn.
Það hefði samt óneitanlega verið mjög kúl að reyna að vekja upp sofandi miðilshæfileika, hæfileika allir eru víst með, fá kannski hugboð um að einhver væri að hringja, þótt ekkert heyrðist í símanum, og svara. Þá væri kannski einhver æðislegur á hinum enda línunnar sem myndi dást svo að mér fyrir að vera svona æðislegur miðill. Ég hefði getað útfært þetta á ýmsan máta, prófað að senda ýmsu spennandi fólki hugskeyti um að hringja í mig og svara svo með nafni viðkomandi (t.d. Hæ, Sveppi!) og tilkynna í leiðinni að ég væri ekki með símanúmerabirti ... sem virkar ekki í þessum síma.
Þegar við Inga bardúsuðum við símann komu Pólverjarnir mínir frá Glerhöllinni með lím og kíttuðu í alla glugga, líka í meyjarskemmunni. Nú kemst ekkert óviðkomandi þangað inn ... nema fuglinn fljúgandi, ef ég hef gluggann opinn.
Svo er búið að spá nýjum stormi með rigningu strax á morgun og að þessu sinni er vindáttin hagstæð, öldulega séð. Vonandi heldur himnaríki loks vatni og handklæðin fá upphaflegt hlutverk sitt.
25.9.2007 | 14:15
Mánudagskvöld til þriðjudagsmorguns
Mikið var skrýtið og skemmtilegt að gista á höfuðborgarsvæðinu í nótt, hlusta á háværan umferðarniðinn, heyra öskrin í fólki sem ribbaldar voru ábyggilega að misþyrma, sjokkerandi brothljóð í búðagluggum, dúndrandi tónlist, bunuhljóð í laumulegum körlum og æsispennandi sírenuhljóð. Lyktin var líka framandi; krydd, olía, vín, tóbak, piss, reiði, popp og fleira.
Sagði við Hildu þegar við ókum niður að Galtalindinni hennar að það væri munur fyrir hana að hafa stærsta hús landsins svona nálægt en sá turn er í byggingu í næsta nágrenni hennar. Ef það yrði sprengt í loft upp af morðóðum múslimum (sorrí, Shabana) eða vondafólkinu í Veginum (sorrí, Jónas frændi) eða klikkuðum kaþólikkum (sorrí, erfðaprins) þá hefði hún þetta líka fína útsýni.
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá elska ég líka sjávarnið, brimgný og fuglagarg (þótt Jónatan mávur hafi yfirgefið mig).
Ég gisti sem sagt í Kópavoginum í nótt en ferðaðist aðeins um sjálfa höfuðborgina í morgun, 101 Reykjavík, og fannst það unaðslegt. Er búin að átta mig á því að þótt ég vinni í Reykjavík þá er 110 Reykjavík enn meira utanbæjar en nokkurn tíma 300 Akranes. Á Skaganum eru tvö kaffihús, hér í 110 Reykjavík er ekki neitt (held ég).
Mikið nýt ég borgarinnar betur eftir að ég varð dreifbýlistútta. Hlakka samt gífurlega til að fara heim eftir vinnu og hitta Kubb, Tomma og Jónas. Inga kíkir á eftir og hótaði því að sleppa mér ekki út úr bílnum fyrr en við himnaríki, í þetta sinn ætlar hún að þiggja kaffi.
24.9.2007 | 10:00
Ófært!!!
Sá hlær best sem síðast hlær. Þetta á vel við um storminn sem hvín á Kjalarnesinu núna með hviður upp í 45 m/sek. Ég sé eftir því að hafa gert grín að honum og þannig hvatt hann til að láta svona illa. Enginn strætó gengur nú á milli Akraness og Reykjavíkur vegna óveðurs, hvassviðris, storms ... Ég sat reyndar ekki klukkan sex og beið eftir strætó, heldur sofnaði aftur, kíkti síðan á hviðusíðuna næst kl. 7 og eftir næsta blund hringdi ég í stjórnstöð Strætó og fékk að vita að engin ferð var heldur kl. 9.41. Svo gerði heimasíminn minn sér lítið fyrir og bilaði. Hvert hringir maður til að fá bót meina hans? Er ekki búið að loka 05?
Í einum fegurðarblundinum í morgun dreymdi mig að ég kæmist nú samt í vinnuna með lest gekk á milli Akraness ... og Lundúna. Ég var eitthvað sein og beið eftir upplýsingum frá breskri starfskonu, sem var að prjóna, um það hvaða lest ég gæti tekið til að komast í vinnuna.
Þetta hlýtur að tákna að minnsta kosti Heklugos!!!
23.9.2007 | 22:51
Kjaftfori Breiðholtshatarinn ...
Þú ert ömurleg manneskja, dáin að innan og hefur ekkert að segja ... en þú stelur ansi skemmtilegum myndum á bloggið þitt, sagði vinur minn góðlátlega við mig í síma áðan. Þetta er eitt mesta hrós sem ég hef fengið frá honum. Yfirleitt kallar hann mig herfu sem er skárra en belja, sem kom líka til greina. Ég gaf honum góðfúslegt leyfi til að kalla mig herfu, enda er ég ekki herfa svo að það skiptir engu máli.
Mamma þoldi hann ekki við fyrstu kynni en þau hittust heima hjá mér. Hún hefur örugglega fundið á sér að hann væri Breiðholtshatari. Hann var svo indæll að skutla henni heim þennan dag og þegar við ókum Vesturbergið áleiðis að Asparfelli sagði hann eins og þaulvanur leiðsögumaður: Á vinstri hönd má sjá að verið er að stela veskinu af gamalli konu og hérna á hægri hönd er sjoppurán í gangi! Ég emjaði og orgaði en mömmu var ekki jafnskemmt, hún kreisti upp úr sér þvinguðan uppgerðarhlátur en svo bætti kvikindið við: Bryndís, er þér sama þótt ég fleygi þér út á ferð? Ég vil ekki að hjólkoppunum verði stolið!
Eftir að nafna mömmu, Schram, skrifaði fyrir löngu grein í blað þar sem hún fór fjandsamlegum orðum um Breiðholt, að mati mömmu, hefur mamma haldið uppi heiðri hverfisins með kjafti og klóm. Hún hefur m.a. bent réttilega á að mun fleiri rán og önnur ofbeldisverk væru framin í miðbænum og Vesturbænum en í Breiðholtinu.
Vinur minn hefur stillt sig um að segja Breiðholtsbrandara í viðurvist hennar eftir að ég skammaði hann fyrir það. En oft þegar ég hlæ hjartanlega að móðgunum hans vill hann meina að það sé þvingaður uppgerðarhlátur eins og heyrðist úr aftursæti bíls hans fyrir 11 árum.
Æ, ég elska hann samt.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 20
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 649
- Frá upphafi: 1524964
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 551
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni