Mótokross á Langasandi, bold og margt fleira

Mótokross á LangasandiNú er komin útskýring á fánunum á hlaðinu. Á sandinum stendur yfir mótokross! Dásamlegar drunur fylla himnaríki, þýðandi og þulur með gjallarhorn eykur enn frekar á stemmninguna. Vildi að fólkið hefði fengið betra veður. Enginn gluggi snýr í vestur en frá suðurglugganum sé ég yfir sandinn og í austur yfir íþróttavöllinn. Í norðurátt sést svo yfir húsþök sem getur verið spennandi, eða væri það ef sótarastéttin væri ekki útdauð. Held að þessi íbúð sé sérsniðin fyrir mig.

Þegar við erfðaprins skutumst út um hádegisbil var Tommi á biluðum strætó á Garðabraut, stoppistöðinni minni, kúplingin farin. Ekki nema korter í næstu ferð til Reykjavíkur. Fannst frábært að vera fyrst með þessar fréttir á Skrúðgarðinum þar sem nokkur fjöldi fólks beið eftir strætó í bæinn. Það varð ekki mikil seinkun og Tommi fékk Séðogheyrtið mitt til að lesa á leiðinni ... ja, eða í síestunni, sem er líklegra. Margir spurðu eftir súpu í Skrúðgarðinum en á laugardögum verður fólk að sætta sig við kaffi og brauð eða kökur, okkur tókst það léttilega!

Við skruppum í Eymundson og prófuðum kaffið þar á litlu og sætu kaffihúsi. Ung og falleg kona sem vinnur á símadeildinni kom til okkar og spurði mig hvort erfðaprinsinn væri fæddur í kringum miðjan apríl 1980. Jú, það var rétt. Þá lá þessi kona með mér á fæðingardeildinni á Skaganum fyrir 27 árum og sonur hennar er degi yngri en erfðaprinsinn. Hún er að verða tvöföld amma af hans völdum og ég horfði ásakandi á son minn. Mér fannst margar ungar stúlkur líta son minn hýru auga í dag, kannski þarf ég ekki að bíða allt of lengi. Ég lofa að verða góð tengdamamma og einstök amma, pant fá að passa oft!

MótokrossNú eru jólin búin og stutt í gamlárskvöld. Brooke er að tala við geðþekka geðlækninn, Taylor, um ást sína og tengdasonarins Nicks, ástina sem var svo powerful. Á meðan spjalla mæðgurnar, Stefanía og Felicia, saman og ná að tengjast vel.
„Styrkur Nicks og ást, snart mig meira en nokkur líkamleg ást,“ heldur Brooke áfram. Verst að Taylor er komin með leið á Ridge, annars myndi henni létta við að vera laus við Brooke sem keppinaut um Ridge. Slökkviliðsmaðurinn Hector reynir enn við Taylor en hún ætlar að reyna að láta hjónabandið ganga. Nick og Bridget skoða barnaherbergisinnréttingar ... fyrir Dominic litla, þau ætla greinilega að taka hann að sér þar sem Felicia á ekki langt eftir. Úps, nú prílar Bridget upp á stól ... og ... DETTUR. Nick kemur hlaupandi, Bridget fer á sjúkrahús og beint í aðgerð. Æ, dúllan. Mögnuð gjafaveisla (Baby Shower) er fyrirhuguð fyrir Bridget og Nick, Jackie og Massimo, fyrrum hjón og foreldrar Nicks, hlakka mikið til að fá barnabarnið í heiminn. Ef þau bara vissu ... Læknirinn segir reyndar: Það verður allt í lagi með barnið. Í sónarnum heyrist enginn hjartsláttur.
Í þætti á SkjáEinum var Baby Shower þýtt sem barnasturta þótt það væri gjörsamlega út úr kú miðað við samtalið sem þar átti sér stað.

P.s. Sjúkrabíll var niðri á sandi áðan, vona að viðkomandi hafi ekki slasast mikið.

P.s. Valur var að skora mark, til hamingju!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Akranesstrætó er að verða dramatískari en Boldið ! Hefur einhver meðganga eða fæðing gengið eðlilega í Boldinu ? Ég man ekki eftir því .

ps ég er ekki stalker, ég er í vinnunni og hef ekkert að gera annað en að kommenta út og suður

Ragnheiður , 29.9.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú ert sko enginn stalker ... alltaf notalegt að fá komment frá þér, elskan.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.9.2007 kl. 15:05

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Já, heyri drunurnar í þeim, hér á vinnustað. Voga mér ekki þarna niður á sand núna, þetta eru umhverfisspjöll og ættu með réttu að fara í umhverismötunravélina. Ne segi sona. Skagagellurnar eru hættulegar, það er altalað, en slepptu stráknum bara lausum hann lærir á því.

Bold, no comment.

Hvað er stalker

Þröstur Unnar, 29.9.2007 kl. 15:42

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Langisandur er náttúrlega ónýtur í augnablikinu ... en eftir næsta flóð sjást enginn ummerki, þarna kjánaprik! Ég hef sleppt stráknum lausum en hann er ekkert í trúlofunargírnum, frekar en mammasín! Stalker er sá sem situr um aðra manneskju og fylgist með henni, ónáðar og svona. Þess vegna flutti ég frá Reykjavík, nágrannar mínir höfðu ekki við að setja aðdáendur mína í nálgunarbann! (djók)

Guðríður Haraldsdóttir, 29.9.2007 kl. 15:53

5 identicon

Ætlarðu að segja mér að þú hafir ekki labbað niður eftir til að horfa á ?????? Þú kunnir nú að hjóla í gamla daga ef ég man rétt !! Kv Helgi S. (mótorhjólaeigandi og áhugamaður)

Helgi Schiöth (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 15:57

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég var alltaf á leiðinni en þar sem ég sat í stúku og sá allt mjög vel, betur en þeir sem sátu inni í bílnum sínum við sandinn ... og þá gat ég fylgst með Landsbankadeildinni, lokaumferðinni ... algjörir dúndurleikir! Þetta var góður dagur!

Helgi minn Schiöth, ég hef sko fylgst með þér í gegnum tíðina og haldið með þér, rosalega hreykin sem gamla barnapían þín. Get vottað um að þú varst skemmtilegur og góður krakki! Þetta voru frábær tvö sumur í Hólshúsum. Bið að heilsa öllum!!! 

Guðríður Haraldsdóttir, 29.9.2007 kl. 16:09

7 identicon

Takk takk hilsen til bage !!

Helgi Schiöth (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 19:30

8 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Það sem var svo flott veður hjá þér í fyrra en þú bætir okkur það bara upp að ári

Ef þér langar að rifja upp gamla hjóla takta þá má koma því í kring, bara að nefna það.

Dóri, blautur og hrakinn eftir Langasand

FLÓTTAMAÐURINN, 30.9.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 65
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1944
  • Frá upphafi: 1454818

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1576
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband