Að þekkja rétta fólkið ...

afmaeli_2008_004Í dag er H-dagurinn sem ég hef haldið upp á í rúmlega 50 ár með ýmsum hætti. Yfirleitt koma blöðrur og kaffi við sögu. Svo sem enginn sérstakur gleðidagur þar sem ég keyri ekki en mér finnst að maður eigi að halda upp á sem flest, held alltaf upp á dag unga fólksins sem ber að sjálfsögðu upp á afmælisdaginn minn svo tvöföld gleði en olli undarlegum misskilningi eitt árið þegar bakarinn gerði ótrúleg mistök, samt þekkjumst við! En til hamingu með H-daginn.

 

What not to wearFacebook rifjaði upp fyrir mér í gær 12 ára gamla minningu frá því ég horfði nokkuð reglulega á sjónvarp. Ég hafði verið að horfa á breskan þátt sem heitir What not to wear. Tvær "hreinskilnar" konur reyndu að kenna fólki að klæða sig rétt. „Ertu laumuhommi? Herbergið þitt er miklu kvenlegra en konunnar þinnar ... Hjónaband ykkar er skrítið.“ Þær hættu ekki fyrr en fólk fer að skæla í þáttunum og þessi vesalings maður brast í grát eftir árásir þeirra. Einhver svaraði þessum skömmum mínum og sagði að ekkert á borð við meðvirkni fyrirfyndist í breskum sjónvarpsþáttum. Kurteisi og virðing, er það meðvirkni? Ég hefði sætt mig við orð eins og þetta eru ekki falleg föt. Man eftir einni vinkonu sem breytti ýmsu í allt-of-nýtnum-fatasmekk mínum. Hún sagði í annað skiptið: „Þetta pils gerir ekkert fyrir þig.“ Í hitt skiptið sagði hún: „Það er orðið langt síðan steinþvegnar gallabuxur þóttu flottar.“ Ég breytti um stíl. Eftir seinni blíðlegu athugasemdina varð ég smám saman að trendsetter þeirra sem nýta fötin sín vel en ganga ekki í ljótum pilsum eða steinþvegnum gallabuxum. Á Akranesi fást ekki ljót föt, sem er hjálplegt, prófið bara að kíkja í Bjarg eða í Nínu og það hefur sjálfkrafa gert mig mjög smart týpu, svo ég segi sjálf frá. Kannski skemmi ég heildarlúkkið með því að kaupa mér stundum föt í Walmart en á meðan fást ekki hvítar skyrtur á Íslandi (sígilt, elskurnar) ...

fangavörðurÞað rifjaðist líka upp fyrir mér samband við manninn sem ég hélt að yrði fjórði eiginmaður minn. Hann reyndist vera algjör bjáni og henti mér út, hann leigði þessa íbúð. Ég byrjaði á föstu með leigusalanum hans nokkrum dögum seinna og við hækkuðum leiguna hans um 83%. Ég er ekki hefnigjörn en stundum þarf að ganga hreint til verks til að kenna fólki lexíu. Hann hefur ekki átt kærustu síðan.

 

Partí fram undan í bænum í dag. Ég er svo klár og reyni að finna mér vini og ættingja á öllum vígstöðvum, svona til öryggis. Legg mikið á mig til að þekkja rétta fólkið. Þessi sem heldur partíið var að útskrifast úr Fangavarðaskólanum. Ég er ekki á leið í fangelsi (ég hef lært af reynslunni) en er ekki samt snjallt að gera alltaf ráð fyrir öllu? Vil taka fram að þegar ég tala um grasrækt á blogginu er ég að sjálfsögðu að tala um kattagras. Sem kettirnir mínir narta í ... ekki ég. Ætla að nota þennan vettvang til að bæta við mig og óska eftir að kynnast flugmanni, kokki, steypubílstjóra, löggu, trompetkennara og hundaþjálfara. Til að byrja með. Allt of margir sálfræðingar í ættinni, svo ég taki dæmi. Ég er frekar heiðarleg, frekar örlát, frekar grönn inn við beinið, hata að ganga, lítið fyrir sólböð og búðarferðir, kann ekki að keyra, elska hunda og ketti, hef áhuga á góðu kaffi, bókum, vefmyndavélum (hvað er að frétta, Seyðisfjörður?), eldgosum og jarðskjálftum. Tilboð sendist Himnaríki merkt: Ein með svoleiðis öllu og meira til. (Ég áskil mér (að vanda) rétt til að hafna öllum eða taka öllum).   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1487
  • Frá upphafi: 1453956

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1243
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_8448
  • Sven-Göran
  • Hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband