Færsluflokkur: Sjónvarp
7.7.2007 | 10:20
Rjúkandi rústir og vísir að grill-einelti?
Vaknaði um níuleytið í morgun, sem eru hálfgerð helgi-spjöll, en brúðkaupið bíður með öllum sínum dásemdum í dag. Allt var þögult, eins og um hánótt væri, en núna um tíuleytið eru unglingarnir farnir að streyma að Langasandinum. Ja, alla vega fólk sem var einu sinni unglingar og annað sem stefnir hratt í það. Hjá einum bloggvini mínum, Skagamanninum Þresti, http://motta.blog.is/blog/motta/#entry-257259 má lesa að Skaginn sé ónýtur eftir læti næturinnar. Allt sefur maður nú af sér, eins og mest spennandi fótboltaleik síðustu ára og nú þetta.
Allir á Skaganum voru úti á grilla í gærkvöldi, götugrill og gleði um allar götur. Við Þröstur vorum útundan ... göturnar okkar sökka greinilega, nema þetta sé bara undarleg tilviljun ... Grillmatur er hvort eð er náttúrlega algjör viðbjóður.
Hef verið frekar ódugleg við að bolda undanfarið en nýjustu fréttir eru þessar:
Nick fullvissaði Bridget um ást sína og hún var að springa úr hamingju. Það stóð ekki lengi, þegar Bridget átti erindi á skrifstofu mömmu sinnar var Stefanía þar og blaðraði öllu í Bridget sem stirðnaði upp. Taylor og Ridge eru við það að taka saman aftur. Hann hefur þó viðurkennt fyrir henni að vera veikur fyrir Brooke. Það er líka Eric pabbi hans, þó ekki blóðfaðir, en hann er farinn að deita Jackie, sem er fyrrum eiginkona blóðföður hans og móðir Nicks. Eric var einu sinni kvæntur Brooke og á með henni tvö börn; Bridget og Rick.
Er komin með það á hreint að til að spara leikaralaun er fólkið í þáttunum látið deita hvert annað, giftast og skilja og svona og lítil endurnýjun verður. Mögulega má rekja furðulegt hegðunarmynstrið til skyldleikaræktunar.
Strætó leggur af stað frá Skaganum kl. 11.41, ef það er þá ekki búið að kveikja í honum, og hinum megin við rörið, eða í Mosó, mun elskan hún Anna bíða. Við náum að eiga stund saman áður en brúðkaupið hefst hálfþrjú. Nú er það bara bað, flott föt, spartl í andlitið og hír æ komm!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.7.2007 | 08:26
Þyrnirós ...
Hvernig í ósköpunum er hægt að sofna klukkan 19 á miðvikudagskvöldi og sofa af sér mest spennandi leik Landsbankadeildarinnar EVER, sérstaklega þar sem ég bý við hliðina á íþróttavellinum. Þar að auki missti ég af fyrri hluta framhaldsmyndar Stöðvar 2 sem fjallar um náttúruhamfarir, jörðina að farast, fljóðbylgjur og læti ... ??? Ég er vitlaus í náttúruhamfarir, læt mig meira að segja hafa það að horfa á illa leiknar, lélegar svona myndir, bara til að fá útrás fyrir þennan kinkí smekk.
Það kemur vissulega fyrir að unglingurinn í mér tekur völdin og vill sinn svefn og stundum kemur það fyrir á miðvikudagskvöldum vegna sérlega kvenmiðaðrar sjónvarpsdagskrár (sem ég þoli ekki, Oprah, kvensjúkdómaþættir og væl) en nú var þetta afar ósmekklega valinn miðvikudagur. Ég ætlaði að horfa á leikinn af svölunum mínum og hefði getað hlustað á lýsinguna á Sýn með. Að ég hafi ekki vaknað við slagsmálin og lætin og rauðu spjöldin og gargið ... er mér hulin ráðgáta. Mér dettur reyndar eitt í hug. Ætlunin var að ryksuga og taka svolítið fínt til í himnaríki fyrir leikinn, jafnvel parkettleggja og skipta um eldhúsinnréttingu í tilefni af hátíðinni, ... en kannski hef ég bara sofnað úr leiðindinum við tilhugsunina ... en hvílíkar afleiðingar! Afasakaðu tiltektarguð, ég klikka ekki oftar á þessu!
Voða var skrýtið að geta varla lokað augunum í strætó í morgun. Ég var svo hryllilega útsofin að þau glenntust alltaf upp aftur. Kíkti í gegnum DV en þar sem ég þurfti að kúldrast á þriðja bekk í strætó voru bæði lappir og áhöld til blaðalesturs í kremju. Eins gott að ég er ekki fjarsýn. Ef Beta sjúkraþjálfari heldur áfram þessarri snilld mun ég fljótlega krefjast þess að sitja í kremju, bara af því að ég get það! Núna er það bara vont! Svo finnst mér fólkið í fremstu sætunum ekki eiga skilið að fá að vera þar í ókremju. Ekkert þeirra notar öryggisbelti. Mér finnst sérlega slæmt að sjá útlensku mömmunum með barnið (glaða barnið með hvellu röddina) sitja þarna fremst og vita að barnið getur slasast ef strætó þarf að bremsa snögglega. Sumir bílstjórarnir hafa tekið rispur og minnt fólk á beltin ... eiginlega skipað því að nota þau en vissulega getur verið að konan sé bæði lífsleið og ekki mikið fyrir börn.
![]() |
Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.7.2007 | 18:01
Ævintýri á stoppistöð og bold-uppdeit
Við Tommi bílstjóri komumst aldeilis í hann krappan áðan. Gunni ljósmyndari skutlaði mér í Mosó og svo hófust myndatökur. Reynsla mín úr ótal fegurðarsamkeppnum og fyrirsætustörfum nýttist sérlega vel. Það er bara á passamyndum sem ég lít út eins og vélsagarmorðingi. Vandamálið hófst ekki fyrr en Gunni vilda mynda okkur Tomma saman. Ég var nánast komin í fangið á honum þegar Gunni sagði með svona B&B rödd: Jæja, Tommi, kyssa Gurrí núna! Þá áttuðum við okkur á alvarleika málsins og ég fleygði Gunna öfugum út úr strætó og við ókum af stað þótt enn væru nokkrar sekúndur í brottför. Skyldi hún Magga mágkona standa á bak við þetta?
Gaf Tomma Séð og heyrt-ið mitt þegar ég var búin að lesa það og tautaði eitthvað um að þetta væru skaðabætur fyrir að plata hann í myndatökuna. Hann þáði blaðið en sagðist bara líta á þetta sem upphaf að frægðarferli. Næst ætlar hann að komast í Golfblaðið.
Skrýtið ... hin heilaga Taylor er allt í einu orðin vondi karlinn í boldinu. Hún uppfyllir mýtuna um að vera leiðinleg tengdamóðir og reynir af alefli að stía Tómasi sínum og Gaby sundur. Önnur tvíburadóttirin þolir hana ekki og svo hefur hún hrakið Ridge frá sér.
Nick kelar við tengdamömmu sína og tjáir henni ást sína. Hún reynir að sýna þroska því að dóttir hennar ber barn Nicks undir belti. HAHHHH, of seint, Stefanía, óvinur Brooke númer eitt, sér eitthvað í garðinum, nær í kíkinn og barúmmm, sér hún ekki Nick og Brooke! Skömmu síðar mætir hún á skrifstofuna hjá Brooke og hundskammar hana!
3.7.2007 | 21:26
Já, hún? Ohh, hún er alltaf svo flott klædd!
Því er haldið fram í Blaðinu í dag að klæðaburður Ellýjar í X-Factor hafi á tíðum vakið meiri athygli en orð hennar. Veit ekki alveg hvort hann Einar Bárðar tæki undir það, hann gleymdi sér alla vega ekki við að horfa á flottu fötin hennar (sem eru úr Nínu á Akranesi), heldur var iðulega ósammála dómum hennar, Palli svo sem líka ... en það er annað mál. Palli mætti stundum ansi frumlega klæddur í þættina en ég hef hvorki heyrt það notað gegn honum né með.
Hvað er þetta með konur og fötin sem þær klæðast? Eitthvað var meira talað um klæðaburð stjórnmálakvenna en -karla fyrir síðustu kosningar, jafnvel meira en málefnin sem þær stóðu fyrir. Rosalega er ég orðin þreytt á þessu.
Athugasemdin í Blaðinu segir jú að Ellý hafi verið fín og flott en það má lesa út úr henni að hún sé heimsk. Ég hef þekkt Ellýju í bráðum 20 ár og hún er ekki heimsk. Ég dáðist alveg að henni sl. vetur fyrir að geta afborið að hlusta á þetta misskemmtilega popp sem er í svona þáttum því að hún er meira fyrir trans-tónlist og rokk.
Ég talaði við Ellýju áðan og hún var hvorki að springa úr gleði né sorg yfir þessu, átti frekar von á því að fjölmiðlar einbeittu sér að nýja dómaranum, Þórunni Lárusdóttur.
Ég vona að Þórunn verði ekki látin gjalda þess í vetur að hún sé meira í klassísku deildinni. Skyldi hún þurfa að klæðast drapplituðu til að orð hennar verði gjaldgeng? Hvað ef hún lendir oft í að senda keppendur hinna heim? Verður hún þá umdeild, jafnvel óvinsæl? Hmmm! Eins gott að henni verður ekki dembt beint í djúpu laugina, eins og Ellýju, Þórunn er þaulvön í sjónvarpi og ég hlakka mikið til að horfa á hana í vetur. Hún er alltaf svo flott klædd!
2.7.2007 | 08:36
Tölvuraunir - sjokkerandi upplifun
Ég veit eiginlega varla hvar ég á að byrja ... en eftir að hafa gannnntast aðeins í síðustu færslu með það hvort ég gæti hugsanlega brætt úr Youtube með síendurtekinni spilun á einu lagi gerðist eitthvað skelfilegt í kjölfarið ... tölvan mín fór í verkfall eða kannski dó!
Ég var einmitt að blogga þegar þetta gerðist, skrifa æðislega frábæra færslu sem hefði mögulega getað breytt lífi fólks og búin að búa til bíómynd og allt en áður en ég gat ýtt á vista varð skjárinn blár og einhverjir stafir birtust. Mér skildist á útlensku stöfunum að líklega hefði nýleg uppfærsla ekki tekist (og ég sem hlýddi bloggvini sem sagði að ég YRÐI að uppfæra allt sem tölvan stingi upp á). Nú svo átti ég að endurræsa tölvuna (ýta síðan á F8) nema ég gat ekki endurræst og varð að slökkva með handafli. Þegar ég kveikti aftur virðist tölvan vera galtóm, það birtist bara nafnið á henni á skjánum, ekkert Windows eða neitt. Ætli geti verið að hún sé með bráðaofnæmi fyrir Rick Wakeman? Þetta er skelfilegt og ég sem vinn heima á þriðjudögum.
Strætóferðin í morgun var algjörlega gjörsamlega sallaróleg. Ég náði næstum því sætinu mínu, eða hinum megin við ganginn, og gat því rétt úr fótunum. Við hlið mér sat skemmtilegi heilaskurðlæknirinn (eða skrifstofukonan á LSH). Viðurkenni að ég var leiðinlegur og þögull sessunautur, enda grútsyfjuð ... Var kannski andvaka út af afdrifum tölvunnar ... ja, eða datt ofan í Hercule Poirot-mynd (á Stöð 2 plús) sem ég hef ekki séð áður og heldur ekki lesið bókina (eftir Agöthu Christie).
Hvað á ég að gera út af þessu tölvumáli? 1) Biðja nágranna minn sem er tölvuséní að kíkja á kvikindið? 2) Fara með hana í viðgerð? 3) Kaupa nýja tölvu? 4) Hætta að nota tölvur? 5) Hætta í vinnunni af því að þar er krafist tölvunotkunar? 5) Vona að tölvan lagist að sjálfu í dag?
P.s. Þarf kannski ekki að taka það fram að ég er núna að hluta á Rick Wakeman-lagið í þriðja sinn, var komin í alvarlegt fráhvarf.
1.7.2007 | 14:16
Skortur á brimi og óheppin stúlka
Sólin kom og fólk flykkist á sandinn! Flott fjaran núna, held að flóðið komi ekki fyrr en seinnipartinn, kannski um sexleytið. Netsíðan mín um flóð og fjöru á Skaganum liggur niðri núna. Fer ekki annars að koma tími á gott brim? Þessi ládeyða er þreytandi til lengdar ...
Skrepp á svalirnar í klukkutíma og geymi Miss Potter á DVD um stund. Annars eru sunnudagarnir hættulegir, þeir líða svo hratt! Kannski snjallt að skella bara í vél núna ...
Vona að dagurinn verði dásamlegur og óhappalaus hjá ykkur. Hefði ekki viljað vera í sporum stúlkunnar í myndbandinu: http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1784
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2007 | 12:54
Árangursríkt næturbrölt ...
Hvar er sólin? Horfi yfirleitt ekki mjög spennt á veðurfregnir yfir sumartímann en sýndist þó að það ætti að vera bjart (sól) og heitt í dag. Kannski rofar til. Aftur á móti er gaman að fylgjast með djúpum lægðum í nánd yfir vetrartímann og sjá svo trylltan sjóinn í kjölfarið fyrir neðan ef áttin er rétt.
Vona að veðurfarið verði öflugt við að hreinsa svalirnar mínar, eða safnkassann öllu heldur. Ekkert bil þarna niðri við gólfið, ákaflega undarlegt!
Held að ég hafi hreinlega fundið öll þau lög sem ég leitaði að á Youtube í nótt nema lögin mín með Babe Ruth. Hélt mikið upp á Dutchess of Orleans og Private Number. Er ekki einu sinni viss um að þau hafi komið út á á geisladiski. Sá í kommentakerfinu fyrir neðan Mexican-lagið að ný plata væri væntanleg með þeim!???!!! Mögnuð söngkonan!
Hér er lag fyrir Önnu (anno) úr Journey to the Centre of the Earth, þar sem Ísland kemur fyrir í textanum. Hún man væntanlega eftir því úr stuttmynd nemenda sinna:
http://www.youtube.com/watch?v=vbaZI3m_ppw&mode=related&search
Formúlan fór vel af stað og vonandi verður keppnin jöfn og spennandi. Var komin með hálfgerðan leiða á Formúlunni í denn þegar Schumacher einokaði fyrsta sætið keppni eftir keppni. Hann átti það fyllilega skilið en þetta kom í veg fyrir alla spennu. Mikið hefði verið gaman að vera farin að horfa þegar Hakkinen var uppi á sitt besta, nei, þá fannst mér Formúlan eins og að fylgjast með mislitum þvotti snúast í þvottavél.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.6.2007 | 00:25
Kvikmyndafærsla með dassi af gagnrýni
Er jafnvel að verða of sjóuð fyrir venjulegar spennumyndir, Taggart í þessu tilfelli. Grunaði strax konuna um græsku. Var reyndar komin lengra í pælingunni ... þegar hún klóraði löggumanninn, ástmann sinn (lengst til hægri), var ég viss um að hún yrði myrt skömmu síðar með lífsýni hans undir nöglunum. Það gekk þó ekki alveg svo langt. Elska Taggart-myndirnar.
Ætti að skella mér í bólið, hef farið seint að sofa þrjú kvöld í röð en er undarlega hress. Mun væntanlega sofa til rúmlega hádegis á morgun. Breytist úr A-manneskju í B um hverja helgi.
Er með bunka af nýjum DVD og vakti yfir einni þeirra í gærkvöldi. Hún fjallaði um mann sem fjárfesti í læknatækjum til að selja síðan með gróða. Röng ákvörðun, læknarnir tímdu ekki að kaupa af honum. Konan, útivinnandi tvöfalt til að sjá fyrir fjölskyldunni, gafst upp á hjónabandinu og flutti í aðra borg þar sem beið hennar önnur vinna. Hún ætlaði að taka barnið með sér, enda maðurinn atvinnulaus, en pabbinn harðneitaði því. Enginn tæki barnið hans af honum.
Þetta var gáfað kvikindi með stóra drauma og tókst að komast í starfsþjálfun í verðbréfamiðlun. Fékk ekki krónu í laun á meðan, eða í sex mánuði. Hann dró fimm ára barnið með sér á svefnstaði þar sem rónar og útigangsfólk gisti af því að hann missti íbúðina. Feðgarnir gistu líka á almenningsklósettum eða sváfu í lestum ... Maðurinn var einn margra umsækjenda um starfið sem aðeins einn átti að hreppa þannig að þessar fórnir (og ill meðferð á barni) voru upp á von og óvon. Hann fékk starfið og stofnaði síðar eigin fyrirtæki. Hann er forríkur í dag en myndin var byggð á ævi hans. Flott hjá honum en hvar var Barnavernd? Var ekki eigingirni að leggja svona hrylling á barnið sitt? Mamman lúffaði ... en persóna hennar var frekar óskýr í myndinni, svona nöldrandi, köld gribba ... sem þó grét þegar hún kvaddi barnið. Voða dúbíus eitthvað. Að öðru leyti var þetta hin fínasta mynd!
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.6.2007 | 23:10
Álaganafnið 14-2 og Mengella um Lúkas
Held að nafnið á íþróttaþættinum 14-2 á RÚV, hafi valdið því að landsliði karla í knattspyrnu gengur svona illa. Sífellt er minnt á gamlan og súran ósigur okkar manna. Horfði á þáttinn áðan og fannst hann bara svo skemmtilegur. Skil ekki hvernig hægt var að rústa FH svona svakalega um daginn! Völvan okkar á Vikunni vill nú meina að FH haldi ekki titlinum í ár. Plís, höfum það ÍA!
Svo er ég enn í miklum vafa hvort ég eigi að kaupa Sýn 2 ... ég fæ hana á lægsta verðinu. Enski boltinn er svo skemmtilegur en ef ég horfi á hann óttast ég að ég fái bringuhár, fari að ganga í netabol og sitji ropandi við sjónvarpið með bjórdollu í annarri og snakk í hinni. Djók! Svona er fótboltaáhugamönnum lýst, staðalímyndir drepa mig ... Er sárust yfir því að hafa misst af Enska boltanum í svona mörg ár af því að ég hélt að ég ætti að ryksuga beisk í bragði fyrir framan sjónvarpið á meðan maðurinn minn horfði á boltann í netabolnum. Svo skildum við og um 20 ár liðu í limbói eða þar til ég datt í boltann. Það er eiginlega allt Kolbrúnu Bergþórsdóttur að þakka. Við unnum saman á meðan ein heimsmeistarakeppnin stóð yfir og ég horfði á hana HLAUPA úr vinnunni til að horfa á leiki. Svona er smitandi!
Ungi maðurinn sem drap hundinn Lúkas hefur fengið fjölda líflátshótana á bloggsíðu sína sem hann hefur nú lokað. Eitt er að lýsa yfir andstyggð sinni, annað er að fara niður á sama plan. Kíkið:
http://mengella.blogspot.com/2007/06/hefjum-kvslar-loft.html
28.6.2007 | 18:00
Hetjudáðir og kosningaloforðin
Tvo daga í röð hef ég setið við hliðina á voða skemmtilegri konu í strætó á heimleiðinni. Hún vinnur á Landspítalanum og er heilaskurðlæknir eða ritari. Hún les bloggið mitt stundum og það eina sem hún virkilega man er að ég lofaði að fylgjast með kosningaloforðum nýju stjórnarinnar. Er einhver þarna úti sem veit eitthvað? Er þetta ekki allt í blússandi gangi hjá þessum elskum?
Drýgði hálfgerða hetjudáð í gær og aftur í dag. Ég er loksins farin að þora að hita nýmjólk í espressóvélinni. Er skíthrædd við allt svona frussudæmi og hef leiðbeiningarnar fyrir framan mig og mun gera þar til ég kann þetta utan að og óttinn hverfur. Kaffirjómi er kúl en er bara svo leiðinlegur og kekkjóttur á sumrin ... eða ég óheppin með hann. Eini gallinn við vélina mína er að kaffið er ekki nógu heitt, alla vega ekki með kaldan kaffirjóma út í ... Nú drekk ég heitan latte (c.a. 150°F) þegar ég kem heim úr vinnunni og verð eldhress.
Nick og Bridget giftust loksins. Taylor deitaði slökkviliðsmanninn. Brooke lætur sig dreyma blautlega drauma um kelirí við Nick, tengdason sinn, og kveður hann í huganum. Eins gott að hún sjái ekki fram í tímann. Múahhahaha! Þegar hún þarf að berjast um Nick við Taylor. Hvað verður þá um Bridget og barnið? Já, og hvað ætli verði um leiðindagerpið hann Ridge, fyrrum aðalhönk þáttarins? Nú er hann að væla í Brooke um að Taylor hafi fleygt sér út. Takk fyrir umhyggjuna, segir hann beiskur þegar Brooke flaðrar ekki upp um hann. Ég hef aldrei þarfnast þín jafnmikið, heldur hann áfram og það var lokasetning þáttarins.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 40
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 235
- Frá upphafi: 1527110
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 184
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni