22.5.2007 | 19:45
Sumarfríið byrjar vel ... æsispennandi heilapróf
Skrýtin tilfinning að vera komin í sumarfrí. Nú skal vakað frameftir og djammað út í eitt. Djammið verður m.a. fólgið í kaffidrykkju, almennri leti, lestri, útsofelsi, skemmtiferðum til Reykjavíkur, stúdentaveislu á föstudaginn, sérlegri himnaríkistiltekt, almennilegum þvottafrágangi með skápatakelsi og fleira skemmtilegu.
AC Milan eða Liverpool geta hagnast um 10 milljarða íslenskra króna, sagði í fréttum. Af hverju fá svona margir greitt í íslenskum krónum? Sorrí, gat ekki stillt mig. Hélt að maður segði ... andvirði 10 milljarða íslenskra króna.
Tók sérstakt heilapróf áðan, það sama, nema smærra í sniðum, og fyrir nokkrum árum. Þá fékk ég að ég notaði bæði heilahvelin jafnmikið. Núna virðist ég vera stærðfræðihaus, algebra á m.a. að liggja vel fyrir mér, og fékk þá útkomu að ég notaði það vinstra meira. Ég er sem sagt hundleiðinleg ef hægt er að miða við myndina til hægri. Prófið endilega:
http://web.tickle.com/tests/brain/index_main.jsp
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 45
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 1524989
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 575
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
ERTU KOMIN Í SUMARFRÍ, GURRÍ??? Til hamingju með það. Ég ætla að taka heilaprófið, læt vita ef ég er sátt við úrslitin, annað hvort munnlega eða skriflega.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2007 kl. 19:49
Mín útkoma.....
....While many people have clearly dominant left- or right-brained tendencies, you are able to draw on skills from both hemispheres of your brain. This rare combination makes you a very creative and flexible thinker.
Svo var einhver downside - sem ég las auðvitað ekkert um og þeir vildu fá mig í nánari rannsóknir
Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 20:03
Hæ, aftur, enn og aftur fæ ég bara að ég sé með nákvæmt jafnvægi milli heilahvelanna, eins og ég hafi heyrt þetta áður;-) - en gaman að þessari óvæntu stærðfræðihlið á þér, sendi þig bara fyrir mig í stærðfræðiprófin í vetur ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2007 kl. 20:03
æði að vera komin í sumarfrí ... æði æði ! Hlakka til að fara í mitt e. 10 vikur ...
www.zordis.com, 22.5.2007 kl. 20:17
Ji minn. Missti mig alveg í einhverju IQ testum.. hættið að gefa möguleika inn á svona linka...
Jóna Á. Gísladóttir, 22.5.2007 kl. 20:43
Ohh hvað ég öfunda þig á að vera komin í sumarfrí, það verður eitthvað lítið um það á þessum bæ
Gerða Kristjáns, 22.5.2007 kl. 21:21
Hef upplifað slík sumur ... í denn gat ég selt sumarfríin mín og notfærði mér það nokkrum sinnum ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 21:26
Láttu mig vita með fyrirvara. Þarf að fara í bæinn bæði á fimmtudag og föstudag. Hef ekki planað neitt meira.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 21:32
Hmm er þetta ekki haustfrí? sé nefnilega ekkert sumar í kristalkúlunni minni
Gunna-Polly, 22.5.2007 kl. 21:59
Gleðilegt sumarfrí :) mikið dj... áttu gott.
...
Hólmgeir Karlsson, 22.5.2007 kl. 22:00
Ohhhhh, veður skiptir engu máli ... ég sólbrann í sumarfríinu snemmbúna í fyrra, í fyrsta skipti í 20 ár með svalir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 22:02
Gurrí hvernig væri að koma í Skagafjörðinn í sumarfríinu og vinna á alvöru héraðsfréttablaði hjá eina kvenkyns ritstjóra hérðasfréttablaðs á landinu. Vantar stuð á ristjórnina sem reyndar er skipuð mér einni. Orðin leið á að rífast við hinn karakterinn :)
En svona án þess að vera með öfund, njóttur, lifðu, njóttu í botn. Vildi að ég væri að fara í sumarfrí en það kemur sumar eftir þetta sumar.
Guðný Jóhannesdóttir, 22.5.2007 kl. 22:32
Það væri sko ekki leiðinlegt að kíkja norður ... á ættir að rekja í Skagafjörðinn, Hróarsdal, og elska þennan stað. Hver veit, góð hugmynd.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 22:34
Ertu strax komin í sumarfrí? Ég vona að þú hafir það gott og vertu nú almennilega löt.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 22.5.2007 kl. 22:36
Ég held að þú sért bara bæði, hægra - og vinstrahvels manneskja. Algebrunörd er ekki svona alveg það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður hugsar um þig! Svo er svona próf auðvitað afskaplega takmarkað....en skemmtilegt..
Til hamingju með sumarfríið, mín kærasta bloggvinkona. Megirðu njóta lífsins og blogga heil lifandis býsn. Við bíðum!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.5.2007 kl. 22:46
Ég var alla vega bæði hægri og vinstri þegar ég tók löngu útgáfuna af þessu prófi og voða ánægð með það. Hef reyndar alltaf verið veik fyrir nördum, nú skil ég ástæðuna. Auðvitað reyni ég að skrifa ... en ósköp er ég sjálfhverf að skrifa um bílakaup, strætóvinkonu og útsýni (nýjasta færslan) þegar var verið að mynda stjórn ... nenni bara ekki í þetta þótt ég hafi heilmiklar skoðanir. Ánægð með sumt, annað ekki.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:08
Hæ bíla-pæja:)
Veit ekki alveg hvernig ég get náð í þig, líka þar sem þú ert komin í sumarfrí svo ég sendi bara á bloggið þitt. Mig vantar svo netfangið hjá henni Erlu Dögg, arkitekt í USA en ég sá að þú tókst viðtal við hana. Gæti annað hvort heilahvelið sent mér það. Vantar vegna sýningarinnar Hönnun + heimili. :)
Frábært útsýni, ertu ekki ennþá í vesturbænum ??? Hvar ertu þá...
Eigðu yndislegt sumarfrí... mæli þó ekki með ferð á nýja bílnum þar sem mér sýnist stefnuljósið vera bilað eða eitthvað svoleiðis...
Dagmar Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:50
Hæ, Dagmar, sendu tölvupóst á vikan@birtingur.is til að fá netfang Erlu Daggar.
Ég flutti upp á Skaga fyrir rúmu ári og vinn í bænum. Er 10 mínútum lengur á leiðinni í vinnuna með strætó frá Akranesi en úr Vesturbænum eftir að nýja strætókerfið kom. Kær kveðja til þín og þinna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:57
Takk fyrir það. Það hlaut að vera, kaffi-ilmurinn hefur eitthvað dofnað í vesturbænum, þegar ég hugsa um það. Svo...komin aftur í kaffimenninguna upp á Skaga. Hef oft sagt að eins og frönsk börn fái rauðvín í pelann fái börnin á Akranesi kaffi:) -Er alltaf með annan fótinn á Skaganum, vona að ég sjái þig á ferðinni:)
Dagmar Haraldsóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:21
Ég er auðvitað með vinstra heilahvel meira í notkun. Ekki skrítið miðað við hvað ég geri.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.5.2007 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.