Ólöglegar vefmyndavélar og furđuhópar á Facebook

OpentopiaÁrum saman ferđađist ég um heiminn í gegnum vefmyndavélar, og skemmti mér konunglega međ ađra hönd á mús og hina međ kaffibolla. Sparađi einhver ósköp líka. Í dag langađi mig ađ kíkja á Norđvesturlandiđ mitt, en norđar, og sjá veđriđ, en mér til skelfingar sá ég ađ vefmyndavélum okkar hafđi fćkkađ niđur í ţrjár. Tvćr frá Akureyri (önnur úr Gilinu, hin frá flugvellinum en ekkert spennandi) og sú ţriđja frá golfskála! Keilir golf club-eitthvađ (sjá mynd).

 

Opentopia.com safnar (ólöglega) vefmyndavélum á síđu sína og fćkkun á íslenskum vélum ţar getur stafađ af meira öryggi vélanna. Engar klámvélar samt, nema neđst á síđunni (sjá mynd) ... eflaust til ađ fjármagna ţetta, eđa bođiđ upp á spjall viđ hressar og léttlyndar konur og ţađ kostar eflaust sitt. Ţetta gćtu auđvitađ veriđ spákonur, í gamla daga var hćgt ađ fá spá í gegnum síma, man ég.

 

 

ÓskarsverđlaunÉg sakna Ólafsvíkur, Ísafjarđar, Vestmannaeyja, Siglufjarđar, Stykkishólms (Míla er reyndar međ ţá vél) og fleiri stađa sem gaman var ađ heimsćkja á ţennan hátt.

Einu sinni átti ég vefmyndavél og hafđi hana í svefnherbergisglugganum mínum, ţá var ţađ vinnuherbergi. Hún vísađi út á sjó og var ljómandi skemmtileg, fannst mér. Sonur minn, ţáverandi hirđtölvumađur minn, vistađi hana í gegnum java-eitthvađ sem varđ međ tímanum svo vírusaviđkvćmt ađ fyrir rest komst ég ekki inn í eigin vél í tölvunni og á endanum hćtti hún svo bara ađ virka. Takk, Java-drasl, takk kćrlega. Opentopia gat ekki rćnt henni - mátti ţađ samt alveg, mín vegna. Í gegnum yr.no, eđa norsku veđursíđuna, var hćgt ađ finna vélina og mig minnir ađ á stuttum tíma hafi veriđ kíkt á hana yfir 40 ţúsund sinnum. Virt vefmyndavéladćmi Earthcam.com, svona alvörudćmi, skellti henni í best of-mánađarins međ fleiri vélum reyndar ... en samt, svo sigurganga vélarinnar hefđi orđiđ međ ólíkindum (Óskarsverđlaun?) ef java-klúđriđ hefđi ekki komiđ til. Drekk ekki einu sinni java-kaffi, ég er svo beisk.

 

Viđ erum líka ansi beisk og sár yfir kosningaklúđrinu okkar, ég myndi gjarnan vilja ađ taliđ yrđi víđar almennt, ekki bara á einum stađ, ţađ hlýtur ađ vera mun fljótlegra og ég býđ mig fram hér á Akranesi. Er nákvćm og smásmuguleg, ţegar ég ţarf, stjörnuspekifrćndi minn segir ađ Merkúr í meyju bjargi mér, hvađ sem ţađ ţýđir.

Ćtli verđi ekki heiđarlegast, ef ekki á ađ kjósa aftur í NV, ađ láta fyrri úrslit gilda? Ef bara örlítil hćtta er á ţví ađ einhver hafi getađ átt viđ atkvćđin, verđur ađ gera ţađ. Ţađ er líka ferlega fyndiđ ađ Alţingi ráđi ţví hvort verđi kosiđ aftur ... Mitt atkvćđi breytist ţó ekki, ef kosiđ verđur aftur en sennilega verđa einhverjar smábreytingar samt. Vildi gjarnan sjá hinn frábćra, klára og skemmtilega Valgarđ (Samfylking) ná inn á ţing, hann er kennari en samt ágćtur, brillerađi (eins og ég međ Oliver Twist) í Útsvari fyrir nokkrum árum. Margir fínir náđu inn á ţing en ég er ekki sátt viđ alveg alla ... nefni ekki nafn hans - og svo á ađ fćkka ţingmönnum okkar um einn frá og međ nćstu kosningum sem er áfall! En viđ hefđum svo sem getađ endađ međ Angelu Merkel, ţetta međ uppbótarţingmenn var orđiđ svo ruglingslegt ...

 

ŢakrennurHóparnir á Facebook geta veriđ ansi skemmtilegir ... ég er t.d. í hópi áhugafólks um ţakrennur ... í alvöru, fallegar konur geta alveg veriđ nördar. Vona ađ ég verđi ekki ofsótt fyrir ađ hafa rćnt myndinni ... en ţađ er hefđ fyrir ţví hér í NV.

 

Og svo gekk ég nýlega í ađdáendahóp um Stephen King - ég sem horfi t.d. ekki á hryllingsmyndir er afar hrifin af flestum bókum hans. Var óheppin međ fyrstu bókina sem ég las, Gćludýrakirkjugarđinn, og eins og ég hef sagt frá áđur, henti kunningjakona mín bókinni The Dark Half - hafđi hana í láni frá mér en gleymdi ţví í allri geđshrćringunni yfir ţví hvađ hún vćri viđbjóđsleg ... svo ég hef ekki lagt í hana.

 

Hér koma nokkrar stađreyndir um Stephen King, ég á bara tvennt sameiginlegt međ honum:

Í GAMLA DAGA: Pabbi hans yfirgaf fjölskylduna ţegar SK var tveggja ára. SK bjó í hjólhýsi međ konu sinni. Hann hafđi ekki efni á ţví ađ vera međ síma. Hann vann nokkur störf til ađ vinna fyrir fjölskyldu sinni. Hann ţjáđist af kvíđa og ţunglyndi. Hann varđ háđur víni og dópi. Hann fékk um sextíu sinnum NEI áđur en hann seldi útgáfurétt ađ fyrstu bók sinni. 

OG SVO: hélt hann bara áfram ađ skrifa og hefur sent frá sér hátt í 90 bćkur. Varđ metsöluhöfundur. Yfir 45 bíómyndir og ţćttir hafa veriđ gerđir eftir bókum hans. Hann hefur selt yfir 350 milljón eintök af bókum sínum. Hann er ein af ríkustu rithöfundum heims. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"46. gr. Alţingi sker sjálft úr hvort ţingmenn ţess séu löglega kosnir ..."

Stjórnarskrá Íslands

"Ákvćđiđ hefur veriđ skiliđ cool ţannig ađ Alţingi úrskurđi um kjörgengi nýkjörinna ţingmanna og hvort nýkosnir ţingmenn séu ađ öđru leyti löglega bođnir fram og rétt kjörnir."

Stjórnarráđiđ - Skýringar viđ Stjórnarskrá Íslands

"60. gr. Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embćttistakmörk yfirvalda. ..."

Stjórnarskrá Íslands

"70. gr. Öllum ber réttur til ađ fá úrlausn um réttindi sín og skyldur ... međ réttlátri málsmeđferđ innan hćfilegs tíma fyrir óháđum og óhlutdrćgum dómstóli. ..." cool

Stjórnarskrá Íslands

"Ákvćđi 70. gr. komu fyrst í stjórnarskrána međ stjórnskipunarlögum nr. 97/1995."

"Viđ samningu 70. gr. var horft til ákvćđa 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, 2., 3. og 4. gr. í 7. samningsviđauka viđ hann og 14. gr. alţjóđasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi." cool

"Ákvćđiđ felur felur međal annars í sér ađ löggjafanum er til dćmis óheimilt ađ undanskilja tiltekna málaflokka lögsögu dómstóla og fela stjórnvöldum endanlegt ákvörđunarvald um ţá
..." cool

Stjórnarráđiđ - Skýringar viđ Stjórnarskrá Íslands

Ţannig gćti til ađ mynda Karl Gauti Hjaltason beđiđ Hćstarétt um ađ úrskurđa hvort hann hafi veriđ löglega kjörinn á Alţingi og Hćstiréttur ákveđur hvort hann vísar málinu frá vegna 46. gr. stjórnarskrárinnar eđa dćmir í ţví á grundvelli 60. og 70. gr. stjórnarskrárinnar. cool

Ţorsteinn Briem, 28.9.2021 kl. 20:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 214
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 1758
  • Frá upphafi: 1453917

Annađ

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 1460
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband