Samkvæmistímabilið hafið

BíóhöllinMikið er veðrið stórkostlegt. Mótokrossmótið hefði átt að vera í dag. Svo verður klikkað veður í nótt og á morgun, algjört slagveður. Mikið vona ég að Ásta verði á bíl í fyrramálið, svona til öryggis ef strætó gengur ekki.
Við erfðaprins ætlum að sjá Astrópíu í kvöld í Bíóhöllinni á Akranesi. Við keyrðum þar framhjá í gær og eina sem við sáum var að myndin yrði sýnd sunnudag og mánudag, upplýsingar væru í síma 431 1100. Mikið höfum við reynt að hringja þangað en enginn símsvari segir KLUKKAN HVAÐ myndin verður, bara bíbbbb-hljóð. Hringdi í Ástu sem heldur að sýningar séu klukkan átta. Ætla samt að leita á Netinu, upplýsingar hljóta að finnast einhvers staðar.

Pítsa, kalkúnasamloka og grænmetisrétturGuðmundur kom í frábæra heimsókn í gær og gerði sér lítið fyrir og bauð okkur erfðaprinsinum út að borða á Galito. Fyrir forvitna þá fékk Guðmundur sér kalkúnasamloku, erfðaprinsinn litla pítsu og himnaríkisfrúin grænmetisrétt. Snilldarmatur. Við vorum tiltölulega nýbúin að úða í okkur eplaköku með vanillu- og súkkulaðifyllingu þannig að hungrið var svo sem ekki að drepa okkur. Mjög líflegt var á Galito. Allt fullt í salnum fyrir innan þannig að við sátum frammi og gátum m.a. fylgst með því hvaða Skagamenn nenntu ekki að elda og sóttu sér frekar pítsu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Hæ skólasystir mig vantar svo númer hjá góðri spákonu, veist þú ekki um eina góða sendu mér á e-malið mitt ef þú veist um eihverja.

Einar Vignir Einarsson, 30.9.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha yndisleg færsla. Sveitastemmningin í algleymingi. Bíósýningar óljósar og ekki hræðu að finna utan sýningartíma. Líka gott að vita hverjir í sveitinni nenna ekki að elda... hehe

Guðmundur grand á því og sætur í sér.

Vil benda Einari á spámiðilinn Ólöfu sem er í Hafnarfirði. Vandamálið er bara að ég er ekki með númer eða heimilisfang. Kannski einhver annar geti bjargað því.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ja, Ólöf er frábær, fór til hennar fyrir mörgum árum. Svo er hún líka vinkona Hildu systur og kemur stundum í afmælið mitt. Búin að heimsækja mig á Skagann og alles. Frábær kona. Ég skal grafa upp heimilisfangið hennar fyrir þig Einar minn og senda þér í tölvupósti.

Guðríður Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er í stuði fyrir spámiðil  Værir þú til í að senda mér líka Gurrí?

Girnileg mynd ef ég væri ekki nýbúin að gúffa í mig.

Smjúts í sveitina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Jóna, ég komst óséður framhjá forvitnum blaðamönnum muhhahaha

Þröstur Unnar, 30.9.2007 kl. 14:18

6 Smámynd: krossgata

Það borgar sig nú að vera með á hreinu hver gerir hvað og hver ekki.  Við lifum á upplýsingaöld. 

krossgata, 30.9.2007 kl. 15:15

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Óséður, Þröstur. Varstu á þvælingi í gærkvöldi og ég þekkti þig ekki? Það er sko bannað. :) Já, krossgata, mér finnst mjög áríðandi að vita hvaða heimili eru kærulaus um helgar og panta bara pítsu ... heheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 15:56

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur hefur sem sagt pantað pizzu og þá aðeins Margaritu sem er mesta skömm á Skaganum sem hægt er að hugsa sér.

Gurrí, sendu mér Ólöfu líka plís. Væri til í að fara til hennar aftur

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 16:26

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Jamm, þarf að fara hugsa minn gang varðandi kvöld og næturbrölt, og þyrfti kannski að fá ráðleggingar hjá spámiðli.

http://motta.blog.is/blog/motta/entry/325339/

Þröstur Unnar, 30.9.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 97
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1413
  • Frá upphafi: 1460312

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 1124
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband