Draugabær í rafmagnsleysi

Mosfellsbæ í dagMikið var andrúmsloftið eitthvað skrýtið í Mosfellsbæ seinni partinn. Eftir megalangt rafmagnsleysi í vinnunni (Hálsaskógi) þar sem tíminn var notaður til að þrífa, taka til, henda og breyta smá þótt mér nú nóg komið. Var frekar snemma á ferð í Mosó, ætlaði í góða bakaríið hjá Krónunni og var í miklu kaffistuði. Nei, þar var lokað vegna rafmagnsleysis. Ég leit í kringum mig og sá enga hreyfingu, allt dautt. Meira að segja bílarnir óku löturhægt og varla var hræðu að sjá. Eftir mikla vatnsdrykkju í vinnunni í dag leitaði ég örvæntingarfullt að stað með snyrtingu ... og það var bara í KFC sem dyrnar stóðu opnar. Elskulegheitin voru svo mikil þar að mér var ekki hleypt út af staðnum aftur fyrr en ég var búin að fá kaffibolla.

Í strætóÁstkær strætóbílstjórinn gætti þess að spilla okkur farþegunum ekkert of mikið og mætti á sekúndunni XX.45 (á brottfarartíma) í Háholt og hleypti okkur inn í vagninn. Hinir bílstjórarnir mæta alltaf nokkuð fyrr á stoppistöðina, enda eru þeir minna fyrir að reyna að kenna okkur að lífið sé ekki dans á rósum, og geta þá lagt af stað á Skagann á réttum tíma. Hlini nöldraði yfir þessu fyrir hönd okkar hinna, hann skalf ekki jafnmikið og gat því talað. Við þiðnuðum aðeins á leiðinni en það er samt enn í mér hrollur. Það var svo hvasst í Mosó að ég bjóst við miklum vindhviðum á leiðinni en svo var alls ekki. Lauk bókinni Jaðiaugað í Kollafirðinum og nagaði mig í handarbökin fyrir að hafa ekki tekið aðra bók með. 

Úti í búðÉg hef mikið talað um sparsemi undanfarið við erfðaprinsinn og það að draga saman seglin í himnaríki. Tók sem dæmi lúxusmatinn hans Tomma, kjöt í sósu, ekki samt í dós. Bréfið kostar 50 kall og erfðaprinsinn lætur þetta ganga fyrir öllu, meira að segja mjólkinni út í kaffið. Við erfðaprins skruppum í Krónuna um helgina þar sem sitt af hverju gleymdist að kaupa í Einarsbúð fyrir lokun á föstudag. Það vantaði kaffi og ég teygði mig eftir Expressó frá Kaffitári. Erfðaprinsinn var sneggri í snúningum, greip gulan Braga (100 kr. ódýrari) úr hillunni, setti í körfuna og sagði: „Fyrst Tommi þarf að þjást ...“ Ja, Tommi fékk lúxuskattamat þann daginn. Fyrir flutning erfðaprins í himnaríki lifði Tommi góðu lífi á þurrmat, nú skælir hann og vælir þangað til samúðarfullur prinsinn lætur þetta eftir honum ... Ég hef áður bloggað um veiklyndi karlmanna gagnvart köttum og nefndi þar sem dæmi mág minn sem fer minnst tvisvar á dag í fiskbúðina fyrir elskuna hann Bjart sinn.

Ridge og Brooke framar, Taylor og Nick aftarNick er brjálaður vegna kossins, eða þegar Ridge notfærði sér Brooke á tískusýningunni og smellti á hana einum blautum fyrir allra augum. Nick reynir að banna henni að koma nálægt skrifstofum Forrester-veldisins ... sem er erfitt vegna þess að hún er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Ridge hagar sér eins og ástsjúkur strákur og lætur Brooke ekki í friði.  Eins og allir vita þá er Brooke trúlofuð fyrrum tengdasyni sínum, Nick, og Ridge ætlar að gera allt til að koma í veg fyrir að þau giftist. Dóttir Brooke, hún Bridget, þjáist enn yfir fyrirhuguðu brúðkaupi Feliciu og Dante, mannsins sem hún elskar. Það styttist í að Taylor (sú dökkhærða) verði meira áberandi í þáttunum ... úúúúúú!

Annars bara allt í orden í boldinu.


mbl.is Enn rafmagnslaust í Mosfellsbæ og hluta Grafarvogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kaffikonur geta sparað við sig í flestu - en alls ekki í góðu kaffi!

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott hjá þér að hugsa um sparna. Ég er ekki komin svo langt, Drekk ekki kaffi en Stjáni kaupir ekkert nema lúxuskaffi og segir að það endist vel þar sem hann er sem hann er eini kaffisvolgrandi glefsirinn á heimilinu.

Helga Magnúsdóttir, 31.3.2008 kl. 18:27

3 identicon

Úúúú Boldið spennandi takk fyrir upplýsingarnar algjört möst

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:13

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já nú verða sultarólirnar (allar) hertar þvílíkt.  Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 19:21

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á morgunn fær mitt 'ketti' djúpsteiktann skötusel.

Tek öngvann séns á þessu með eðalkaffileysið...

Steingrímur Helgason, 31.3.2008 kl. 21:06

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég er svangur eftir þennan lestur. Öngvar kökur og krásir og finn ekki sultarólina mína.

Þröstur Unnar, 31.3.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 1885
  • Frá upphafi: 1454759

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1539
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband