Plan B og nokkrar bíómyndablekkingar

CasablancaÉg rakst á síðu í morgun á netinu með svo sturluðum staðreyndum að ég fékk þursabit, undrunin (eg varð svo bit) og spennan hjálpaði alla vega ekki til, heldur þurfti ég að taka 600 mg af íbúfeni.

 

Ekki vissi ég þetta:

- Elvis Presley var ljóshærður, og litaði hár sitt dökkt. 

- Doktor Phil er enginn doktor, hefur einhverja sálfræðimenntun en ekki leyfi til að starfa sem slíkur. Rassvasasáli, eins og ég vissi. 

- Andlitið á Juliu Roberts var fótósjoppað á líkama konu að nafni Shelley Michelle, á öllum auglýsingaplakötum fyrir Pretty Woman. Shelley fékk að njóta sín, eða líkami hennar, í nærmyndum i myndinni sjálfri.

- Hún vælu-Myrtle í Harry Potter-myndunum átti að vera 14 ára (og draugur) en var leikin af 35 ára gamalli konu. (Orðið allt of langt síðan ég las HP-bækurnar) 

- Humphrey Bogart var fimm sentimetrum lægri en Ingrid Bergman og til að virðast hærri en hún í Casablanca gekk hann í upphækkuðum skóm, stóð á kössum eða sat bara í sófa ...  

 

Kannski eitthvað allt annaðVegna þursabitsins eru sennilega allar áætlanir R-dagsins á morgun foknar út í veður og vind, eins og dagskráin var góð. Ég hef ekkert plan B en er byrjuð að sjá fyrir mér sjálfa mig meðvitundarlitla í íbúfenvímu uppi í rúmi með bækur og fullhlaðin snjalltæki, ketti í grennd en samt skjálfandi úr kulda, matar- og kaffiskorti og vatnsleysi. 

 

Þó veit ég innst inni að það verður ekki vatnslaust líka og ég get alveg staulast fram og fengið mér eitthvað matarkyns. Einarsbúð er á leiðinni núna með kræsingar ... ég mundi reyndar bara eftir að panta aukalega poka af kanilsnúðum með nauðsynjunum.

 

Mér tókst að leika ögn á kvikindið og var búin að fara í sturtu í morgun ÁÐUR en það hertók bakið á mér. Alltaf að sjá jákvæðu hliðarnar. Sennilega er þetta refsingin fyrir aðeins meiri rúmlegu en vanalega í flensunni í síðustu viku.

 

Ég tel mig vera búna að útiloka með gúgli marga stórhættulega sjúkdóma og svo fékk ég líka reglulega þursabit í gamla daga, ég ætti því að þekkja það, þó finn ég vott af brjósklossverk líka ... jahhh, hver þarf eiginlega lækni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles er 1,42 metrar á hæð (4 ft 8 in) og er því dvergur, samkvæmt Vísindavefnum. cool

Dvergur er lægri en 1,47 metrar á fullorðinsaldri - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 7.9.2021 kl. 17:03

2 identicon

Á Vísindavefnum á þetta með 147 cm við karlmenn, en ekki er gefin upp hæðin f. konur.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 8.9.2021 kl. 23:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri," segir Vísindavefurinn. cool

Einstaklingar geta verið af öllum kynjum og jafnvel kynlegir kvistir, enda þótt "einstaklingur" og "kvistur" séu karlkynsorð.

Og menn (karlmenn og kvenmenn) geta orðið margs kyns vísari á Vísindavefnum, eins og dæmin sanna.

Þannig getur Ingibjörg Ingadóttir verið einstaklingur, einstakur einstaklingur og jafnvel einstaklega einstakur einstaklingur. cool

Einstaklingur - Mörlensk nútímamálsmorðabók

Og vísindalega sannað að "það er margt í mörgu í maganum á Ingibjörgu", enda þótt sumir hafi efast um það. cool

Þorsteinn Briem, 9.9.2021 kl. 08:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Dwarfism occurs when an organism is exceptionally small. In humans, it is sometimes defined as an adult height of less than 147 centimetres (4 ft 10 in), ..." cool

Dwarfism - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 9.9.2021 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 232
  • Sl. viku: 1487
  • Frá upphafi: 1453956

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1243
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Draugar og uppeldi
  • Himnaríki sjór
  • Flutningar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband