Hátíð fagmennskunnar

InkedBólusetning_LIKlukkan 13.45 í dag var ykkar einlæg bólusett og G5 virkjaðist þremur mínútum síðar í æðum hennar. Hún talar nú Swahili reiprennandi sem er skemmtileg aukaverkun, líka sú að yfirvöld geta nú fylgst með hverju skrefi hennar um íbúðina sem getur ekki verið leiðinlegt. Tala nú ekki um þegar hún tekur strætóinn sinn í Mjódd og svo til baka með viðkomu í Kópavogi, stundum Costco. 

Ég verð að hrósa Skagayndunum hástöfum fyrir bæði fagmennsku og ljúfmennsku í ÍA-íþróttahúsinu þar sem hátíðin fór fram, auðvitað fékk ég að ráða því hvort ég yrði stungin í hægri eða vinstri en hjúkkan sagði reyndar að fólk kvartaði lítið yfir verkjum í handlegg á eftir svo það hefði kannski engu skipt. Nú er kominn nokkur stund síðan og ég finn ekki fyrir neinu.

Vér Skagamenn fengum ekki sinfóníuhljómsveit en úti í horni sátu elskurnar í Dúmbó og Steina og sungu ljúfar ballöður. Ég er alla vega ekki frá því en þarf ný gleraugu.

Mesta fjörið var vinstra megin í salnum, Tommi Rúnar, fyrrum hirðstrætóbílstjórinn minn og fjörkálfur, var þar, auðvitað. Ég sat hægra megin með stillta og rólega fólkinu. Kannski hefði ég átt að fæðast árið 1959, eins og Tommi (og Hilda systir), það virðist hafa verið mikið stuðbarnaár miðað við fjörið í dag. En korterið leið hratt á stólnum og ég tölti heim, þessar alveg tvær mínútur sem það tók og hélt áfram að vinna. Hitti eina á leiðinni sem er frekar mikið á móti bólusetningum en að þessu sinni ætlar hún, allt betra en COVID, segir hún.

FávitarnirÉg fann fyrir auknum krafti á eftir sem gæti svo sem tengst hressandi gönguferðinni yfir í íþróttahúsið og til baka. Sem minnir mig á að ef allt verður óbreytt í þjóðfélaginu ætti ég að geta hamast í ræktinni í næstu viku. Bíð þessa viku eftir aukaverkunum og slappleika eftir sprautuna - sem getur alveg komið. „Hughreystandi“ (not) vinur sagði mér hryllingssögur í gær þar til ég baðst vægðar en núna er ég eins og persóna úr amerískri kornfleksauglýsingu, búin að setja í uppþvottavél og handklæðavél, og fer núna (búin að vinna kl. 16) að brjóta loks saman fjandans þvottinn ... sem ég þvoði í gær og sem ég þvoði í síðustu viku ... Astra Zeniga er sennilega vítamínblandað. Þú sérð hverjir drekka það fá því sprautað í sig ... Bubbi, Þórólfur, ég ...

- - - - - - - - - - - - 

Nokkrir sem ég þekki ætla ekki í bólusetningu strax, vilja bíða og sjá hvort ég dey ... og fara ef ég dey ekki - eitthvað svoleiðis. Tek það fram að þetta fólk er alls ekki fávitar. Er ekki einu sinni viss um að það hlusti á fávitana ... (sjá mynd - að eigin vali)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 1502
  • Frá upphafi: 1453971

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1257
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Draugar og uppeldi
  • Himnaríki sjór
  • Flutningar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband