Móðgandi ættingi og óvæntar pöntunarraunir

Keli og MosiSímtal í gær kom mér í talsvert uppnám, ekki bara af því að það var frá einhverju karlkyns og mögulega spennandi sem það var ekki af því að þetta var skyldmenni. Ekki Davíð frændi, hann myndi ekki dirfast, og eftir að hafa spurt um sameiginlega ættingja okkar frá Stór-Flateyjar á Skjálfanda-svæðinu, sagði hann sakleysislega: „Ekki vissi ég að þú værir að fá annað fósturbarn.“ Ég þagði í nokkrar sekúndur en hugsaði mig um til öryggis, sagði svo: „Nei, alls ekki. Hvernig datt þér það í hug?“

„Nei, það kom fram í síðasta bloggi að árið 2022 fengir þú grannan líkama, ég gat ekki skilið það öðruví-“ Ég skellti á, hversu illa er hægt að misskilja hlutina ... eða ekki. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver reynir að sjá eitthvað annað út úr spádómum véfréttar minnar á Facebook og vonandi það síðasta. Ætla rétt að vona að þetta dragi samt ekki úr því að spádómurinn rætist. 

 

Í gær eldaði ég einn allra besta kjúklingarétt lífs míns (Eldum rétt) og þar sem drengurinn var svo óheppinn að borða annars staðar varð ég að láta mér lynda að snæða afganginn í hádeginu í dag. Örlítil sósan var gerð úr rjómaslettu og einhverjum leyndardómsfullu gumsi sem fylgdi með þannig að ég myndi aldrei í lífínu getað eldað svona. Alveg spurning að fá vinnu hjá ER um skamma hríð til að ná í leyndarmálin, eða prófa að gúgla, jafnvel lesa matreiðslubækur. Stráksi fer í sumarbúðir í næstu viku og ég ætla hiklaust að elda fyrir mig eina á meðan hann er að heiman, þetta er fyrir tvo svo annaðhvort að borða rest í hádegismat eða bjóða kannski Ingu sinni í mat.

 

rihanna-bright-green-shirt-02Þótt mér finnist svartur flottur og klæðilegur litur væri ég stundum alveg til í eitthvað skærara og í gær sá ég á netinu þennan svakalega flotta eiturgræna bol sem ég ágirntist og hann skyldi verða minn, minn, minn ... í hvelli. Ekki málið að panta í gegnum símann, innlend búð og sent upp að dyrum sem er gott fyrir bíllausa sem búa þar sem pósthúsið er uppi í sveit. Hmm.

Allt gekk mjög vel, ég vissi að vinkonur mínar yrðu hreyknar af mér að geta þetta, ég gekk frá kaupum og fékk svo í blálokin SMS með töluhrúgu til að staðfesta kaupin, allra, allra síðasta skrefið. Ég ýtti á SMS-ið því það þurfti til að númerið kæmi í ljós, annars hefði ég lagt það hratt á minnið og skellt inn, nema hvað ÞÁ HVARF PÖNTUNARSÍÐAN ENDANLEGA úr símanum mínum, svo ólokinnar pöntunar minnar bíða þess örlög að sveima um í óravíddum internetsins um aldir alda af því að það var ekki hægt að staðfesta. Þannig að ég þarf að panta framvegis í tölvunni og nota gemsann til að taka við staðfestingunni, nema einhver kunni betri lausn. En eiturgrænn bolur er lagður af stað til mín. Myndin er tekin af mér árið 2023 (sjá spádóm véfréttarinnar í síðasta bloggi). 

 

Facebook rifjaði nýlega upp sjö ára gamla minningu frá árunum þegar ég tók strætó daglega:

Tommi bílstjóri: „Ertu ekki örugglega búinn að lækka í heyrnartækjunum?“ Ólafur af Kjalarnesi fékk þessa spurningu rétt áður en hann tyllti sér hjá mér í strætó. Svona er nú hægt að stórmóðga tvær flugur í einu höggi ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 210
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 1754
  • Frá upphafi: 1453913

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 1457
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband