Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.1.2008 | 08:27
Hviður á Kjalarnesi ... þessum líka lognpolli
Færðin var virkilega fín í morgun þótt nokkur vindur væri á Kjalarnesi ... afar óvenjulegt að blakti þar strá og þetta olli okkur bæði, skelfingu, ótta og hræðslu. Ásta var frekar snemma á ferðinni í morgun, svona 4 mínútum fyrr en vanalega, því að hún bjóst við leiðindafærð. Svo reyndist enginn vetur á leiðinni, ja, ekki fyrr en við komum upp í Hálsaskóg (Hálsahverfi, Árbæ) og við lentum meira að segja í drögum að skafrenningi þegar við ókum niður götuna þarna hjá vínbúðinni Heiðrúnu glúgg, glúgg. Vindhviða feykti snjókornum yfir bílinn en við hlógum bara af eintómum kúlheitum. Lífsreyndar, óttalausar konur.
Ég þamba alltaf Aloa Vera-safann á fastandi maga (þennan í hvíta og rauða brúsanum) og líður voða vel af honum. Held að ég sé ekki ímyndunarveik ... en mér finnst orðið auðveldara að vakna á morgnana. Miðað við það sem Jens Guð segir, að þetta sé stútfullt af vítamínum, þá er það ekki svo fráleitt.
Við ókum fram úr Tomma í Kollafirðinum og ég horfði að vanda með fyrirlitningu á vagninn, þessa strætólúsera sem taka almenningsfarartæki ... hnusss, það er munur en við Ásta, múahahahahha! Nei, djók, ég horfði ástar- og saknaðaraugum á Tommabíl. Nú fer Ásta brátt í vetrarfrí og þá rifja ég upp spennandi ferðir með vagninum, labbið upp Súkkulaðibrekkuna og önnur ævintýri. Það er gaman hjá okkur Ástu á morgnana en aðeins minna um villt ævintýri.
Ásta setti dynjandi "danstónlist" á, svona tónlist sem unglingarnir hlusta á. Hún leyfði mér að hlusta í nokkrar sekúndur og sagði svo að sér fyndist þetta frekar leiðinleg tónlist. Ég tók undir og samþykkti að þetta væri viðbjóður. Ég hef hingað til sagt slíkt um kántrí en ég er búin að breyta og svona danstónlist er komin í fyrsta sæti í viðbjóði. Sonur Ástu er í æfingaakstri og tekur alveg yfir bílinn þegar ökutímarnir fara fram, m.a. með svona tónlistarofbeldi ... en Ásta kvartar ekki. Ókei, einu sinni fannst mér rapp leiðinlegt og það var ekki fyrr en Coolio rauf rappmúrinn hjá mér með Gangsta´s Paradise sem ég áttaði mig á því hversu dásamlegt tónlist það væri. Tóndæmi: http://youtube.com/watch?v=N6voHeEa3ig
13.1.2008 | 17:11
Sjónvarp, spákonur og sjóferðir ...
Senn rennur upp skemmtilegasta sjónvarpskvöld vikunnar ... Glæpurinn, Pressa og lokaþáttur lögfræðidramans. Möguleikar seinkaðrar dagskrár verða nýttir til fullnustu þar sem um tvær stöðvar er að ræða. Þori ekki einu sinni að athuga hvað er á SkjáEinum. Í gærkvöldi hlógum við erfðaprins yfir 50 First Dates í örugglega 50. skiptið en þetta er voða sæt og skemmtileg mynd. Langaði líka að horfa á Draumagildru Stephens King í þriðja sinn en syfjan bara mig ofurliði, well, það er reyndar ekkert voða langt síðan ég sá hana og bókina las ég líka þegar hún kom út. RÚV hafði algjörlega vinninginn þetta laugardagskvöldið í kvikmyndavalinu.
Maturinn hjá Míu bragðaðist stórkostlega í gærkvöldi og ég dó ekki þótt sonur hennar, björgunarsveitarmaðurinn, hafi sett dass af hnetuolíu yfir salatið. Ég hata hnetur. Hann hefur kannski vonast til þess að geta bjargað frænku sem heldur því fram að hún hafi ofnæmi.
Ekki finnst mér töframannaþátturinn á Stöð 2 skemmtilegur, finnst lítið til alls slíks koma síðan ég heillaðist af Skara skrípó-sjóinu í Loftkastalanum um árið. Þátturinn rúllar í endursýningu núna og ýmsir falla í trans á dramatískan hátt til að sanna mál sitt ... sem minnir mig á ....
Í kaffiboðinu í gær spjölluðum við kerlur aðeins um spákonur, höfðum bæði blekkinga- og furðusögur að segja. Ein fór til spákonu fyrir mörgum, mörgum árum og kunningjakona hennar líka. Dætur þeirra voru þá í menntaskóla. Well, spákonan sagði báðum mæðrunum að þær ættu að ráðleggja stelpunum að hætta í skóla, þær fyndu svo miklu meiri hamingju á almennum vinnumarkaði! Ekki datt mæðrunum í hug að taka mark á þessu, sem betur fer. Báðar eru stúlkurnar langskólagengnar í dag og víst alveg ágætlega hamingjusamar þrátt fyrir það. Önnur þeirra þjáðist reyndar af tímabundnum námsleiða akkúrat á þessum tíma ... og hefði kannski hætt í skóla ef mamma hennar hefði farið að ráðum spákonunnar og hvatt hana til þess. Urrrrrr! Það er mikill ábyrgðarhluti að gefa sig út fyrir að spá fyrir fólki!
Mér fannst voða gaman að fara til spákvenna í gamla daga en minnist þess nú ekki að þær hafi ráðlagt mér svona afgerandi hluti. Þær töluðu frekar um hávaxna, dökkhærða menn og sjóferðir, eitthvað slíkt sem rómantískt ungmeyjarhjartað þráði að heyra. Með hækkandi aldri og minnkandi séns finnst mér ekki taka því að fara til spákonu ... bara til að heyra að að ég rugli saman reytunum við indælan mann, sem var einu sinni hávaxinn og dökkhærður og að við förum í siglingu á skemmtiferðarskipi um Karíbahafið. Eins og lífið sé bara karlar og sjóferðir.
13.1.2008 | 14:13
Langsóttur brandari og leiftur úr boldi síðustu viku
Sofnaði bjánalega snemma í gærkvöldi og uppskar enn hallærislegri fótaferðatíma. Líklega verð ég að horfast í augu við að það gengur ekki nógu vel að vera B-manneskja um helgar, eins og ég hef reynt. Ég veit aldrei hvað ég á af mér að gera svona árla morguns, eða 10. Latte og spennubók komu þó sterkt inn.
Mig langar að leiðrétta ákveðinn brandara sem kom fram í Útsvari og var svo langsóttur að það skildi hann enginn nema ég. Dúa dásamlega leyfir bloggvinum sínum nú ekki að gera sig að fíflum þegjandi og hljóðalaust og sagði það sem allir hugsa ...
Þegar spurt var um Gleypni vissi ég ekki svarið, það var alla vega vel geymt inni í afkimum heilans. Máni hvíslaði að okkur að hann héldi að þetta væri Glitnir (eða það heyrðist mér). Ég kannaðist alls ekki við neinn Glitni og hugsaði með mér að það væri bjánalegt að láta virðulegan banka bera nafn fjöturs (skiljanlegra með bílalánsfyrirtæki). Svo kom Vífill símavinur í símann og sagði hátt og skýrt: Gleypnir! Aha, hugsaði ég ... alveg rétt, mundi þá eftir þessu þótt ég hefði ekki getað unnið mér það til lífs að gera það fyrr! Jamm, maður skyldi aldrei reyna að fara í brandarakeppni við alvörufyndið fólk (eins og Ragnhildi). Tek það fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi brandara sem enginn skilur, ég reyni jafnvel af alefli að útskýra þá þegar fólk starir hissa á mig ... en án árangurs. Vildi sem sagt að þetta kæmi fram, ég vissi ekki svarið ... en er ekki heyrnarlaus!
Heilmargt hefur gerst hjá þeim bólgnu og bráðfallegu. Ungi læknirinn hennar Feliciu er bróðir Hectors, brunakarlsins hennar Taylor! Læknirinn mætir með Hector í grillpartí og hittir Forrester-fólkið. Bróðir hans spyr spurninga um dularfulla sjúkling læknisins og það fyrir framan fólkið sem syrgir Feliciu og veit ekki sannleikann. Sannarlega æsandi fyrir sjónvarpsáhorfendur sem vita allt um málið. Bridget, alveg að springa úr hamingju, sækir Dino litla (minnir að hann sé kallaður það núna) og hefur nokkur orð um hvað hún sé hamingjusöm með þetta barn. Þegar hún kemur með orminn sér læknirinn sér til mikillar skelfingar að þetta er Dominic, barnið sem sat við sjúkrabeð móður sinnar og varð til þess að lífsviljinn kviknaði hjá mömmunni sem lá í kóma. Jamm, fólk deyr greinlega bara úr skorti á lífsvilja. Hann drífur sig á brott, alveg í sjokki, og fer að sjúkrabeði Feliciu. Hann segir Stefaníu (mömmu Feliciu) frá þessu og að það sé rangt að segja ættingjunum ekki að hún sé enn á lífi (hún lifnaði við í sjúkrabílnum). Að þessu sinni telur læknirinn rétt að tala, áður sagði hann Stebbu að það borgaði sig ekki að segja neitt. Stefanía heldur að það borgi sig ekki að segja neitt strax til að láta fólkið ekki ganga í gegnum sorgina oll óver agen ... ef hún deyr sko.
Ridge er brjálaður út í Nick, hálfbróður sinn, og hefur fengið föður þeirra beggja, Massimo, í lið með sér. Massimo finnst að Brooke eigi að vera gift Ridge, þar sem þau eiga RJ litla saman, og heldur með eldri syninum sem hann vissi reyndar ekki af fyrstu c.a. 48 ár Ridge. Jamm, Ridge er fæddur 1952, alla vega leikarinn. Nú eru Nick og Brooke stödd á eyju, fóru á skútunni og tóku Hope litlu og RJ litla með. Ég fór að slefa úr leiðindum þegar Nick sýndi hvað hann er ofboðslega góður maður með því að syngja og spila á gítar fyrir börnin, það var skelfilegt, hræðilegt ... Eitt verð ég að segja. Hann Dominic litli horfir stundum í myndavélina, brosir út í loftið og þýðist illa meinta foreldra sína og ættingja. Það hlýtur að vera hægt að finna annað átta mánaða gamalt barn sem leikur betur.
Svo missti ég af boldinu á föstudaginn vegna anna, sorrí. Held þó að ekkert markvert hafi gerst sem ekki er hægt að vinna upp í komandi viku.
12.1.2008 | 19:29
Samkvæmishversdagurinn ...
Hversdagslífið hefði átt að hefjast í dag og hver dagur átt að vera öðrum líkur fram að næstu stórhátíð (bolludegi) en sú var sannarlega ekki raunin. Var boðið í þetta líka góða kaffiboð hjá Eddu bloggvinkonu á Skaganum og kynntist í leiðinni tveimur vinkonum hennar. Skemmtilegur eftirmiðdagur. Ásta hringdi í gemsann minn og skildi ekkert hvar ég var, enginn svaraði dyrabjöllunni þegar hún ætlaði að koma í heimsókn. Spæling ... en þetta er ein ástæðan fyrir því að ég bið fólk að gera boð á undan sér. Finnst alltaf leiðinlegt þegar einhver fer fýluferð til mín. Æ, hún var bara heppin að ég var ekki heima. Smá drasl og nákvæmlega ekkert til með kaffinu ...
Ekki nóg með fína kaffiboðið, heldur bauð Mía systir okkur erfðaprinsi í kvöldmat, nautasteik og fínirí! Mæting hálfátta. Hér á Skaga eru vegalengdirnar þannig að það nægir að leggja af stað fimm mínútum fyrr.
11.1.2008 | 23:49
Gul blússa, blátt örlagaarmband og lögguljós í stíl ...
Ég vil þakka móður minni og bláa armbandinu mínu sem týndist sigurinn í kvöld. Mamma ákvað nefnilega að mæta aftur í sjónvarpssal í gulu blússunni sem færði okkur sigur yfir Hafnfirðingum í lok nóvember sl.. Bláa, flotta armbandið mitt úr Nínu, sem ég ætlaði að vera með í fyrri þættinum, varð eftir í vinnunni þá og fannst í fyrradag ... ofan í ofninum fyrir aftan skrifborðið mitt. Tók það með í dag á Pítuna þar sem ég borðaði fisk til að efla gáfurnar og ætlaði að biðja Ingu að festa það á mig. Það gleymdist og þegar þrjár mínútur voru í útsendingu minnti ég Ingu á það en hún hélt á töskunni minni úti í sal. Hún gramsaði eftir armbandinu í 40 mínútur (Mary Poppins-taska með lampa, hóstasaft o.fl.) án árangurs. Það fannst eftir þáttinn í kápuvasa mínum, þetta er sannkallað armband örlaganna, veldur sigri ef það er ekki notað. Ég ætla því ekki að bera það í næsta þætti, bara á Bessastöðum, og mamma mun mæta í gulu blússunni.
Þegar við erfðaprinsinn þeystum út úr Hvalfjarðargöngunum mættum við lögreglubíl sem var að koma eins og frá Borgarnesi ... og svo sáum við annan löggubíl í hringtorginu. Verðum við böstuð núna? hugsaði ég og æsispennandi ævi mín rifjaðist upp fyrir mér í nokkrum skipulögðum leiftrum sem gerðu ekkert nema auka á spennuna. MJÖG svo huggulegur lögreglumaður lýsti á okkur með vasaljósinu, skoðaði ökuskírteini ökumannsins og lét hann blása í áfengis- eða dópmæli. Ég gat ekki annað en óttast að íbúfenið kæmi fram ... sem hann tók við tannverk fyrr í kvöld, eða adrenalínið í mér smitaðist út í mælinn, en sjúkkitt, við sluppum. Ég hélt alltaf að löggur væru valdar inn í Lögguskólann eftir útlitinu og nú veit ég það! Loksins lenti ég í alvöruævintýri á þjóðveginum.
Mikið var þetta skemmtilegt kvöld. Vér Skagamenn vissum sem var að það væru fiftí-fiftí möguleikar á sigri og auðvitað hjálpaði heilan helling að Ísfirðingar fengu svínslegar spurningar, elsku dúllurnar. Bjarni Ármanns ÓliverTwistaði Hekluspurningarnar á snilldarmáta og Máni var líka með ansi margt á hreinu. Einhver þarf að vera til skrauts í hverju liði og þar brilleraði ég gjörsamlega. Ísfirska liðið var einstaklega skemmtilegt ... það veltust allir úr hlátri yfir Ragnhildi þegar hún tók beiskjuna á ræðaraspurninguna viðurstyggilegu. Mikið var gaman að hitta loks dætur hennar eftir að hafa kynnst þeim í gegnum blogg Ragnhildar. Jamm, þetta var góður dagur. Svo er það bara Taggart á RÚV plús eftir augnablik. Leyfi að vanda nokkrum stórkostlegum myndum af vettvangi að fljóta með!
P.s. Var að rekast á færslu í gestabókinni minni. Hundi stolið ... endilega kíkið á færsluna hjá Kolgrími, hlekkur hér að neðan með myndum og upplýsingum, og hjálpið honum og stráknum hans við að finna elsku hundinn. Það er skelfilegt að týna gæludýrunum sínum.
http://kolgrimur.blog.is/blog/kolgrimur/entry/411238/#comments
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
11.1.2008 | 17:38
The Getnaðarvörn ... og englasöngur í Mosfellsbæ
Allt í einu er allt orðið rólegt í vinnunni ... búið að lesa blaðið yfir og vinnudeginum er lokið. Að sjálfsögðu náði ég strætó 7.41 síðdegis í morgun og Hafnfirðingurinn Gummi kom okkur farþegum heilum á húfi í Mosfellsbæ. Ég vissi að indælt og ljúft og skemmtilegt og frábært fólk tæki Skagastrætó en ekki að englar gerðu það. Dæmi: Þegar ég var að labba út sagði ung stúlka: Ertu ekki að fara upp í Birtíng? Ég hélt það nú og þá kom í ljós að engilskrúttið vinnur í sama húsi en hjá öðru fyrirtæki. Bíllinn hennar beið á bílastæðinu í Mosó og ég fékk far upp að dyrum. Þetta reyndist vera sjálf bæjarstjóradóttirin!
Veit ekki hvað er með mig og hefðardúllur þessa dagana. Afi var að vísu hreppstjóri úti í Flatey en það er ekki hægt að lifa endalaust á því ... Þetta veit á einhvað ... Albert prins kemur fljúgandi frá Mónakó, neitar að hitta Ragnheiði Clausen að þessu sinni (sjá Séð og heyrt f. nokkrum árum), æðir beint í himnaríki og grátbiður mig um að verða frú Grimaldi. Að sjálfsögðu þigg ég það. Þá myndi nú enginn forseti liggja í flensu þegar ég kæmi í heimsókn ... og það girnilegasta: Ég fengi líklega að afhenda verðlaunin í Mónakó-kappakstrinum (Formúla 1).
Birti hér mynd af bestu getnaðarvörn EVER!!! Virðið myndina vel fyrir ykkur ... ekki segja mér að ykkur langi út á djamm og djús á sódómugómorrustað og beint þaðan í syndsamlegt hjásofelsi sem ber ávöxt. Svoleiðis verða nefnilega óþekku börnin til. Vildi bara vara ykkur við áður en kvöldið skellur á með öllum sínum freistingum.
Jæja, það styttist í stuðið og hefur bæði blóðþrýstingur hækkað og hjartsláttur aukist með hverri mínútunni ... ég er að rifja upp hinar ýmsu dagsetningar ef spurt verður um þær ... reyna, öllu heldur, hér hefur verið svo mikið stress og álag að fagurmótað höfuðið (jamm, líka seinnipartinn) er eins og fullt af bómull. Treysti á strákana mína í kvöld. Í stað Sigrúnar Óskar, sem kemst allllllls ekki vegna anna, ætlar símavinurinn okkar úr síðasta þætti, Máni Atlason, að vera þriðji maður. Bróðir hans, Vífill Atlason, verður þá símavinurinn í kvöld. Skilst að hann sé heilmikill viskubrunnur!
11.1.2008 | 07:35
Misst af strætó ...
Fall er kannski fararheill, ég ætla rétt að vona það og þá er ég að hugsa um ævintýri kvöldsins sem verða á dagskrá RÚV um áttaleytið í kvöld. Núna í morgun um kl. 6.44 þegar ég hljóp út á stoppistöð sá ég að allt var tómt og mátti ég standa þar alein í ábyggilega 10 mínútur ... Loks rann upp fyrir mér ljós, ég hafði misst af vagninum í fyrsta skipti síðan sögur himnaríkis hófust. Strætó leggur af stað frá Skrúðgarðinum 6.41 og er ansi fljótur á leiðinni á Garðabrautina, þeir hangsa ekkert þessir bílstjórar, fj ... stundvísin alltaf að drepa þá. Ég var náttúrlega fáránlega syfjuð í morgun og miðað við umfang morgunverka (ég er ekki að segja að ég sé feit) þá voru þessar tíu mínútur sem ég gaf mér frá því haus var rifinn frá kodda ekki nægur tími. Það þurfti að setja nýja jakkann í poka, nei, annars, ég fer bara í þessum, hann er ekki jafnmikill Cartman-jakki þótt hann sé stuttur, ætli ég hafi tíma til að gera mér latte, nei, líklega ekki. ... Svona flögruðu greindarlegar hugsanir um í fagurlega mótuðum kollinum.
Nú fer ég bara næstu ferð með Gumma bílstjóra alla leið í Mosó. Eins gott að ég kláraði öll mín verkefni heima í gærkvöldi í rólegheitunum. Átti eftir að ljúka við að lesa bókina Aðgerð Pólstjarnan til að skrifa um hana ... hún olli sannarlega engum vonbrigðum. Frábært að fá heila bók um mál sem enn er heitt ... og ég verð að segja annað, rosalega er ég hreykin af löggunni okkar! Bókin er samt ekkert skrifuð til dýrðar henni, staðreyndir tala bara sínu máli. Flott, Ragnhildur ... og þetta var ekki smjaður til að Ísafjarðarliðið leyfi Skagaliðinu að sigra, sei, sei, nei ... Jæja, er komin með rugluna og bara 10 mínútur í að næsti strætó fari frá Skaga, ég ætla EKKI að missa af honum.
10.1.2008 | 08:25
Galdramáttur, hefðardúllur og kaffismekkur
Er búin að komast að því að leisígörl himnaríkis býr yfir galdramætti. Ég var að vísu nokkuð syfjuð þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og settist í hann en tókst með erfiðsmunum að horfa á boldið og fréttir. Miðvikudagar hafa nefnilega breyst úr viðbjóðssjónvarpskvöldum með hrútleiðinlegri kellingadagskrá (stöð2) yfir í ágæt kvöld. Hjartans erfðaprinsinn vakti mig þegar Grey´s Anatomy hófst. Það var ekki fyrr en eftir þann þátt, The Closer, Stelpurnar og eitthvað fleira sem leisígörl losaði um takið og ég gat staðið upp. Þá hafði ég verið föst við galdrastólinn síðan kl. 17.30. Gat ekki einu sinni kíkt í bloggheima eða fundið mér smekkleg og snyrtileg föt við hæfi konu sem er að fara í móttöku á Bessastöðum (arggggg, mont, grobbb, spenningur ... arggg) eftir hádegi í dag ... Fann þau á hlaupum í morgun og það seinkaði för okkar Ástu í bæinn um alla vega tvær mínútur.
Af því að ég tilheyri því miður ekki fína fólkinu í bænum, þótt ég sé í raun hefðardúlla fram í fingurgóma, þá er orðið ansi langt síðan ég hef farið í móttöku á Bessastöðum. Boðið síðast tengdist líka starfi mínu og hafði ekkert með blátt blóð frá Flatey á Skjálfanda eða Hróarsdal í Skagafirði að gera. Í síðustu heimsókn tókst mér að draga upp úr ráðsmanninum (þegar ég var á leið út, engin vitni, var ekkert of kammó, ég kann mig) að kaffið á Bessastöðum væri svartur Rúbín ... sem ég smakkaði einu sinni fyrir Gestgjafann og þótti bara fínt. Á alþingi, síðast þegar ég vissi, var (ef ég man það rétt) Kólumbíukaffi frá Johnson og Kaaber ... á Hótel Holti var (síðast þegar ég vissi) boðið upp á í venjulegri uppáhellingu Kaffi Marínó í rauðu dollunum. Kaffi sem hægt var að kaupa á bensínstöðvum og í Bílanausti, eflaust fínasta hversdagskaffi en ekki beint það sem maður býst við á rándýrum veitingastað. Í dag er að vísu hægt að fá ógurlega gott kaffi á bensínstöðvum (í pokum) en ég man að mér þótti þetta hneyksli á sínum tíma og áhrifin af "fínt-út-að-borða-dæminu" fuku á brott í mínum huga. Ég bendi á að Staðarskáli býður upp á fínasta kaffi frá Te og kaffi en mér finnst ansi langt að aka þangað (með rútu ... eða á puttanum) til að fá gott kaffi eftir matinn ...
Hmmm, ég veð úr einu í annað, ekki í fyrsta skiptið ... dreg ykkur frá hægindastólum til sparifata og frá Bessastöðum til nöldurs um kaffitegundir, ykkur hlýtur að vera farið svima ... Best að fara að vinna svolítið! Hafið það gott og guðdómlegt í dag, elskurnar.
9.1.2008 | 10:54
Frægasta spákona Íslands ...
Á sunnudaginn kvaddi ein frægasta spákona Íslands þetta jarðlíf, sjálf Amý Engilsberts. Konan sem lærði stjörnuspeki í Svartaskóla í París og heilmiklar sögur spunnust um. Ég heyrði af ungum manni sem fór í lestur til hennar og fékk að heyra hvaða dag hann myndi deyja. Maðurinn tók sig til og lagðist í tryllt djamm og djúserí og dó svo "saddur lífdaga" á tilsettum degi. Þessi saga er eflaust bull en hún og fleiri svona fengu fólk til að bera óttablandna virðingu fyrir Amý.
Mamma fór til hennar fyrir örugglega hálfri öld og ég fór alla vega tvisvar, síðast fyrir svona 15 árum. Amý sagði við mömmu að eitt barna hennar yrði frægt (fullyrðir mamma) .... well, alla vega varð þetta til þess að við börn hennar fjögur kepptust við að ná frægð og frama í hinum ýmsu greinum. Held í alvöru að Amý hafi ekki sagt neitt, mamma bara haldið að það væri kúl að eiga frægt barn og æsti okkur upp í þetta. Sumum er hreinlega ekki vel við börn. Okkur tókst öllum að verða skrambi fræg ... á Akranesi.
Mía systir er þekktur tónlistarkennari með meiru á Skaganum og margir á stór-Akranessvæðinu vita að hún er sígaunamamman hennar Guðrúnar Evu skáldkonu. Sjálf trana ég mér fram við öll tækifæri í von um frægð, síðast tróð ég mér í Útsvar (RÚV) í nóvember sl., mæti næst núna á föstudaginn. Fólk klappar sífellt fyrir mér og biður um eiginhandaráritun mína, t.d. í Skrúðgarðinum, en ég slepp þó við að dyljast undir sólgleraugum annars staðar. Hilda systir er þekkt um allt land fyrir að reka bestu og æðislegustu sumarbúðir á Íslandi, jafnvel í öllum heiminum, Sumarbúðirnar Ævintýraland, þar sem börnin eru ræktuð á allan hátt andlega og líkamlega, fjölmenningarlegar sumarbúðir og hlutlausar í trúmálum. Gummi bróðir er leikari sem t.d. sjálfur Jón Viðar hefur hrósað í sjónvarpinu (Djöflaeyjan á Akureyri um árið) og svo lék Gummi auðvitað pabba Benjamíns dúfu í samnefndri bíómynd. Strákurinn sem lék Benjamín er ansi líkur Eyjó Braga, eldri syni Gumma, sem er bara brilljant. Rosalega er ég í raun fegin að ekkert okkar systkinanna skyldi verða t.d. þekktur vélsagarmorðingi ... það hefði verið einum of kúl.
Eina sem ég man af því sem Amý sagði við mig var að ég myndi skrifa bók/bækur, líklega barnabók/-bækur. Af þrjósku minni hef ég að sjálfsögðu ekki látið þetta eftir Amý, enda á maður ekki að trúa á spákonur eða láta þær stjórna lífi sínu! Sjáum til þegar ég fer á eftirlaun, ég er bara rúmlega fertug núna og nægur tími til stefnu.
Amý sagði mér frá því að eitt sinn hefði hún verið í gönguferð. Allt í einu hefði komið yfir hana löngun til að fleygja tarotspilunum sínum sem hún var búin að fá nóg af. Spilin voru í handtöskunni hennar. Hún ákvað að láta eftir þessarri löngun sinni og fleygði spilunum ofan í húsgrunn og fuku þau um byggingarsvæðið. Þarna reis Kringlan í öllu sínu veldi og hvílir sem sagt á tarotspilunum hennar Amýar Engilberts.
P.s. Allt var netlaust í morgun þegar ég mætti kl. 7.30 og skelfilegt að geta ekkert gert að gagni í einn og hálfan tíma. Ég lagðist bara fram á skrifborðið og grét, enda vinnualki. Um níuleytið hafði fjölgað til muna í húsi og við Vikukonur sáum að samstarfsmenn annars staðar í salnum unnu sem óðir og þótti okkur ótrúlegt að allir væru að taka til á desktop, eins og við dúlluðum okkur við ... Hrund metsöluhöfundur (Loforðið) áttaði sig fyrst á þessu ... kíkti undir borð hjá Björk og spurði: Hvaða snúra er þetta sem er ekki í sambandi?Jamm, til að gera langa sögu stutta þá datt allt í gang skömmu síðar ... nákvæmlega þremur mínútum áður en klikkaðislegabissí tölvumaðurinn kom hlaupandi utan úr bæ til að redda okkur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
8.1.2008 | 13:41
One of these days ...
Þetta er greinilega einn af þessum dögum ... Byrjar vel og heldur áfram að vera góður. Sjúkraþjálfunin var stórkostleg að vanda og nú svíf ég um í stað þess að hökta. Vöðvabólgan er a.m.k. mun betri. Súpan í Skrúðgarðinum var ekki bara góð, hún var æðisleg. Ég hvet alla Skagamenn til að smakka hana og það er líka alveg þess virði að koma alla leið frá Vopnafirði fyrir hana. Í póstkassanum beið geisladiskur, fullur af myndum af afa, ömmu, frændfólki, okkur Míu systur þegar við vorum litlar. Mikið er hann Þorgeir frændi minn frábær. Nú verður hringt í kappann og honum færðar miklar þakkir. Skelli inn frekar nýlegri mynd af okkur Míu systur þar sem sést hvað hún var góð stórasystir.
Áramótabjúgurinn er að hverfa og útlit fyrir að ég verði huggulegri í sjónvarpinu á föstudaginn en ég er núna, ekki það að það sé ekki sætt að vera bólginn og búttaður en kröfur þjóðfélagsins kalla á annað. Á meðan ég er horuð miðað við Keikó þá er ég sjálf ánægð. Ég prófaði að fara að taka inn Aloa Vera-safa og hann virðist hafa rosalega góð áhrif á mig. Hilda systir hefur hrósað honum mikið og á meðan Davíð, sonur hennar, lá í veikindunum (sama og hrjáði Björn Bjarnason) var henni bent á safann og segir að hann hafi hjálpað Davíð mikið. Ég hélt alltaf að þetta væri svo bragðvont en svo er alls ekki.
Ég tók einu sinni viðtal við Jónínu ljósmóður hér á Akranesi. Hún var orðin mikill sjúklingur og var flutt í þægilega íbúð sem hentaði veikburða manneskju betur. Hún fór að taka inn Aloa Vera og bera á sig hitakrem og slíkt og hviss bang, allt gjörbreyttist. Mér skilst að hún þjóti um allt núna og selji þessar vörur og það er eiginlega henni og viðtalinu að þakka að mér datt í hug að prófa. Það er líka að hluta til Jónínu að þakka að ég flutti á Skagann fyrir tveimur árum. Hún bjó í þægilegu íbúðinni sinni við Langasandinn og ég hékk úti í glugga hjá henni á milli þess sem ég tók viðtalið við hana. Þarna var einu fræinu sáð sem endaði með að ég keypti himnaríki. Hjónin sem eiga Ozone-tískuverslun búa líka á Jaðarsbrautinni og sama má segja um fræ ... fór í innlit í flotta raðhúsið þeirra og þráin í sjóinn bærði harkalega á sér. Maðurinn seldi mér einmitt svo flottar buxur í dag en búðin er akkúrat mitt á milli Betu sjúkraþjálfara og Skrúðgarðsins. Í nýlegri færslu um staðalímyndir var ég búin að komast að því að ég væri kynóður búðahatari en þegar buxnaeignin er komin niður í einar buxur þá þarf að gera eitthvað í því ... það var ekkert kvalafullt, enda fékk ég fína þjónustu og flottar buxur. Vildi bara að ég hefði farið fyrr, útsalan er komin langt á veg og margt hreinlega búið.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 1506012
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni