Færsluflokkur: Lífstíll
23.12.2007 | 11:58
Þorláksmessa ... enn einu sinni
Að það skuli vera komin Þorláksmessa enn einu sinni ... Nú er tíminn hættur að líða hægt þegar nær dregur jólum, heldur með örskotshraða. Við erfðaprinsinn ætlum í jólagjafaleiðangur til Reykjavíkur um hádegisbil og á leiðinni hefst líklega slagurinn um það hvaða útvarpsstöð verður sett á í bílnum. Best að kúga drenginn og segja honum að það komi ekki jól nema ég fái að hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1. Þær eru voða notalegt útvarpsefni, voru það líka á árunum þegar Uriah Heep voru í mesta uppáhaldinu. Vona innilega að okkur takist að vera svolítið snögg að þessu og að á meðan við Inga skellum okkur til Nönnu í jólapartíið þá geti erfðaprinsinn kysst og jólaknúsað ástkæran föður sinn. Svo bíður okkar skötuveisla á Skaganum í kvöld, hjá elsku Rögnu og Guðmundi, líklega besta fólkinu sem býr á Akranesi. Ragna átti heima á neðri hæðinni á æskuheimili mínu og það var hún sem kenndi mér að dansa jenka undir laginu Fríða litla lipurtá. Torfkofinn hristist og lýsislamparnir nötruðu þegar hún jenkaði um allt með okkur krakkana á efri hæðinni.
Ég sé ekki mjög mikinn mun á himnaríki nema ég veit að allt er orðið svo hreint. Baðvaskurinn hefur t.d. aldrei verið svona hrikalega hvítur! Gamla húshjálpin mín í fornöld tók nefnilega til, raðaði húsgögnum upp á nýtt, setti í þvottavél, skipti á rúmum, pakkaði niður einhverju af þessum fjandans bókum sem allt of mikið var til af (sagði hún) og fór með niður í kjallara ... Sakna hennar sárt. Við erfðaprins gerum allt gljáandi fínt í kvöld.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.12.2007 | 16:34
Er svona ömurlegt að vera kona?
Pólska húshjálpin er komin í himnaríki. Tengdadótturdraumurinn varð að engu þegar ég sá hana. Þetta er harðgift kona, fjögurra barna móðir og ákaflega dugnaðarleg. Hún er inni á baði núna og þrífur eins og hún fái borgað fyrir það. Ég ætla að reyna að gera eitthvað að gagni líka en hef lufsast um hóstandi og skjálfandi úr kulda á milli þess sem ég drekk C-vítamín, eins og Inga skipaði mér. Þvílíkur aumingjaskapur.
Völvuspá í fyrra: Ég sé læti í kringum Davíð Oddsson og tengi það tilraun Björns Bjarnasonar til að koma manni Davíðs inn í héraðsdóm, jafnvel syni Davíðs!
Sá á bloggi manns nokkurs áðan að það ríkir mikið misrétti í draumum. Fyrir utan að það er eingöngu gott að dreyma að maður eigi barn ef um sveinbarn er að ræða er flestum karlmönnum fyrir illu að dreyma kvenfólk ... Að dreyma karlmenn táknar hjálpsemi til handa dreymandanum.
Karlkynsíþróttamenn eru kallaðir konur af þjálfurum sínum til að niðurlægja þá. Íþróttakonur myndu fá hláturskast ef reynt yrði að kalla þær karla, það er ekki einu sinni hrós og alls ekki niðurlægjandi heldur.
Konur eru sagðar búðasjúkar (sem þykir ömurlegt), karlar hata búðaráp (sem þykir flott). Karlar eru kynóðir (sem þykir flott), konur eru frekar kynkaldar (sem þykir ömurlegt). Það virðist ansi margt vera gegnsýrt af þessu án þess að maður geri sér grein fyrir því. Sjálf er ég auðvitað kynóður búðahatari, enda flott ... en samt ekki karl. Þetta hefur orsakað algjöra tilvistarkreppu í lífi mínu.
Elsku strákarnir fá það svo sem líka óþvegið. Ef þeir kaupa sér t.d. stóran jeppa hljóta þeir að vera með lítið tippi. Mér hefur aldrei þótt það fyndin stríðni. Þeim er líka sagt að þeir séu svo takmarkaðir og geti ekki gert marga hluti í einu. Eitt er samt fyndið. Það á að vera í genunum á körlum, að vera með bíladellu, það sé miklu meira svona karlkyns. Samt er bíllinn bara 100 ára uppfinning. Þetta með bíladelluna held ég reyndar að sé risastórt samsæri þeirra á milli til að fá frekar að keyra ... líka þetta með ást okkar kvenna á búðarápi. Við trúum þessu og verslum eins og óðar (nema ég) og þeir sleppa, ormarnir. Ógisslega klárt hjá þeim. Eitt er reyndar alveg rétt hjá strákunum. Þeir eru svo miklu, miklu betri í að ryksuga en við stelpurnar ... eins og allir vita!
21.12.2007 | 00:54
Jólasveinar
Var tilkynnt seinnipartinn í dag að ég væri ekki velkomin til vinnu aftur ... fyrr en eftir áramót. Ætla að fara að drífa mig í háttinn og sofa til hádegis. Þá verður kvefið líklega farið. Síðan að skreppa í jólagjafaútkeyrslu í bæinn á morgun. Vona að allir verði heima.
Mun heimta mjólkurglas og smákökur á svona 20 stöðum.
---------- ----------- ------------ ------------ ----------
Moli dagsins: Vissuð þið að O. J. Simpson kom til greina í hlutverk Tortímandans en framleiðendum fannst hann líta út fyrir að vera aðeins of næs til að hægt væri að taka hann alvarlega sem kaldrifjaðan morðingja?
16.12.2007 | 17:45
Litla stúlkan með kveikjarakassann ...
Vildi bara leiðrétta það hér og nú að ég er ekki á tónleikaferðalagi um heiminn, eins og örugglega allir hafa haldið. Nú er ég orðin öllu meiri tenór og bassi og gæti stofnað karlakór. Undarleg óhljóð í bland við snýtingar, dæs og andvörp, sérstaklega þegar erfðaprinsinn heyrir til. Hann dekrar móður sína sem hefur setið við tölvuna með hléum í dag og skrifað ómótstæðilegar greinar. Flottu nefdroparnir frá Ameríku, þessir með cayenne-piparnum, eru orðnir hálfbitlausir, enda tveggja ára gamlir. Er að hugsa um að hringja í samstarfskonu mína sem lumar á ammrískum kveflyfjum þar sem ein tafla sameinar verkjalyf, nefdropa, hóstamixtúru og sætt knús, og biðja hana um að koma með í vinnuna á morgun. Eins og við erum ammrísk þjóð þá skil ég ekki af hverju við fáum seríos og allt slíkt en ekki svona lyf, hvaða hagsmunir ætli séu hafðir í huga í því sambandi?
Ákvað að það hlyti að vera einstaklega hollt og heilandi að fara í heitt bað. Ætlaði að láta renna en það koma bara nokkrir kaldir dropar. Með kænsku og aðstoð erfðaprinsins látum við heita vatnið renna í eldhúsinu og baðvaskinum því að það virðist hafa einhver áhrif. Gleymi alltaf að tala við húsfélagsstjórnina, æ, ég er víst í henni sjálf ... Það koma ekki jól nema hægt sé að fara í jólabað ... eins gott að þetta verði í lagi. Ef ég geng út á næsta ári (eins og spákonan sagði) þá panta ég pípara eða smið, það dugir ekkert minna.
Nú er elsku erfðaprinsinn að ryksuga niður tröppurnar frammi, niður að næstu hæð. Kubbur hvarf inn í skáp þegar ryksugan fór í gang, Tommi fylgist spenntur með. Held að drengurinn sé gott mannsefni, ekki datt mér í hug að biðja hann um þetta.
11.12.2007 | 20:47
Montblogg um frændur og skór út í glugga ...
Elsku litlu Úlfur og Ísak voru í Kastljósi í kvöld. Svo broshýrir og fallegir. Mikið er ég montin af þeim. Reyndar vissi ég ekki fyrr en hálftíma fyrir Kastljós að þetta yrði sýnt í kvöld. Vonandi að tannréttinga- og talþjálfunarmálin verði komin á hreint þegar kemur að því að þeir þurfi slíkt. Þeir verða ársgamlir núna 19. desember, jólastrákarnir hennar frænku sinnar! Þeir hitta mig svo miklu sjaldnar en Hildu en finnst við greinilega líkar (eins og mörgum) því að ég fæ alltaf risastórt og svolítið undrandi frænkubros frá þeim. Ég er búin að kaupa jólagjafirnar handa þeim en ætla ekki að segja hvað það er. Miðað við hvað mamma segir um þá, að þeir séu undrabörn, hætti ég ekki á að þeir nái að lesa það hér á frænkublogginu. Doddi afi tók myndina til hægri.
Ég benti erfðaprinsinum á að í kvöld settu öll góðu börnin skóinn sinn út í glugga. Hann þóttist ekkert skilja, þannig að ég endurtók þetta og talaði hægar og skýrar, var líka komin með hættulega glampann í augun. Þá hunskaðist hann til að sækja annan strigaskóinn sinn og skellti honum út í stofuglugga. Ég ætla að halda mér vakandi og grípa sveinka glóðvolgan. Mig hefur alltaf langað til að sjá hvernig þeir fara að þessu en aldrei getað haldið mér vakandi. Best að kveikja á kaffivélinni, er farin að geispa.
Það er aðeins þrennt í stöðunni ef barnið mitt fær ekkert í skóinn:
1. Jólasveinninn gefur ekki 27 ára strákum í skóinn.
2. Erfðaprinsinn hefur ekki verið nógu þægur.
3. Jólasveinninn vill ekki láta standa sig að verki.
10.12.2007 | 23:35
Særok, grjótfok og 62 m/sek í hviðum undir Hafnarfjalli
Verð að viðurkenna að ég er hálfveðurhrædd í himnaríki núna. Að vísu sit ég í augnablikinu í vesturhelmingi penthássins eins og erfðaprinsinn kallar það og hér heyrist ekki mikið þótt rúðan sveigist á ógnvekjandi hátt. Inni í stofu, í austurhlutanum, heyrist varla mannsins mál. Svona er að búa við Atlantshafið. Ekkert hús sem skýlir. Svo á veðrið að ná hámarki um tvöleytið í nótt. Mér heyrist þakið ekkert vera að rifna af eins og hefur verið að gerast í Hafnarfirði og er þakklát fyrir það. Höfnin er vel upplýst og sést að mikið særok frussast yfir hana. Það segir mér að það sé grjótfok í Kollafirði. Vildi að það væri bjart úti. Vona að það verði ekki rafmagnslaust! Ég lýsi hér með frati á norsku veðursíðuna mína, þessa fyrrum uppáhalds. Hún spáði vondu veðri á fimmtudaginn en í dag átti að vera prýðisveður, minnir mig. Hefnigjarnir Norðmenn.
Horfði á seinni fréttir RÚV í seinkaðri dagskrá og þar sagði Elín Hirst að varhugavert væri að aka undir Hafnarfjalli núna, þar væru yfir 30 m/sek. Við trúðum þessu ekki og kíktum á vef Vegagerðarinnar. Þar sást að hviðurnar fóru upp í 64 m/sek! Það hefði nú alveg mátt fylgja fréttinni! http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/vesturland/linurit/st012.html
Annars er ég alveg að verða búin með Harry Potter og dauðadjásnin, hef náð að lesa hana mér til mikillar gleði þótt ég hafi lesið aðrar með. Gerði tilraun til að horfa á Heroes í kvöld ... en er búin að fá hundleið á þessum þáttum. Alltaf þarf að teygja lopann þegar eitthvað nær vinsældum. Þess vegna nenni ég ekki heldur að horfa á Prison Break nema rétt með öðru auganu, stundum. Mun takast að klára Potter á eftir og þá fær Jenný meil á morgun. Lofaði að segja henni endinn.
8.12.2007 | 17:49
Merkir jafnaldrar og geimskip yfir Reykjavík?
Ég á nokkra mjög merkilega jafnaldra eins og Madonnu, Michael Jacson, Valdísi Gunnarsdóttur og Björn Thoroddsen. Svo var ég að fatta að enginn annar en Osama bin Laden er jafngamall mér. Ekki er rangt að álykta að hann liti jafnunglega út og við hin ef hann rakaði af sér þetta karlalega skegg.
Stórt, ljósum prýtt geimskip vomir yfir Reykjavík í þessum skrifuðum orðum. Erfðaprinsinn dirfðist að reyna að halda því fram að þetta væri skíðasvæði Reykvíkinga! Skíðasvæði halla sér ekki svona ógnandi yfir borgir. Ég nötra af hræðslu hérna í himnaríki og er að hugsa um að detta ofan í Harry Potter og gleyma mér í leisígörl með teppi yfir mér. Kannski eins gott að ég fór ekki í jólahlaðborðið með vinnufélögum nú í kvöld.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2007 | 20:47
Veðurleynd á Íslandi?
Veðurblogg eru bestu bloggin, með fullri virðingu fyrir öðrum bloggum. Samkvæmt uppáhaldsveðursíðunni minni, erlendri að sjálfsögðu, verður veðrið svona á Akranesi á næstunni:
Föstudagur 7. des: Hálfskýjað, SSA 5,4 m/sek, 1°C,
Laugardagur 8. des: Léttskýjað, A 5,1 m/sek, 0°C.
Sunnudagur 9. des: Sól, ANA 3,3 m/sek, -2°C.
Mánudagur 10. des: Skýjað, ASA 8,1 m/sek, -2°C.
Þriðjudagur 11. des: Rigning, SA 6,8 m/sek, 4°C.
Miðvikudagur 12. des: Rigning, ASA 6,6 m/sek, 1°C.
Fimmtudagur 13. des: Grenjandi rigning, VSV 15,2 m/sek, 3°C,
Föstudagur 14. des: Rigning, ASA 16,2 m/sek, 5°C.
Laugardagur 15. des: Léttskýjað, S 9,9 m/sek, 4°C.
Svona eiga veðurspár að vera. Það segir mér lítið ef talað er um að lægð sé á leiðinni. Ég vil vita upp á hár hversu sterkur vindurinn verður og hvaðan hann blæs. Það er upp á öldurnar að gera. Undir næstu helgi kemur afar spennandi veður, rok og rigning. Mikið er ég glöð yfir því að búa á Íslandi þar sem veðrið er svo fjölbreytilegt. Nú verður gaman að sjá hvort þetta rætist. Skil ekki hvers vegna ekki eru til almennilegar veðursíður á Íslandi. Hvort sem spár rætast fullkomnlega eða ekki er samt mjög gaman að sjá hvaða líkur eru á hvernig veðri eftir t.d. viku. Ég er þegar búin að panta mér hótelherbergi í Reykjavík á fimmtudaginn og afboða eitt blint stefnumót á Skrúðgarðinum hér á Skaganum.
6.12.2007 | 17:05
Lærum að telja ...
Mikið skemmti ég mér konunglega yfir jólasögunum og gjafadæmunum í kommentahorninu með síðustu færslu. Ástarþakkir fyrir það. Einn bloggvinurinn var svo sætur að setja hlekk á gamla jólagjafaumræðu frá Barnalandi og það var fyndin lesning. Upplitið á mér hefði verið skrýtið ef ég hefði fengið bókina Lærum að telja þegar ég var 14 ára, eins og ein konan af Barnalandi.
Sjö ára barnabarn fékk pítsuskera frá afa og önnur 24 ára fékk Matreiðslubók Latabæjar frá ömmu sinni. Í einum pakkanum frá afa/ömmu leyndust plöturnar Pottþétt 4 og Gylfi Ægisson handa 24 ára konu og ein 15 ára fékk teiknimyndina um Gosa. Þetta er allt mjög sætt en það sem var skrýtið var að ein konan fékk frá afa og ömmu hálftómt ilmvatnsglas og stakan strigaskó. Einhver önnur fékk frá afa sínum happaþrennur sem búið var að skafa af og enginn vinningur leyndist þar.
Fékk far með Ástu báðar leiðir í dag og hún dró mig í Skrúðgarðinn við heimkomu seinnipartinn. Það bjargaði deginum, þessum hrikalega annasama degi, að fá súkkulaðiköku og kaffi ... og smá dass af Tomma-stríðni frá Rut og Maríu. Talandi um strætóbílstjóra ... Heimir var staddur í skrúðgarðinum, mjög prúðbúinn og sætur á leið í jólahlaðborð með samstarfsfólkinu á barnum í bænum.
Hangikjöt var í matinn í hádeginu, mjög hátíðlegt, meira að segja laufabrauð líka. Ég keypti malt með en klikkaði á því að setjast hjá einhverjum sem hafði keypt sér appelsín.
Svo er það bara klikkað djamm annað kvöld, Lionssleepstonight-"fundur" með Míu systur. Held að ég fái far með Ingu heim úr bænum og ætti þá að komast í tæka tíð. Best að fara að gera djammfötin klár.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.12.2007 | 13:39
Besta eða versta jólagjöfin?
Sit hér og vinn, hálfmáttlaus eftir allar játningarnar í gær. Þetta var samt bara rétt byrjunin ... Bæjarstjórnin hringdi og tjáði mér að það væru engir stöðumælar á Akranesi og þess vegna gæti dóttir mín ekki verið stöðumælavörður hér. Þetta er svo rangt. Árangur hennar í starfi hefur verið mikill, einmitt í ljósi þess að hér eru engir stöðumælar.
Ég er að vinna grein og gæti þurft hjálp ykkar við hana. Hver er versta jólagjöfin sem þú gætir hugsanlega fengið, en sú besta? Stjörnumerkið þarf að fylgja með líka. Þetta er bara til gamans gert ... en samt í fullri alvöru. Hjálp, einhver? Þar sem ég er heima get ég ekki hlaupið á milli samstarfsmanna minna. Prófaði að spyrja erfðaprinsinn, Hrútinn huggulega, hver væri mögulega versta gjöfin sem hann gæti fengið. Hann svaraði án umhugsunar: Lúffur.
Þetta á sér vissulega sögu. Þegar hann var lítill varð hann fyrir vonbrigðum með jólagjafirnar sínar ein jólin. Væntingarnar voru svo miklar ... og svo fékk hann bara bók frá ömmu og afa, nærföt frá einhverjum, ljóta peysu, ... og alls kyns svona mjúka pakka. Sem ábyrgur uppalandi sagði ég þegar við komum heim að enginn væri skyldugur til að gefa honum jólagjafir, við gætum bara skilað þeim. Hann var orðinn ánægðari með gjafirnar þá og sagði að þess þyrfti ekki. Ég talaði um þetta við vinkonu mína sagði mér að ungur frændi hennar hafi bara fengið lúffur í jólagjöf, í alvöru, næstum bara lúffur leyndust pökkum hans. Stráksi brosti við hverja gjöf og sagði glaður: Vá, lúffur, en æðislegt, mörgum sinnum þetta aðfangadagskvöld. Ég sagði erfðaprinsinum þetta og síðan hefur þetta verið ættarbrandari. Hann fékk lúffur tveimur árum seinna, brosti blítt og sagði: Vá, lúffur, en æðislegt! og meinti það en við hlógum samt eins og vitleysingar.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 24
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 719
- Frá upphafi: 1524917
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 615
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni