Mögulegt endurgos, vesen í NV og líka hjá prinsum

RafmagnsleysiRétt fyrir klukkan fjögur í dag var lífið ansi hreint ljúft. Og af því að það skiptir máli fyrir það sem gerðist nokkru síðar, þá var uppþvottavélin rétt ófarin af stað, nánast orðin full, bara kvöldmatarleirtauið sem vantaði, þurrkarinn lauk vinnu sinni við rúmfatnað í morgun, ætíð á sama prógramminu af því að honum fylgdu ekki leiðbeiningar á íslensku og þess vegna kaupi ég aldrei aftur Siemens (sama með þvottavélina). Það var vissulega kveikt á kaffivélinni og tölvunni ... vatnsbrunni kattanna, jú, eitt útvarp mallaði og þögult sjónvarp við vinnuna sýndi eldgos í pásu.

 

Þá fór rafmagnið! Gjörsamlega óvænt. Ég hélt ró minni, tölti sæmilega léttstíg niður í kjallara og ýtti upp takka í stóru töflunni. Þegar upp í Himnaríki var komið aftur ríkti enn myrkur og nístandi þögn. Kettirnir voru mjög eymdarlegir á svipinn. Aftur niður milljóntröppurnar en nú var takkinn enn uppi, fýluferð. En í kósíhorninu þar sem mini-rafmagnstaflan ríkir, kom í ljós að takki þar þurfti lyftingar við - en allt kom fyrir ekki.

 

InkedRafvirki í HimnaríkiNú fór ég að hugsa. Gat verið að Ástrós einkaþjálfari væri að reyna að koma mér af stað í ræktina, eftir allt of langa pásu sem kvef (ekki covid) og þursabit ollu, b-bólga bætti svo ekki úr skák, hvað þá eldgos á Kanarí?

Gat verið að hún væri svona ótrúlega spennt fyrir árangri mínum í ræktinni að hún brytist inn í kjallarann og ýtti á takka?

 

Heillandi hugmynd en ég hringdi samt í hirðrafvirkja Himnaríkis sem kom nánast um hæl, eða eftir hálftíma.  Einhver leki, ekki hættulegur, lofaði hann mér, ég er svo hrædd við rafmagn, hann kemur bráðum og mælir eitthvað, og þá vonandi hættir að slá út - það hefur gerst nokkrum sinnum í ár en alltaf nægt, þar til nú, að fara EINA ferð niður og ýta takkanum upp þar.

 

GlúmurEnn er allt brjálað vegna kosninganna og mögulegra endurkosninga, meira að segja búa eldar á Reykjanesskaga sig undir að endurgjósa* ... (*Kristján Loftur Bjarnason).

 

Glúmur ætlar að hleypa almennilegu fútti í næstu kosningar og reyna að ná borginni af femínistunum, hann ætlar m.a. að passa upp á einkabílinn sem núverandi virðist hata og passa upp á að rétttrúnaðurinn ríði ekki áfram rækjum* (*Oddur M.).

Verst að vera í Norðvesturkjördæmi ... eða kannski ekki, mesta fjörið er hjá okkur. Flestir sem ég tala við vilja að fyrri talning gildi, nema verði kosið aftur, í NV eða um allt land. Þetta er nú meira klúðrið en verður eflaust til þess að eftirlit verði aukið alls staðar, sem er fínt. Og að talningin fari fram á fleiri stöðum! Ömurlegt að láta t.d. veður hamla því að kjörgögn nái í talningu á bara einum stað sem er kannski langt í burtu. Sem getur auðveldlega gerst hér á landi.

Sem minnir mig á að ég er mjög beisk og sár yfir því að bláfáninn hafi verið tekinn niður (nýlega) við Langasand. Ég gat séð áttina og vindstigin bara með því að horfa út um gluggana sunnanmegin, sjá hvernig hann blakti og vera hreykin af hreinu ströndinni minni. Langisandur er nefnilega bláfánaströnd allt árið, fáninn sem var tekinn var merktur 2021-2022, svo hann hefði mátt vera fram á vor 2022.

 

Glúmur óskar sérstaklega eftir því að fá til liðs við Flokkinn þá karla sem hafa verið kúgaðir af femínisma! Bíddu, eru það ekki ALLIR karlar? Og allar konur sem elska karla? Bara allir?    

Andrés prinsÉg er hugsandi manneskja sem gleypir ekkert hrátt (ekki einu sinni hakk), hef sterkt á tilfinningunni að lætin í London, meint hatur sumra á Harry og Meghan sé aðeins til að beina athygli okkar frá veseninu á uppáhaldsbarni (fyrrverandi?) drottningar, honum Andrési.

Sennilega veltist öll konungsfjölskyldan um af hlátri yfir því að hafa klofið heiminn í tvennt, í þá sem halda með konungsveldinu og hina sem halda með Harry og Meghan. Ég held með drottningu, sennilega af því að enginn hefur fengið að sjá mynd af Lillibeth Harrysdóttur, mögulega enn eitt samsærið, þau hafa kannski verið svo óheppin að eignast annan son og geta ekki horfst í augu við það og þá þarf að blekkja allan heiminn í leiðinni. Ég bar þetta undir mömmu í vonleysi rafmagnsleysisins í dag en hún telur þetta of langsótt hjá mér, það fyrirfinnist alveg ósætti í heldri fjölskyldum, hjá hefðardúllum* (*baj), og kannski þyki Andrés bara ekki jafnáhugaverður og ungu hjónin sem flúðu til Bandaríkjanna ... og fá ekki einu sinni lífverðina á kostnað bresks almennings! Held að þau rétt dragi fram lífið með bara örfáar milljónir á mánuði. Elsku krúttin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hinn "Frjálslyndi lýðræðisflokkur" Glúms og Gúnda fékk 0,4% atkvæða á landinu öllu í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. cool

Glúmur bjó í einbýlishúsi í Hafnarfirði, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir í Sjálfstæðisflokknum er bæjarstjóri, en er nú fluttur í blokk í vesturbæ Reykjavíkur, enda finnst öfgahægrikörlunum best að búa í Reykjavík.

Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík, Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, fengu um 60% þingmanna Reykjavíkur í alþingiskosningunum núna um helgina, 13 af 22. cool

Sósíalistaflokkurinn er með einn borgarfulltrúa í Reykjavík en Framsóknarflokkurinn engan, enda þótt flokkurinn vilji að sjálfsögðu ráða því hvort flugvöllur er á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og enda þótt mörlenskir hægrimenn hafi miklar áhyggjur af því að hraun renni yfir flugvöll við Hafnarfjörð hafa þeir engar áhyggjur af nýju hraunrennsli í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum, og ætla að reisa þar ný hús fyrir tugmilljarða króna. cool

Þorsteinn Briem, 29.9.2021 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 318
  • Sl. viku: 1565
  • Frá upphafi: 1453724

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1305
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband