Hneyksli en lán í óláni fyrir SDG

Himnaríki IIÉg horfði reyndar á nokkra Clarice-þætti í gærkvöldi, eða þangað til í féll í ómegin af syfju. Auðvitað reyndist geðilli FBI-yfirmaðurinn ágætur þegar á reyndi. Hollywood er ekki algjör bjáni. Ekki bestu þættir í heimi en ágætt afþreyingargildi.

 

Í morgun klukkan átta leið mér eins og ég væri útsofin en það gat ekki passað. Átta tíma svefni yrði náð klukkan tíu, ekki sekúndu fyrr - svo ég hamaðist við að reyna að sofna aftur sem tókst fyrir rest. Ég horfði í kringum mig, ansans! Parketið orðið ársgamalt og eflaust farið að láta á sjá, grunar mig, alla vega þarf að ryksuga, eldhús og bað eitthvað svipað ... Ekki séns að líði 20-30 ár aftur áður en Himnaríki verður tekið aftur í gegn. Ég er vissulega búin að dæla í mig vítamínum, núna eftir að Fasti hætti í framleiðslu og það nýjasta, fjölvítamínsprey virðist virka hratt og vel. Mér sýnist þó að miðað við myndina þurfi ég að leggja undir mig restina af blokkinni og fara svo í breytingarnar. En útsýnið er það sama.

 

Ég var komin í virkilega ljót mál með bókasafnsbók í nokkurra daga vanskilum og búin að fá áminningu, ég var orðin talsvert óróleg þegar drengurinn tilkynnti um fimmleytið: 

Ég er að hugsa um að skreppa aðeins í bókabúðina.

 

 

Í fornbókabúðVið hlið bókabúðar er bókasafn, hinum megin við hana er Lindex, fyrst ég er farin að lýsa staðháttum, þá Krónan, svo Subway, Apótekarinn, raftækjabúð, banki og tónlistarskóli, mögulega snyrtistofa þarna á milli einhvers staðar - og við erum bara að tala um fremur litla L-laga byggingu. Hinum megin við götuna: Galito-matsölustaður, Útgerðin bar, Samfylkingin kosningakaffi, snyrtistofa, bæjarskrifstofur (þær gætu hafa flutt samt nýlega), Landmælingar, hönnunarbúð, tískubúð, Vinnumálastofnun, bara allt sem maður þarf nema Rúmfatalagerinn (eða Ikea) og KFC (fyrir drenginn). Nú vitið þið næstum allt um Akranes. Ég á eftir að minnast á Einarsbúð, Nínu og Grjótið sem eru kannski ekki alveg í einni klessu, en ekki langt á milli.

   

Ohh, ertu til í að skila fyrir mig einni bókasafnsbók?“ spurði ég lymskulega, vitandi að barngóða fólkið í bókasafninu myndi aldrei refsa honum með því að láta hann binda inn bækur, drekka ógeðsdrykk, þurrka af, raða ástarsögum í starwars-röð fyrst og svo eftir höfundum eða þaðan af verra, eins og hinum fullorðnu ef þeir gleyma að skila bók. Þeir sem hafa lesið Bókasafnslögguna eftir Stephen King vita hvað ég meina.

 

Brauðterta í eigin afmæliÓ, drengurinn kominn heim, búið að loka bókasafninu, sagði hann, venjulega opið til sex. Þannig að ég slepp ekki við svipugöngin.   

 

Ég VISSI að það kæmi upp ljótt hneyksli í aðdraganda kosninganna, það gerist alltaf, en í dag uppgötvaðist stuldur Sigmundar Davíðs á brauðtertuuppskrift Nönnu Rögnvaldar.

 

 

Kannski lán í óláni fyrir SDG, fínt að þetta kom upp núna, hefði verið hrikalegt ef hann hefði verið orðinn forsætisráðherra og þurft að segja af sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Að hugsa sér!  

SGD notaði líka salt án þess að geta þess hver fann það upp.

Já, - það eru stóru málin sem rata í fjölmiðlana.

Benedikt V. Warén, 24.9.2021 kl. 11:15

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sorry.  SDG... cool

Benedikt V. Warén, 24.9.2021 kl. 11:17

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, segðu. 

Guðríður Haraldsdóttir, 24.9.2021 kl. 11:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir nafnið er Miðflokkurinn lengst til hægri á Alþingi og ríður nú ekki feitum (grað)hesti frá öllu orkupakkakjaftæði flokksins og annarra aftaníossa Hádegismóra. cool

Og eins og fyrri daginn halda mörlenskir öfgahægrikarlar að þeir vinni kosningar með stóryrðum og fúkyrðum, graðgandi í sig súrsaða selshreifa. cool

kép.png

Þorsteinn Briem, 24.9.2021 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1573
  • Frá upphafi: 1453732

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1308
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband