Haustlægð fyrir hetjur

Hugað ævintýrafólkNæstum full rúta af ævintýraþyrstum ofurhugum tók strætó heim seinnipartinn ... rauð tala blasti við á skiltinu, eigi svo ógnvekjandi talan 17, en strætó fer ekki ef hviður fara yfir 32 m/sek. Það sem vantar hviðumæli milli Hvalfjarðarganga og Kjalarnessbyggðar vissum vér farþegar að lítið væri að marka þetta. Ég byrgði mig því upp af nauðsynjavörum; vatni, álteppi, áttavita, samlokum og landakorti, svona til öryggis ef okkur bæri af leið. Þá gæti ég opnað Mary Poppins-töskuna mína á réttu augnabliki og gefið mannskapnum hressingu. Svo var bara fínt verður á leiðinni, eða þannig, bara venjulegt haustveður, rok og rigning. Heimir fór létt með að koma okkur heilum heim.

Vitlaust veðurTommi, Kubbur og róbótinn tóku mér hlýlega þegar ég kom heim. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða herbergi óskírður hreinsar næst. Mikið ætla ég að kenna þessu krútti að sjá um þvottinn líka, alla vega að brjóta hann saman og ganga frá honum inn í skáp.  

Á morgun er spáð vitlausu veðri, rigningu og roki að suðvestan. Loksins vinnur Siggi stormur fyrir laununum sínum! Gluggi hinna 15 handklæða í stofunni hefur enn ekkert lekið síðan þéttingin fór fram fyrir þremur vikum þegar Óli granni kom í spartl-heimsókn með eiginkonu og barnabarni og fékk afmæliskaffi að launum. Smá bleyta var í bókaherbergisglugganum en ég hef ekki kíkt á svefnherbergisgluggann, þar setti ég handklæði í morgun. Annað hvort er það blautt eða þurrt ... det kommer bare i ljus.

Mig langar í svona brim:
http://www.youtube.com/watch?v=47hmqfXuA3A&mode=related&search


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi það er bara sálarbætandi stundum að lesa síðuna þína.  Ég meina sko stundum er ég í meiri þörf fyrir sálarbætandi lesningu en annars.  Þessi reddaði mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nei Guðríður ekki langar mér í svona brim

Kristín Katla Árnadóttir, 3.9.2007 kl. 18:53

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vó Flott brim.........

Hrönn Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 19:18

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ spennufíkill. Haustlægðir, samt fegin að það er ekki ,,grjótfok" ég bara kemst ekki yfir að svoleiðis orð skuli vera til í málinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.9.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lekur í Himnaríki??  það er ekki nógu gott, en kettirnir hafa þá allavega nóg að drekka ef þú gleymir að gefa þeim vatn, alltaf að finna björtu hliðarnar    æ þú ert skemmtileg.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 20:07

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg færsla. Í svona roki rísa hárin á mér eins og á kettinum

Marta B Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 20:19

7 identicon

Ég held mig við Friðriksnafnið. En að öðru:

Hvað ætli krónan þurfi að veikjast mikið til að Seðlabankinn átti sig á því að hún er öryrki?

Drööööööööööööööööööööööööööönch!!!!!!!!!!!!

Linda María Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:25

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

AAARGHH ég get ekki opnað fjandans brimið. Mig langar að skoða brimið

Jóna Á. Gísladóttir, 3.9.2007 kl. 22:45

9 Smámynd: Ólöf Anna

Gurrí varst þetta þú hangandi þarna á staurnum.???

Ólöf Anna , 3.9.2007 kl. 23:45

10 Smámynd: Jens Guð

  Ísland er best ískalt.  Engar eitraðar köngulær eða snákar.  Bara ferskt haustloft með tilheyrandi svala.

Jens Guð, 4.9.2007 kl. 03:10

11 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Gurrí mín...þú færð mig alltaf til þess að hlæja, ég vona að róbótinn fari nú að brjóta saman þvott, ekki væri það nú amarlegt... Passaðu þig í rokinu, elskan, hér er þvílíkur hiti, ég væri til í smá rigningu og rok... Kossar og knús frá Kaliforníu

Bertha Sigmundsdóttir, 4.9.2007 kl. 05:00

12 identicon

Veðrið er varasamt. Hér á Akureyri í gær voru rokhviður og blautt. Nú blasir sólin við mér í morgunsárið en ég læt ekki blekkjast því vindhviðurnar hljóma hátt. Ég ætla samt að labba í vinnu.

Hlýjar kveðjur frá Akureyri, dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 07:58

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh ég vill ekki taka þátt í asnalegri nafnasamkeppni! Mér er alveg skítsama um brim... Mig langar bara í svona robot!!!!!!!

Heiða B. Heiðars, 4.9.2007 kl. 09:23

14 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er nafnasamkeppni um brim, Heiða mín! Hhehehehe.

Nú er klikkuð, klikkuð rigning og ég að leggja af stað í sjúkraþjálfun!!! Vona að Beta sé með ofn fyrir fötin mín til að þurrka þau!! 

Guðríður Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 09:25

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, ég er heima og ætla að hamast einhver ósköp í dag, klára alla vega tvær greinar eða meira. 

Guðríður Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 365
  • Sl. viku: 1979
  • Frá upphafi: 1455682

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1613
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ástarsaga
  • Sofandi köttur
  • 1. maí fyrir nokkrum árum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband