Allt vitlaust í kjölfariđ ...

Partí međ frćga fólkinuRafrćn dagbók var tekin upp á ţessu heimili undir áramót og ţađ var eins og viđ manninn mćlt, allt varđ vitlaust í kjölfariđ. Nćsta vika er eiginlega trođfullbókuđ ... Mánudagur: stjórnarfundur í húsfélagi Himnaríkis ţar sem ég er riddari. Ţriđjudagur: Hekls Angels-hittingur. Miđvikudagur: Tannlćknir. Fimmtudagur: Fundur. Föstudagur: Enn laust, ótrúlegt. Ég er manneskjan sem fann engan mun á lífi mínu eftir ađ samkomubann skall á um áriđ. Nú er ég lafmóđ upp á hvern einasta dag, svo mikiđ er annríkiđ. Mér finnst ég líka eitthvađ svo tćknileg ţegar ég kíki í símann minn til ađ athuga hvort ég eigi lausan tíma ... hvort ég komist í orđuveitinguna á Bessastöđum, í Höfđa í kokteildraugapartí, hluthafafund hjá Samherja, afmćlisveislur hjá Fokkerliđinu og slíkt. Ég skelli öllu mjög áríđandi inn í rafdagbókina, ţađ er ekki eingöngu djamm međ fína fólkinu (sjá mynd, Hugh Grant er einmitt ađ tala viđ mig ţarna, ráđleggja mér ađ gerast ekki bakrödd í Oasis, eins og munađi minnstu), heldur vil ég láta minna mig á ţegar koma út girnilegar bćkur (bók, hef bara gert ţađ einu sinni og ţađ var óţarfi) á Storytel. Bók upp á 25 klukkutíma í lestri, viđ erum ekki einu sinni ađ tala um gönguhrađa ... en hún veldur mér reyndar hálfgerđum vonbrigđum, líklega voru vćntingar of miklar. Húsverkin ganga samt vel á međan ég hlusta. Finnst stefna í frekar leiđinlega framtíđ hjá söguhetjunni, í karlamálum, tek ţetta samt aftur ef breytist ţennan síđasta klukkutíma sem ég á eftir. Svo er varla talađ viđ kvenpersónuí bókinni án ţess ađ hún sé kölluđ „sćta“ ... (nú vita ţúsundir hvađa bók ég á viđ). 

 

HausaveiđararnirSvo er ég ađ prófarkalesa spennubók, sú er aldeilis ekki leiđinleg, og klára um helgina, vonandi bara á morgun, ef ég fć friđ, ja, hvađ segir rafdagbókin sem rćđur lífi mínu? Útgefandinn er svo mikiđ yndi ađ hann verđur međ nćstu bók (sama höfundar) til yfirlestrar eftir kannski tvćr vikur. „Ţađ má ekki láta líđa langt á milli ţeirra,“ játađi hann, „fyrri bókin endar ţannig.“ Sérlega skilningsríkur, bćđi í minn garđ og annarra spenntra lesenda sem hata óbćrilega spennandi endi á sögum og langa biđ eftir framhaldinu. Ég prófarkalas Hausaveiđarana á sínum tíma, og ţurfti eitt skiptiđ ađ standa upp og ganga um gólf, reyna ađ ađ draga úr óbćrileika trylltrar spennu í kafla ţar sem eitthvađ hrćđilegt gat svo auđveldlega gerst en gerđist svo ekki. Léttirinn stóđ samt ekki lengi - ţegar söguhetjan gat ekki veriđ öruggari, staddur í lögreglubíl á ferđ, á milli tveggja ţéttvaxinna lögreglumanna, ţegar hiđ óhugsandi gerđist allt í einu. Fáránlega vanmetin bók eftir Jo Nesbö, kannski af ţví ađ hún var ekki um Harry Hole. Ég sá bíómyndina eftir henni á sínum tíma, útgáfan bauđ á frumsýninguna. Ţarna var gamall vinur sem hélt utan um hljóđbókaútgáfuupptökuna (ekki Storytel) og sagđi mér ađ hann hefđi veriđ óđur af spennu á međan hann hlustađi á upplesturinn. Eina skiptiđ sem ég hef stađiđ upp og ţurft ađ róa mig niđur í yfirlestri. Ţetta er líka í eina skiptiđ sem ég hef gengiđ um gólf, fyrir utan auđvitađ ţátttöku í Jólasveinar ganga um gólf á jólaböllum ćsku minnar. Endilega tékkiđ á Hausaveiđurunum í nćsta bókasafni. Hausaveiđari er sá sem vinnur viđ ađ finna bestu forstjórana fyrir risastóru fyrirtćkin ... svona eins konar Hagvangur milljarđafyrirtćkjanna. Marel? Samherji?

 

Jack Reacher IIŢađ ćtti ađ vera óţarfi nú til dags ađ ţurfa ađ bíđa, hvort sem er eftir nćstu bókum, eđa framhaldsţáttum í sjónvarpi. Ég treysti mér til dćmis ekki til ađ horfa á ađra Jack Reacher-ţáttaröđina á Prime fyrr en allir ţćttirnir eru komnir. Fyrri ţáttaröđin var algjört ćđi - og ég hef heyrt á fólkinu í kringum mig ađ ţađ hafi veriđ martröđ ađ bíđa í viku eftir nćsta ... ég get slíkt ekki lengur. Svo dekruđ er ég orđin en eitt af ţví fáa sem ég horfi á í línulegri dagskrá er ţáttur Gísla Marteins. Ţađ koma alltaf skemmtilegir gestir til hans (mér er alveg sama ţótt sumir komi árlega, ef ţeir eru skemmtilegir), Berglind Festival er mjög fyndin og ég er líka ánćgđ međ tónlistina, nauđsynlegt fyrir bíllausa kerlingu af Skaganum ađ fylgjast međ nýjustu straumunum í tónlist, ekki kemst hún á tónleika um allt eins og á Reykjavíkurárunum. Úff, henni líđur núna alveg eins og forsetaframbjóđanda ađ tala svona um sig í ţriđju persónu ... 

Ég kíkti: Nú eru komnir átta ţćttir af Reacher II, eđa allir, held ég, svo kannski, ef ég nć ađ klára ađ lesa yfir bókina á morgun gćti ég ţá notađ sunnudaginn í ţćttina. Jú, stráksi fer í helgarfjör hjá elsku Möttu svo ég ţarf ekki einu sinni ađ elda. Auđvitađ ćtti ég ađ nota helgina í „brennivín og karlmenn“ en ég drekk ekki brennivín og sjáum til međ hitt - ef viđkomandi nennir ađ glápa á Reacher međ mér. Ef Einarsbúđ sendi nú fleira heim en matvörur ...  

 

Ţađ komu sérdeilis góđir gestir í gćr, ljúfa fjölskyldan frá Sýrlandi, nýlega sameinuđ. Fćrđu mér blóm og mandarínukassa, fengu ekki einu sinni heimabakađ í stađinn, bara súkkulađiköku úr Kallabakaríi, sem var reyndar alveg dúndurgóđ og klárađist nćstum (stráksi lá svo í henni í gćrkvöldi og klárađi alveg). Inga vinkona kom líka, ţví fleiri, ţví betra. Hún er vinkonan sem heimsćkir nánast bara lönd ţar sem ríkir óbćrilegur hiti og óbćrilega mikiđ er af skordýrum. Víetnam, Indland, Miđ-Austurlönd ... bara nefna ţađ. Ţađ nánast leiđ yfir mig í fyrra ţegar hún fór bara til Parísar í sumarfríinu!

 

Facebook

„Frosti segir ţriđju vaktina vera kjaftćđi.“

Komment: Hetjan okkar ... ef hann hefur ekki upplifađ ţađ, er ţađ auđvitađ ekki til.

Komment: Hann er međ screenshot sem sannar ţetta, ég allavega trúi honum.

 

Viđ sem erum međ hlađvarp eđa blogg, ţurfum auđvitađ ađ grípa til spennandi fyrirsagna og koma okkur jafnvel upp umdeildum skođunum til ađ fólk lesi eđa hlusti ... kvenhatur virđist virka vel en sjitturinn, ég dýrka konur ... og líka karla. Er líka búin ađ gefast endanlega upp á ţví ađ reyna ađ verđa áhrifavaldur. Bless, draumur um frítt skyr og fríar snyrtivörur. Samt ... kannski ţegar ég býst ekki viđ neinu, kemur tćkifćriđ. Sigling um Karíbahafiđ yrđi vel ţegin í ţessum skítakulda. Eđa bara lopapeysa.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 300
  • Sl. sólarhring: 405
  • Sl. viku: 2016
  • Frá upphafi: 1454596

Annađ

  • Innlit í dag: 242
  • Innlit sl. viku: 1676
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband