Furðuleg covid-þöggun og merkisdagar í himnaríki

InkedCovid um landið_LIMér finnst eins og ríki þöggun og ég skil ekki ástæðuna. Ég veit að fréttir hræða suma sem sleppa því þá að hlusta/horfa á þær og lifa betra lífi fyrir vikið, en covid-fréttaleysið undanfarið hræðir mig eða skorturinn á deilingum talna. Það eru fáránlega margir smitaðir og í sóttkví hér á Vesturlandi (43 veikir, 240 í sóttkví) en við erum hætt að fá tölur frá þéttbýlisstöðum sem Lögreglan á Vesturlandi birti daglega. Af hverju? Jú, af því að sóttvarnaryfirvöld báðu lögguna um að sleppa því að birta þær og vísa frekar á covid.is þar sem þessar upplýsingar liggja ekki fyrir. Ef margir eru smitaðir á Skaganum sleppi ég því að fara í heimsóknir til ástvina sem sumir hverjir eru afar viðkvæmir og gætu farið illa út úr því að smitast, samt fullbólusettir. Ég er ekki sótthrædd sjálf en ég er hrædd um ástvini mína. Langar samt ekkert að veikjast. 

 

Ég vil vera upplýst um þetta eins og annað, það er réttur minn og af því að allt var eða virtist vera uppi á borðum frá upphafi náðu sóttvarnaryfirvöld trausti almennings. Ég sendi fyrirspurn á Covid.is í dag, spurði af hverju þessar tölur væru ekki birtar og hvort væri von til þess að svo yrði síðar. „Svarið“ sem ég fékk var að þær væru ekki birtar. Vá, takk! Þær voru aldrei á covid.is þessar tölur, en af hverju að taka af okkur þá flottu þjónustu hjá löggunni í hverjum landshluta að birta þetta daglega á Facebook?

Traust mitt á sóttvarnaryfirvöldum hrapaði í dag, fór úr algjöru trausti, engum efa, niður í tortryggni sem jaðrar við fjandskap vegna ekki-svarsins frá covid.is. Svo er ég grautfúl líka af því að ég skil ekki tilganginn við að leyna þessu. Fáum við ekki tölur af því að við gætum orðið hrædd? Er ofboðslega mikið mál að taka þetta saman? Það er aldrei góð hugmynd að loka á upplýsingar, jafnvel þótt einhverjum þyki þær kannski ómerkilegar.

- - - - - - - - - - - - 

Dagurinn í gær var mikill merkisdagur - ekki bara fyrir mig, heldur sá ég að tíu ár eru liðin síðan elskan hún Eva Laufey opnaði matar- og kökubloggið og svo fór allt að gerast í kjölfarið. Útvarp, sjónvarp, bækur, tímarit ... Ég hef bloggað sjálf síðan 2007, minnir mig, en tók hlé í rúman áratug, 11 eða 13 ár og byrjaði aftur á þessu ári. Eva Laufey beið nú samt ekkert eftir að tækifærin kæmu fyrirhafnarlaust til hennar, hún hefur unnið fyrir þessu öllu sjálf, hefur mér skilist. En ég ætla samt að bíða. Minn tími MUN koma og ég verð uppgötvuð!

 

Þann 25. okt. 2014 setti ég inn status á fésbók sem byrjaði svona: 

„Bröndóttur, stálpaður fresskettlingur, afar vinalegur, emjaði út næturgistingu hjá syninum sem fór út í sjoppu í gærkvöldi. Nú lætur kettlingurinn eins og hann sé heima hjá sér, malar hástöfum, étur einhver ósköp og heimtar að sofa í fanginu á mér.“ Já, þetta var elsku Mosi sem flutti til mín nokkrum árum seinna. Fyrstu kynnin 24.10.2014.

 

Og þann 25. okt. 2016 birtist eftirfarandi: „Á Landakoti liggur ekki bara móðir mín, heldur einnig tvær fyrrum stjúpmæður mínar. Nei, þær eru ekki saman á stofu.“ Ég hélt að væri miklu lengra síðan. 

NKL25. okt. 2011-hittinginn rifjaði Facebook líka upp þegar við hittumst yfir kaffibolla þrjár vinkonur og bekkjarsystur úr barnaskóla. Ég stakk upp á því, vegna kvenkosta okkar, ein kennari, önnur hjúkrunarfræðingur og svo ég blaðamaður, að við stofnuðum kvennamorðklúbb (til að leysa dularfull mál). Þetta hefði getað orðið mjög skemmtilegt en þær voru ekkert spenntar. Ég veit ekki alveg hvort ég myndi nenna þessu núna, löggan er kannski orðin klárari en hún var fyrir áratug því flest mál eru leyst, virðist vera, alla vega stóru málin. Ef þið hafið ekki lesið Fimmtudagsmorðklúbbinn, endilega gerið það, geggjuð bók alveg. Mun stofna slíkan klúbb á Höfða ef mér endist aldur og tími til. 

 

Myndin tengist þessum hittingi okkar skólasystranna lítið, nema ef við hefðum farið út í glæparannsóknir ... Þá þarf sennilega að finna alla snertifleti og svona. Í glæpamáli væri Fergie kannski dýrmætt atriði sem þeir grunuðu ættu sameiginlegt, annað en glæpinn ... vá, ég er strax byrjuð á skynsamlegum ályktunum og flottum pælingum. Löggan má alltaf leita til mín ef draga þarf greindarlegar ályktanir í flóknum glæpamálum, jafnvel grimmdarlegar, ég er í þannig skapi núna. Ekkert að þakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 1571
  • Frá upphafi: 1453730

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1307
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband