Leyndardómur og aukið óttaleysi

Sumir í klikkaðri tiltekt, t.d. fyrir barnaafmæli, henda ýmsu inn í bakaraofn eða uppþvottavél - sem á annars ekki að vera þar. Þegar síðustu afmælisgestirnir fóru í gær dreif ég í að gera allt fínt. Mér til mikillar furðu var uppþvottavélin þegar komin í gang. Ég á hjálplega vini og vandamenn, en held að þau hefðu sennilega flest sett leirtauið í vélína áður. Lassie

 

Þetta verður bara einn af leyndardómum lífsins og ég er þakklát fyrir að hafa ekki falið páskaegg fóstursonarins og mitt í uppþvottavélinni ... enda engin klikkuð tiltekt, ekki lengur, ekki eftir að hver hlutur eignaðist sinn stað, svona næstum, ég er að verða komin þangað. Einhver hefur rekið rassinn í takkana - þarf ekki meira á sumum nútímalegum tækjum. Ég sakna handsnúnu uppþvottavélanna ...

 

SkjalftamaelarnirSvo mætti halda að ég hafi farið í áfallameðferð því jarðskjálftarnir eru nánast hættir að skelfa og ég fljót að gleyma. Ég var t.d. á ganginum, á leið inn í eldhús um hálftólf í morgun og heyrði undarleg hljóð frá stofuskápnum með öllum kristalnum ... (mínus bollunum tveimur úr mávastellinu sem ég er búin að pakka niður) hurðirnar skelltust með heilmiklum hljóðum. Ahhh, aldeilis læti í veðrinu, hugsaði ég og greindin skein úr augum mínum, ég lokaði norðurglugga (það er sv-átt) og skellirnir hættu. Svo sá ég að það hafi komið skjálfti upp á rúmlega fjóra!

 

Neðri myndin er af bestu jarðskjálftamælum heimilisins; Mosa og lampanum (úr Pier, minnir mig). Annar hristist í glugganum, hinn hleypur strax undir rúm þegar fer að skjálfa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 1576
  • Frá upphafi: 1453735

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband