Ungfrú Vesturland ... martröð ... og danskir brjóstdropar

Arnarholt 3„Konur á mínum aldri“ hafa svo gaman af því að fara í apótek, ég hef orðið vör við það hjá sjálfri mér. Þar hittir maður jafnaldrana og getur talað við þá um krankleika sem farnir eru að hrella okkur og hægðirnar eru líka alltaf frábært umræðuefni. Eða þannig! Ég fór út í apótek skömmu fyrir tvö og keypti m.a. baðbombur fyrir mig (úje) og lyf fyrir Míu systur sem þjáist af kvefi. Norskir brjóstdropar heita núna Danskir brjóstdropar. Það vissi ég ekki. Svo bað systir líka um panódíl hot!

Í stað þess að fara beint til sjúklingsins kom ég auðvitað við í kaffihúsinu sem ég er að verða háð. Mágur minn sótti mig svo þangað eftir klukkutíma. Svo mikið var að gera í Skrúðgarðinum að kalla þurfti út aukamanneskju og ég fór út án þess að borga, lofaði að koma aftur sem ég stóð við eftir að hafa spjallað við sjúklinginn í smástund ... og horft á X-Factor úrslitin aftur. Ekkert breyttist, Gylfi fór heim í dag líka.

SvalirnarÉg tók mynd á leiðinni út í apótek, mynd af æskuheimilinu mínu sem stendur beint fyrir aftan Einarsbúð og er orðið gult á litinn. Gömul martröð rifjaðist líka upp fyrir mér síðan ég var sjö ára. Fyrir neðan litlu svalirnar var öskutunnan alltaf (og er enn) og eina nóttina dreymdi mig að stór og loðin risakrumla, jafnbreið tunnunni kæmi upp úr henni eins og hún ætlaði að hremma húsið. Vaknaði öskrandi ... ekki löngu síðar skildu foreldrar mínir og ég tók það mjög nærri mér. Maður ætti ekki að gera lítið úr draumum. Undirmeðvitundin er algjör blaðurskjóða.

Dúna og StínaÍ apótekinu hitti ég gamla nágranna sem bjuggu við hliðina á mér í tilraun 2 til að búa á Skaganum (þegar ég sat saklaus inni í hjónabandi), þær Dúnu og Stínu, dóttur hennar. Þær voru í óðaönn að velja sér snyrtivörur fyrir kvöldið ... en Ungfrú Vesturland verður kosin í kvöld. Þórdís, systurdóttir Dúnu er einn keppanda og mér skilst að hún sé sigurstrangleg, hæfileikarík, sæt og klár. Þegar hún verður ungfrú heimur get ég montað mig af því að hafa hitt móðursystur hennar og frænku í apótekinu ... jamm.

 

Skyggt á útsýniVitlaust veður er að skella á, hélt að það yrði á morgun, ég sem fylgist svo grannt með veðri en hvað er einn dagur milli vina ... eða vikur, eins og vinir mínir með svalahurðina hugsa eflaust.

Picture 608Já, það er fúlt að verða að athlægi á Skaganum fyrir að vera með svalir sem ég kemst ekki út á! Hhehehehe! Þær gera ekkert núna nema skyggja á útsýnið mitt. Sjá myndir.

 

Best er að vera í bókaherberginu við skrifborðið, þar skyggir ekkert á ... nema fuglinn fljúgandi!

TommiEr með nokkrar spennandi DVD-myndir til að horfa á og líka nokkrar bækur. Mikið væri gott ef helgarfríið væri fjórir dagar og þá hægt að komast yfir svo mikið meira. Horfði grútsyfjuð á heimildamyndina hans Al Gore og hún er snilld! Ekki skrýtið að hún hafi fengið Óskarinn. Ætla að horfa á hana aftur, ekki syfjuð, og njóta hennar betur. Héðan í frá ætla ég að leggja miklu meira af mörkum til umhverfisverndar og veit að það munar um hvert okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Fallegur köttur. Minnir mig á hana Rósu mína.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.3.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, hann Tommi er einstaklega fallegur ... og líka góður köttur.

Guðríður Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kisi er sætur

Ólafur fannberg, 10.3.2007 kl. 19:23

4 Smámynd: bara Maja...

Vona að þú hafir skilað kveðju til nöfnu minnar hennar Maríu...  Það er reyndar akveg rosalega gaman að fara í apótek, það er svo margt að skoða  og þú átt svakalega fallegar kisur

bara Maja..., 10.3.2007 kl. 20:02

5 Smámynd: Ester Júlía

Ég elska apótek!  Get verið þar tímunum saman og skoðað vítamín og snyrtivörur . það var klikkað veður hérna í Grafarvoginum um kl. 18 í kvöld. Þá fór ég út að skoða íbúð og missti bílhurðina upp , ég veit ekki hvert!  Skaðræðisrokhviður!  Held það hafi skánað veðrið en er reyndar ekki viss, er bara inni í hlýjunni við tölvuna .

Kemst ekki yfir útsýnið hjá þér Gurrý, finnst svakalega sjarmerandi ströndin og allur þessi sjór!  

Ester Júlía, 10.3.2007 kl. 20:24

6 Smámynd: www.zordis.com

Apótek eru skemmtileg, Það að versla í Boots (það eina jákvæða við Standsted flugvöll) tekur á.  Ef maður kemst framhjá öryggisverðinum þá nær maður smá rispu á krítinni ... útsýnið er himneskt það er ekki hægt að mótmæla því!  Væri alveg til í að eiga svona góða útsýnishöll .....

www.zordis.com, 10.3.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðsminnsalmáttr hvað útsýnið hjá þér er  mikil guðsglóandi dýrðardásemd. Kisi er krútt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2007 kl. 21:08

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er alltaf gaman að líta við hjá þér í himnaríki Guðríður. Þetta hlýtur að vera frábær staður þarna við hafið .

Ég sé að þú ert að horfa á myndina hans Gore.  S.l. fimmtudag var frumsýnd á Channel 4 í Englandi myndin The Great Global Warming Swindle.  Ég var einmitt að blogga um hana áðan hér.   Í þessari mynd kemur ýmislegt fram sem ekki sást í mynd Gore.   Ekki síður merkileg mynd en An Inconvenient Truth. Bara dálítið öðruvísi...

Ágúst H Bjarnason, 10.3.2007 kl. 21:13

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já fallegur kisi minnir á mogga minn

Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2007 kl. 21:39

10 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ertu viss um að þetta hafi ekki verið Gammel Dansk?

Sigríður Jósefsdóttir, 10.3.2007 kl. 21:53

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheh, frú Sigríður, það gæti sko alveg verið!

Guðríður Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 1328
  • Frá upphafi: 1460227

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1047
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband