Ofnæmi fyrir fíflum ...

FangavörðurNýútskrifaði fangavörðurinn lofaði í gær að ef svo fáránlega vildi til að ég lenti í steininum, einhver lygi upp á mig glæp, launráðum, landráðum, meinsæri eða njósnum myndi hann sýna mér sérlega mikla náð og miskunn. Ég fengi að stofna klíku og stjórna kaffiundirheimum staðarins, fengi að hafa mína eigin kaffivél í klefanum og ýmis tæki til kaffineyslu, og það besta, yrði í blönduðu fangelsi því það er hálfgerð dauðarefsing fyrir mig að halda mér frá körlum. Samt kann ég vel við konur, virkilega. Bland er betra á allan hátt, það vitum við sem erum hrifin af malti og appelsíni saman.

Mynd: Stráksi fékk að máta höfuðfatið flotta í útskriftarveislunni.

 

Strætóferðin heim í gær var með þeim skemmtilegri. Við hliðina á mér, hinum megin við ganginn, sátu selebrittíin Keli og Gaur en sá síðarnefndi er hjálparhundur sem svaf alla leiðina upp á Skaga, eins og besti köttur. Þetta er í annað sinn sem við Keli erum samferða, mörg, mörg ár síðan síðast og enginn hundur kominn til sögunnar. Þar kynntumst við og höfum ekki hist síðan fyrr en í gær. Hálfa leiðina töluðum við fallega um Önnu Láru, systur hans og síðan um íslenskt mál, tækni og vísindi, hljóðblöndun, hunda og annað skemmtilegt. Ég sagði honum að Gaur væri hjartanlega velkominn í afmælið mitt, kettirnir mínir hafa góða reynslu af labrador-hundum og ég líka.

 

FíflVið stráksi fengum okkur dýrlegan dásemdarmat á Flamingo, sýrlenska kebabstaðnum, við heimkomu. Hann fékk sér rétt númer tíu, ég prófaði kjúklingasalat og varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Það vantaði eitthvað algjört smotterí, sem ég gleymdi að panta síðast í Einarsbúð, svo við skruppum í Krónuna.

Þar er búið að breyta ansi mörgu þar, sá ég, og bara til góðs. Búðin er orðin alveg glimrandi fín og allt einhvern veginn svo miklu sýnilegra - einhver virkilega góð/ur hefur hannað breytingarnar.

 

Í dag vorum við drengurinn á svipuðum slóðum, nema fórum í bókabúðina himnesku - ÓVISSA var nýkomin í hús, glóðvolg úr prentsmiðju, svo ég greip hana, ansi hreint glöð. Helgin fer í vinnu en yfirleitt tekur maður ekki borðtölvuna með sér í bólið svo hægt verður að lesa, sjúkk, svo ég á von á góðu. Fer upp í um hálfáttaleytið, hugsa ég.

 

Mynd 2: Raggi Th ljósmyndari var skemmtilegur samstarfsmaður á síðustu öld ... eitt sinn kom hann inn á kaffistofu og sagði: „Vitið þið hvað það heitir svona búmmerang sem kemur ekki til baka?“ Við höfðum ekki hugmynd. „Spýta!“

Raggi er með ofnæmi fyrir fíflum og á vottorð frá lækni þess efnis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 1495
  • Frá upphafi: 1453964

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1250
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Draugar og uppeldi
  • Himnaríki sjór
  • Flutningar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband