Stórsyndug kaffidrykkjukona

Mynd: Anna Ó BjörnssonSmiðirnir mínir ætluðu að koma í þessari viku en sögðu reyndar ekki hvaða ár. Ég bíð bara róleg en gleðst yfir að hafa ekki rifið allt úr hillum í stofunni, hillum sem þeir ætla að festa við vegginn - til jarðskjálftaöryggis. Treysti engu þegar kemur að náttúruöflunum. Vikan er svo sem ung, þriðjudagurinn rétt nýbúinn.

Vinkona mín kom í kaffi til mín í dag (við báðar í fríi) og var ansi hreint stolt af sjálfri sér. Henni leið eins og hún hefði eignast barnabarn, sagði hún. Hún leitaði að mynd í símanum sínum, rétti mér hann og þar mátti sjá gullfallegt ... súrdeigsbrauð sem hún hafði gert frá grunni! Hún hafði verið svo viss um að brauðið misheppnaðist að það gerði hana helmingi stoltari. Svo var það líka ansi gott á bragðið. Ég hef prófað ýmislegt í eldhúsinu eftir að ég fékk bæði nýja og almennilega eldavél og ofn, en ég held að ég nenni ekki að gera súrdeigsbrauð, samt er það svooo gott. Þessi vinkona ætlar að fara að skoða gosið fljótlega, hún er þaulvön göngumanneskja og enginn glanni. Sonur hennar fer með þyrlu á gosstöðvarnar - það myndi ég líka gera. 

Hér var haldinn aðalfundur húsfélagsins seinnipartinn í dag og vegna hans var ég helmingi glaðari yfir því að hafa ekki rifið allt úr hillum um helgina. Frétti að prestur hefði keypt íbúðina sem var til sölu á annarri hæð. „Okkur veitir ekki af,“ sagði einn nágranni minn og horfði á mig eins og ég væri stórsyndug kaffidrykkjukona. Annars á ég ansi hreint góða granna - mun alltaf (og kisurnar mínar) sakna Hildar sem flutti héðan í fyrra. Og mun líka sakna hjónanna sem eru að flytja út nú um helgina, alla leið til Akureyrar. Það ætti að banna góðum grönnum að flytja burt!

Ég var að klára að pikka inn fundargerðina og missti alveg af því að það sást í gosið héðan frá Akranesi! Fékk skilaboð á Facebook-vegginn minn: „Slökktu nú ljósið og farðu að horfa á eldgos.“ Viðkomandi hefur séð til mín þar sem ég sat við tölvuna við gluggann. Ég sá skilaboðin tæpum klukkutíma síðar. Besta útsýnið er á RÚV 2 en samt gaman að sjá bjarmann.

MYNDIN: Elsku vinkona mín, Anna Ólafsdóttir Björnsson, býr á Álftanesi og sá svona ótrúlega vel til gossins þaðan! Hún tók þessa mynd fyrr í kvöld. Hún tekur ekki bara flottar myndir, heldur skrifaði hún dæmalaust skemmtilegan krimma sem kom út í janúar, Mannavillt heitir bókin sem ég mæli hástöfum með. Bókin er skemmtilega öðruvísi og dásamlegur laumuhúmor í henni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 132
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 1676
  • Frá upphafi: 1453835

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 1391
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband