Færsluflokkur: Sjónvarp
25.11.2007 | 12:00
Jólaboðinn ljúfi ... tekin í baði ...
Sat með kaffibolla við stofugluggann og beið eftir að baðkerið fylltist. Á meðan ég lá í baði og las Hroka og hleypidóma í kilju notaði einhver tækifærið ... og nú er alhvít jörð, Langisandur er meira að segja gráhvítur. Vissi ekki að eitt stykki sunnudagsmorgunbað hefði svona mikil áhrif. Alltaf gaman að láta koma sér á óvart. Mikið ætla ég út á svalir á eftir og fara í snjókast, jafnvel búa til snjókarl.
Lítið fór fyrir menningarlífinu í gærkvöldi. Fór greinilega of snemma á fætur (til að vernda bakið), kom mér vel fyrir í leisígörl sem ég var búin að koma vel fyrir við glugga, og með kaffibolla í annarri og góða bók í hinni sá ég fram á notalegan laugardag. Því miður sofnaði ég fljótlega og svaf eiginlega meira og minna allan daginn. Hvernig er þetta hægt? Fann fyrir gífurlegri leti erfðaprinsins í gærkvöldi við að hreyfa sig spönn frá rassi og því sleppti ég því að klæða mig og fara að hlusta á Megas. Held meira að segja að það hafi verið pönnukökur í Skrúðgarðinum. Ef ég þekki Skagamenn rétt þá hefur verið vel mætt.
Sigrún Ósk, meðreiðarmær mín í Útsvari, hafði samband og ég held að það væri snjallt að hittast, eins og hún stakk upp á. Stilla saman strengi, æfa svindl og svona.
Það næst illa í þriðja aðilann ... enda bissí maður. Annað en við (broskarl). Sigrún er líka blaðamaður, vinnur í Rvík og býr í næsta nágrenni við himnaríki. Já, heimurinn er lítill.
Hún ber það harkalega af sér að vera gáfnaljósið í hópnum. Hún dirfist þó ekki að þykjast vera sæta manneskjan, það sæti er frátekið ...
Say no more ...
19.11.2007 | 22:01
Ættfræði og dæmalaus lymska Hafnfirðinga
Við Inga ákváðum að fara í jólagjafaleiðangur eftir vinnu í dag. Uppskera: engin. Líklega var þetta bara undirmeðvitundin að reka okkur í Kaffitár í Kringlunni ...
Þegar á Skagann var komið beið mín bók, bók sem ákveðin vélstýra myndi gefa hægri handlegginn á sér fyrir, eða ættfræðirit! Ættir Þingeyinga XV. bindi; ætt Ingimundar Jónssonar í Sveinungsvík (f. 1620 c.a.). Alkunn staka er honum eignuð: Austankaldinn að oss blés/ upp skal faldinn daga trés/ veltir aldan vargi hlés/ við skulum halda á Siglunes. Að sjálfsögðu er konu hans ekki getið, sjálfrar ættmóðurinnar! (sjá mynd t.v.) Þegar fólk er orðið svona fjarskylt manni þá kannski skiptir það ekki máli ... Sá reyndar að annan bróðurson minn vantar í bókina, þann danska, en það var kannski viljandi ... rasismi? Sá líka á myndum í þessarri bók að ættingjar mínir eru fallegt fólk. Líka makar þeirra sem segir mér að það sé ættgengur andskoti að velja maka eftir fegurð, ekki bara gáfum og kímnigáfu. Þarf svo að rúlla í gegnum bókina um helgina og athuga hversu margir eiga afmæli 12. ágúst.
Kíkti á dagskrárvefinn á RÚV í gær og sá að keppinautar okkar Skagamanna þann 30. nóv. verða Hafnfirðingar. Um leið opnuðust augu mín skyndilega fyrir dæmalausri snilld þeirra. Þeir hafa undirbúið sig áratugum saman fyrir þennan Útsvarsþátt og látið þjóðina halda að þeir séu soldið vitlausir (sjá ritröðina Hafnfirðingabrandarar I. til XXVICMII. bindi). Ég hef oft keyrt í gegnum Hafnarfjörð og veit þetta, einnig þekki ég fólk frá Hafnarfirði, t.d. Hjört Howser, og veit að þar búa bara mannvitsbrekkur og gáfnaljós! Það er ekki hægt að plata okkur Akurnesinga svona og láta okkur halda að þetta sé fyrir fram unnin orrusta.
Strax daginn eftir, kl. 11.00 - 12.30, verður svo þátturinn á Útvarpi Akraness. Þetta verður ansi annasöm helgi. Ekki nóg með það, heldur er Mía systir búin að bjóða mér í Lions-veislu 7. des. Matur og læti. Skyldi vera tími til að skreyta himnaríki fyrir jólin?
18.11.2007 | 18:36
Flokkar: Sjónvarp, matur og drykkur, bækur
Tónlistarveislan í gær kom í veg fyrir að ég gæti klárað að horfa (hlusta) á boldið en það hefur heilmargt gerst að undanförnu. Barn Bridget fæddist of snemma og dó og í sorginni hefur Bridget loks áttað sig á því að Nick er bara með henni vegna barnsins. Nú gerir hún í því að ýta honum í fang móður sinnar, Brooke. Felicia, sem er að deyja úr krabbameini, var búin að sjá fyrir sér að Nick, sem reyndist vera faðir barnsins hennar, og Bridget tækju að sér Nicholas litla sem myndi þá alast upp með Nichole litlu (sem dó). Bjargvættur Taylor, sem ég man aldrei hvað heitir, átti villta ástarnótt með Feliciu níu mánuðum áður en Nicholas litli fæddist vill láta athuga hvort hann sé mögulega faðir Nicholasar. Felicia má ekki heyra á það minnst. Lengra var ég nú ekki komin. Veit ekki hvar Stefanía er, hún hefur ekkert sést. Hvað þá Amber.
Annars hefur dagurinn verið góður. Erfðaprinsinn viðraði móður sína um kaffileytið og bauð henni með í Skrúðgarðinn. Besti kaffidrykkurinn á staðnum, tvöfaldur latte með 150°F mjólk, hefur nú verið endurskírður, hann heitir ekki lengur Kaffi-Gurrí, heldur Íslensk kjötsúpa. Þetta á víst að vera húmor ... Minnir óneitanlega á bolinn sem Anna vinkona gaf mér eitt sinn með mynd af sjálfri mér og léttmjólk framan á. Myndin var tekin á einu sunnudagskvöldinu hennar á Álftanesi, ég hef án efa drukkið kók það kvöldið. Eftir allt nöldrið í mér um að léttmjólk væri ekki boðleg út í kaffi (bara nýmjólk) var þetta bara gott á mig. María hugsar eins og Anna: refsum nöldurskjóðunni. Þetta er sem sagt síðasta nöldrið mitt! Á morgun hefst nýtt líf, nöldurlaust. Þá fæ ég kannski bol með réttri mjólkurtegund og kaffidrykkurinn fær sitt rétta nafn aftur. Hver biður um kjötsúpu þegar hann langar í latte? Ha, María! Ja, ég pantaði heitt súkkulaði í mótmælaskyni. Verst að María var ekki á staðnum og stelpurnar föttuðu ekkert. Þegar við mættum á staðinn var stund milli stríða, rólegt eftir mikla ös og svo drifum við okkur út þegar allt fór að fyllast aftur. Það veitti sannarlega ekki af því að fá kaffihús á Skagann. Tengingin við strætó (endastöð) er líka snilldarleg.
Lauk við bókina Englar dauðans (eftir Þráin Bertelsson) í dag. Hún er mjög góð; spennandi, sorgleg og óhugnanleg ... og stundum fyndin. Veit ekki hvort Ævar Örn er með krimma núna en ég á Yrsu eftir. Við eigum orðið skrambi góða sakamálahöfunda. Man þegar Leó Löve sendi frá sér spennubók fyrir mörgum árum og sumum fannst bjánalegt að skrifa slíka sögu sem átti að gerast á saklausa landinu okkar. Ja, æsku okkar Íslendinga og sakleysi er greinilega lokið ...
Tók silfurslegna mynd út um gluggann í gærkvöldi og aðra ögn gylltari í kvöld. Bjútífúl!
13.11.2007 | 23:34
Ekki geðvonskufærsla ...
Horfði mér til mikillar skemmtunar á Innlit Útlit. Sérstaklega þar sem María í Skrúðgarðinum var í viðtali. Mikið er annars sendiherrabústaðurinn í Þýskalandi flottur. Ég svitnaði samt yfir öllum glæsilegheitunum úti sem inni og fór að hugsa enn einu sinni um forgangsröðunina í þjóðfélaginu eða það hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ætli sé ekki hlegið að okkur úti í heimi fyrir að láta alltaf eins og við séum forrík stórþjóð? Á meðan t.d. sjúklingar þurfa að efla kostnaðarvitund sína á sífellt harkalegri hátt með því að borga háar upphæðir fyrir lyf og aðgerðir þá finnst mér okkur ekki vera stætt á því að vera alltaf flottust!
Þetta er alls ekki geðvonskufærsla þótt ég hafi ekki getað setið við tölvuna í dag og unnið vegna bakverkja, bara legið á hitapoka og brutt eina íbúfen. Ég svaf megnið af deginum af einskærum leiðindum og er samt grútsyfjuð núna. Það er reyndar hundleiðinlegt að skakklappast svona og ég stefni að því að vera orðin albata í fyrramálið, algjörlega ALBATA! Tókst samt aðeins að byrja á Englum dauðans eftir Þráin Bertelsson og mun hún án efa halda mér góðum félagsskap ef mér tekst ekki að sofna á eftir.
Rétt áðan rúllaði þátturinn Fyrstu skrefin í sjónvarpinu. Rosalega var gaman að sjá keisaraskurð. Oftast hef ég lokað augunum þegar eitthvað svona sést í sjónvarpinu ... en núna nennti ég ekki þessu kvenlega pjatti sem búið er að innræta mér frá bernsku. Svona geta nú hlekkirnir dottið af manni algjörlega óvænt.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2007 | 22:21
Af tvíburum, kjötsúpu og sjokkerandi Monk-leysi ...
Þá er ég búin að smakka bestu kjötsúpu í heimi og það er ekki einu sinni hægt að gefa uppskrift að henni hér á blogginu, hún er nefnilega aldrei eins í tvö skipti hjá Míu. Drykkurinn var voða spennandi (ekki áfengur), eitthvað rosagott sem Mía bruggaði sjálf.
Mesta tilhlökkunarefnið var þó að hitta tvíburana hugumstóru og þeir brugðust ekki, voru hvers manns hugljúfi. Þeir borðuðu kjötsúpuna (stappaða) með bestu lyst. Rifist var um að halda á þeim. Þótt þeir þekki erfðaprinsinn lítið voru þeir afskaplega rólegir í fangi hans, eins og sjá má á myndinni.
-------- ------------ ------------ ------------- ------------ ------------ --------
Hilda notaði ferðina og skilaði mér mynd sem hún hafði verið með í láni, grafíkmynd eftir Magnús Kjartansson, keypti hana seint á níunda áratugnum. Mikið var ég glöð að endurheimta hana þar sem enn er veggpláss fyrir myndir í himnaríki en á Hringbrautinni var hver flötur nýttur. Minnir að hún heiti Tímaþjófurinn.
Erfðaprinsinn var í sjokki eftir að við komum heim, Monk var ekki í kvöld á dagskránni og engin viðvörun um það. Mér fór reyndar að verða svolítið illa við Monk þegar ég komst að því að hann er svo nískur. Níska er dauðasynd að mínu mati.
Gáfaða og vel gerða fólk Íslands (skv. Jóni Gnarr) kaus Næturvaktina sem besta sjónvarpsþáttinn, það gerði ég líka! Er bara ansi ánægð með úrslitin. Var líka mjög ánægð með að Egill hafi fengið tvenn verðlaun, hef gaman af þáttunum hans. Nú er Glæpurinn byrjaður, danski spennuþátturinn sem mér finnst svo skemmtilegur. Síðan ætl´ég að gefa Prison Break séns (á Stöð 2 plús), finnst samt eins og verið sé að draga áhorfendur svolítið á asnaeyrunum og framleiða meira og meira þar sem þættirnir slógu í gegn. Þekki ungan mann sem hefur séð fyrstu sex þættina í þessarri nýju þáttaröð, segir þennan fyrsta alveg sæmilegan en næstu fimm mjög spennandi.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.11.2007 | 08:12
Myndi líka ofsækja hann Conan
Það er eiginlega með ólíkindum að þættir Conans O´Brien skuli ekki vera sýndir á Íslandi. Skemmtilegur húmor og mikil fjölbreytni. Hann reynir ekki að gera öllum til hæfis og þess vegna tekst honum nefnilega að gera flestum til hæfis ... eða þannig. Jay Leno reynir að styggja engan og það er svo þreytandi til lengdar, fékk eiginlega nett ógeð á honum eftir 11. september 2001 ... þegar hann (handritshöfundar) gerði út í eitt grín að fólki frá Afghanistan fyrir að vera fátækt og brandararnir voru yfirleitt um að karlarnir byggju í hellum (af því að þeir voru svo heimskir) og hjökkuðust án efa á ösnunum sínum (af því að þeir eru svo heimskir). Hefndarþorstinn vegna árásanna kom svona út. Æ, æ.
Mér fannst bara krúttlegt þegar Conan gerði grín að okkur Íslendingum fyrir að vera "staðföst" og hlýðin þjóð við USA og birti myndir af konum með vopn (brauðtertur) í hönd í Árbæjarsafninu. Ég myndi líklega ofsækja hann Conan líka, væri ég prestur ... hann er soddað krútt.
U2 lék fyrir dansi á leiðinni í bæinn í drossíu Ástu í morgun. Ansi góð hljómsveit sem gaman væri að fara á tónleika hjá, heyrir þú það þarna Ragnheiður tónleikadrottning! Fátt bar til tíðinda á leiðinni. Ásta sagði mér að hún hefði farið á upplestur hjá Uppheimum, metnaðarfullu bókaforlagi á Akranesi (gefur m.a. út Gyrði Elíasson og Ævar Örn) í Skrúðgarðinum. Alveg fullt út úr dyrum og ég fjarri góðu gamni í reyndar dásamlegu afmæli. Hefði nú ráðlagt erfðaprinsinum að fara ef ég hefði vitað af þessu, hann er af þeirri kynslóðinni sem vill láta lesa fyrir sig ... annars kvarta ég ekki, hann er sílesandi, þessi elska, enda stórgáfaður eins og mammasín. Hann er einmitt að lesa eina af nýrri bókum Alistair MacLean sem kom út fyrir einhverjum árum, Ráðum dulmálið! Held að ég hafi æfst í hraðlestri í gamla daga þegar ég fékk alltaf nál og tvinna í jólagjöf og Gummi bróðir nýjustu Alister MacLean-bókina og yfirleitt náði ég að ljúka henni áður en hann fór að sofa á aðfangadagskvöld.
Ætti maður ekki að heimta skaðabætur fyrir andlegar misþyrmingar á árum áður að þurfa að upplifa bókalaus jól ár eftir ár eftir ár eftir ár? Þegar mér tókst loksins að fá móður mína til að gefa mér bók í jólagjöf, þá farin að búa með manninum síðar varð fyrrverandi maðurinn minn, þá gaf hún mér tvær bækur; Við matreiðum og Vinnan göfgar manninn, ástarsögu með vinnutengdum boðskap, minnir mig. (frá Sögusafni heimilanna). Jamm!
![]() |
Prestur handtekinn fyrir að ásækja Conan O'Brien |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2007 | 19:32
Fjör hjá öldruðum - ástríðubold
Sviðið er ríkmannlegt heimili Brooke, konunnar sem hefur fórnað sér fyrir lífshamingju dóttur sinnar með því að stela ekki eiginmanninum af henni þótt hún elski hann og hann hana. Ridge, fyrrum eiginmaður hennar nokkrum sinnum, vill kvænast henni aftur þar sem eiginkona hans, Taylor (geðlæknir), hafði kysst brunakarl og einu sinni sofið hjá öðrum manni þegar hún lenti í lífshættu með honum.
Þér skal ekki takast að lauma þér inn í líf hennar aftur, segir Nick tengdasonur.
Þú ert í of nánu sambandi við tengdamóður þína, segir Ridge. Þeir eru sko hálfbræður.
--------- ----------- -------------- -------------- ---------------
Á sama tíma á ríkmannlegu heimili Stefaníu: Massimo, faðir Nicks (og blóðfaðir Ridge), er brjálaður yfir því að gamla kærastan og barnsmóðir skuli ætla að giftast Eric í þriðja sinn, áður var Eric kvæntur Brooke í tveimur hollum. Brooke hefur ekki bara verið gift Eric og Ridge, syni hans (ekki blóðsyni), heldur líka Thorne, alvörusyni hans. Ekkert skrýtið þótt Stefanía þoli hana ekki. Massimo bendir Stefaníu réttilega á að þau séu bæði á lausu núna og biður hana um að giftast ekki Eric enn einu sinni!
------ ---------- --------- ------------- --------- -----------
Á sama tíma á ríkmannlegu heimili Jackie, fyrrverandi konu Massimo og móður Nicks. Jackie og Eric (já, Eric) liggja uppi í rúmi með L-laga sæng yfir sér. Hún nær sem sagt yfir brjóstin á Jackie en sýnir vel karlmannlega bringuna á Eric. Hann viðurkennir fyrir Jackie að fyrirhugað hjónaband hans og Stefaníu sé til málamynda. Það sé að undirlagi Feliciu, dóttur hans og Stefaníu, en hún er dauðvona og hinsta ósk hennar er að sameina fjölskylduna á þennan hátt.
28.10.2007 | 20:20
Litskrúðugur matur ...
Svakalega eru þeir góðir þættirnir um matinn, þessir sem eru sýnir á RÚV. Í endursýndum þætti í dag var kannað hvort vissar matartegunir geti hægt á öldrun. Í ljós kom að tómatar vernda húðina og best er að neyta 100 g af tómatpuré á dag, sérstaklega fyrir þá hættir til að sólbrenna. Spínat reyndist vera gott fyrir sjónina og getur hægt á aldurstengdri sjóndepru. Útkoma úr einni tilrauninni kom mjög á óvart, ekki bara mér, heldur tilraunadýrunum í þættinum, ungum djammstelpum sem voru fengnar til að borða hreinsandi mat. Jafnstór hópur borðaði venjulegan mat. Eftir viku kom í ljós að enginn munur var á hópunum, þær sem lifðu á ógeðsdrykkjum voru ekkert hreinni. Það má greinilega ekki vanmeta getu líkamans til að hreinsa sjálfan sig. Að vísu prófuðu tvær samstarfskonur mínar svona kúr og voru ansi hollar um tíma. Það sást heilmikill munur á þeim útlitslega á einni viku, þær geisluðu, en samkvæmt þessu voru þær ekkert hreinni að innan en við hin! Útkoman út úr þessu öllu saman varð sú að við ættum að borða sem litríkastan mat. Litarefnið í tómötunum o.fl. er það sem gildir, kom fram í þættinum. Án þess að hafa séð hann eldaði erfðaprinsinn ansi litríkan mat í kvöld. Ég ætti ekki að kjafta frá því ... en hann bar kokkteilsósu með. Hann er nú í bíó.
Það þarf heldur betur að halda vel á spöðunum í kvöld, enda góð sjónvarpsdagskrá. Þegar 20 mínútur eru liðnar af Monk þarf að skipta yfir á danska spennuþáttinn á RÚV og þegar honum lýkur skipta á Stöð 2 plús og sjá restina af Monk. Þá hefst Næturvaktin frábæra og síðast er lögfræðispennuþátturinn Damages.
Bakið næstum albatnaði við tvær íbúfen, hitapoka og volgt bað. Fimm fullir katlar af sjóðheitu vatni dugðu til að koma smáhita í vatnið. Anna, mín manneskja hjá Orkuveitunni, segir að þetta sé innanhússvandamál í húsinu. Best að kvabba á nágrönnunum við tækifæri.
27.10.2007 | 21:53
Morðóður Kurt - fínasta skemmtun
Mun meira er horft á vídjó eftir að erfðaprinsinn kom á heimilið. Nú vorum við að enda við að horfa á Death Proof, Tarantino-mynd með Kurt Russell í aðalhlutverki. Myndin hófst frekar hægt og mig langaði eiginlega meira að lesa ... en erfðaprinsinn, sem horfði á hana í gær, heimtaði að ég horfði lengur. Ég sé ekki eftir því. Kurt-karlinn notar bílinn sinn, sem er death proof, til að myrða ungar stúlkur. Hann hefði ekki átt að böggast í vissum stúlkum. Í þeim stúlknahópi er áhættuleikkona (önnur frá hægri) sem leikur sjálfa sig. Ég meira að segja reis upp í leisígörl af spenningi í lokakaflanum.
Nú skal haldið til rekkju til að horfa á House í endursýningu (kl. 22) og síðan lesa. Smávægilegur slappleikur hefur farið fram í himnaríki í dag, svefninn langi hefur án efa komið í veg fyrir mörg mörk, eða þannig. Mögulega verður að sleppa skírnarveislu og síðar matarveislu í höfuðborginni á morgun og það er fúlt. Þvílík samviskusemi að vera veik um helgi, segi nú ekki annað.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2007 | 22:02
Afþreyingakvöldið mikla ...
Settist niður með erfðaprinsinum eftir góða máltíð sem hann eldaði (já, hann er æði) og horfði á Ocean 13. Fínasta afþreying. Minni áhersla fannst mér þó lögð á persónurnar en í fyrri myndunum þótt þær pósuðu oft flott (sjá mynd), sjálft plottið var í aðalhlutverki. Lækkaður var rostinn í hótel- og spilavítiseiganda sem hafði illilega svikið einn úr hópnum. Slíkt gerir maður ekki.
Nú er himnaríkisfrúin hálfháttuð og er að pæla í að ganga fljótlega til dyngju með flotta hjásvæfu í för, eða eitt stykki glæpasögu. Er rúmlega hálfnuð með bókina Horfinn eftir Robert Goddard. Laumaðist til að halda fram hjá henni með Leyndardómum vatnsins í baði í gærkvöldi (vel við hæfi) og síðan byrjaði ég aðeins á bókinni um Breiðavíkurdrenginn ... gat ekki hætt að lesa og kláraði hana. Hún er rosalega áhrifamikil, mæli hiklaust með henni. Ég sá ekki umfjöllunina um þetta mál í Kastljósi á sínum tíma (ein af fáum), fór þó á myndina um daginn og fékk svo allt í æð í bókinni. Sjónvarp er skemmtilegt (dásamlegt, æðislegt) en það nær aldrei öllu, bækur gera það!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 632
- Frá upphafi: 1524947
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 537
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni