Færsluflokkur: Ljóð

Girnist hana varla nokkur fýr ...

 

B�ll erf�aprinsinsErfðaprinsinn er í hálfgerðu losti. Hann fór með bílinn sinn í viðgerð og spurði nokkrum sinnum í verkferlinu um hugsanlegt verð á þessu. Einhverjar tölur í kringum tugþúsundir voru tautaðar og var prinsinn farinn að búast við hátt í 50 þúsund kr. reikningi. Okkur fannst það skelfilegt. Þegar hann náði sambandi við verkstæðið í dag fékk hann þau svör að varahlutir hefðu kostað 50 þúsund ... og vinnan 50 þúsund. Allir í sjokki í himnaríki. Meira að segja Jónas slökkti á sér í samúðarskyni. Ég fann hvernig hörkupúlið hennar Betu sjúkraþjálfara í dag rann úr mér og verkurinn í peningabeininu varð svo sterkur að sjaldan hef ég fundið fyrir öðru eins. Ég nefnilega lofaði erfðaprinsinum að hjálpa honum ... skólastráknum mínum hugumstóra frá og með næsta hausti. Þeir á verkstæðinu eru þó engir fautar og hægt var að semja við þá um að greiða þetta á næstu 300 árum. Vildi að prinsinn tæki bara strætó eins og annað almennilegt fólk (mamma hans).

Kaþólskur aðdáandiEinn af „skemmtilegri“ Moggabloggurum þessa lands er Már Högnason. Í stað þess að láta fólk hlaupa apríl um síðustu mánaðamót samdi hann níðvísur um þá sem þess óskuðu. Með kvíða í hjarta en spenning í hnjám masókistaðist ég inn á listann hans og hér er vísan sem hann orti til að spæla mig. Hann virðist vita að það eru eiginlega bara hommar, kaþólskir prestar, drengir undir 5 ára og yfir 70 sem sýna mér einhvern áhuga.

Guðríður með geldum köttum býr
girnist hana varla nokkur fýr
hef þó grun um einn
hann er myndarsveinn
en helvítið er örugglega hýr. 

 

Chuck-Norris-Shazam-SupermaAð lokum:

Hönd Chuck Norris er eina höndin sem getur sigrað litaröð í póker.

Chuck Norris fer aldrei í sturtu, hann fer í blóðbað.

Hvað fer í gegnum huga fórnarlamba Chuck Norris áður en þeir deyja? Skórinn hans.

Chuck Norris er eini maðurinn hefur hefur sigrað múrvegg í tennisleik.





Súpa í suðvestanátt ...

Sjórinn 23.10 2007María býður núorðið upp á framandi súpur í hádeginu á þriðjudögum í Skrúðgarðinum. Kannski að grátkastið mitt, þegar ég henti mér á gólfið og gargaði vegna eilífrar kjötsúpu hafi eitthvað með það að gera ... Súpan í dag var algjör snilld, bragðsterk og full af grænmeti, mögnuð í svona hryssingslegu veðri. María kryddaði hana m.a. með sterku kryddi sem hún keypti í Egyptalandi fyrr á árinu. Ásta er í stuttu fríi og kíkti í einn kaffibolla, þessi elska. Ég gat ekki hugsað mér að segja henni frá framhjáhaldinu, öllu strætókúrinu með Sigþóru á morgnana undanfarið.

Stoppið var stutt í Skrúðgarðinum, enda mágur minn rétt ókominn til að sækja Bjart. Bjartur fór með góðu í búrið, vissi greinilega að nú kæmist hann heim og gæti farið út! Slíkt er ekki í boði hér, ég þori ekki einu sinni að leyfa honum að fara út á svalir. Hann er svo mikill töffari að hann myndi kasta sér á fyrsta máv sem hann sæi ... og það gæti verið Jónatan. Tek enga sénsa.

Sjórinn er nokkuð magnaður núna, enda suðvestanátt, og flæðir nú hratt að, háflæði kl. 16-17. Gott að vera ekki í Akraborginni núna, segi það þótt ég sakni hennar sárt. Við erfðaprins ætlum í smábíltúr á eftir og skoða sjóinn betur, Vesturgötumegin. Myndavélin verður með í för. Þangað til og eftir það verður unnið af kappi. Brimið veitir góða orku til þess!

Mikið er ég alsæl með vísurnar sem koma stundum í kommentakerfinu. Takk, Jensen og fleiri!


Skyldi hann Jens Guð vita þetta?

Rick hárprúðiRick Wakeman í dagYoutube inniheldur svo ótalmargt skemmtilegt. Var í rólegheitum að hlusta á lagið Sing með Travis og datt svo allt í einu í hug að athuga hvort eitthvað fyrirfyndist þar með snillingnum Rick Wakeman (úr Yes).

Man hvað ég hélt rosalega upp á King Arthur-plötuna, sérstaklega fyrsta lagið sem er að finna hérna neðar. Þetta er 32 ára upptaka frá Wembley, (kræst, hvað við Madonna erum orðnar gamlar). Auðvitað muna allir eftir Rick og þessu lagi. Hvet ykkur samt til að hlusta  ... aftur.

Intróið er alveg tvær og hálf mínúta og þá byrjar einhver gaur að syngja eins og engill. Mig langar svo að vita hvað hann heitir, heyri að þetta er sami gaurinn sem söng fyrsta erindið á plötunni og hef alltaf dáðst að þessarri rödd! Jens Guð er kannski eini maðurinn sem veit þetta! Hann veit allt!
Lagið er óvenjuskemmtilegt miðað við að þetta sé tónleikaútgáfa, yfirleitt vil ég hafa lögin eins og þau koma af kúnni.

King Arthur-platanHárið á Rick Wakeman (þessum ljóshærða á hljómborðunum) er svo flott! Hann er orðinn stutthærðari núna og 30 árum eldri eins og fleiri ... sá nýlegt myndband af Journey to the Centre of the Earth. Ekkert skrýtið þótt maður sé farinn að vanrækja sjónvarpið. 

Hér er lagið:  
http://www.youtube.com/watch?v=d_hM1dtRolY

Best að athuga hvort Ginger Baker-lagið sé þarna einhvers staðar ...


Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 1500
  • Frá upphafi: 1453969

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1255
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Draugar og uppeldi
  • Himnaríki sjór
  • Flutningar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband