Slátur, ófærð, ævintýri og "bóndar" ...

Slátur„Fuss og svei,“ sögðu tvær Viku-stelpur undir hádegi, það var nefnilega slátur í matinn. Áhrifagjörn er ég ekki þegar kemur að slátri og í matsalnum beið líka dásamlegur matur! Lifrarpylsa, blóðmör, rófustappa og uppstúf með kartöflum. Þetta bjargaði algjörlega annasömum degi og þeir sem „lögðu í“ slátrið urðu mun hamingjusamari á svipinn eftir matinn en meinlætafólkið sem fékk sér af salatbarnum. Það var ekki bara slátrið sem bjargaði deginum, heldur kíkti Guðmundur almáttugur, bloggvinur vors og blóma, í örheimsókn og kyssti örþreytta bloggvinkonu sína í lok vinnudags.

AnnaVið Erla (borgarstjóraakranessdóttir) vorum svo heppnar að elsku vélstýran okkar skutlaði okkur í Mosó eftir vinnu þar sem bíll Erlu beið, pikkfastur á bílastæðinu. Við reyndum að ýta spólandi tryllitækinu án árangurs, ég hljóp meira að segja í Bónus og keypti kattasand sem dugði þó ekki til. Mosóstjórnvöld mættu hugsa meira um mokstur á bílastæðum ... segir Skagamærin ... hummmm , og kastar stórgrýti úr gróðurhúsi þar sem meira mætti vera um mokstur hér líka ...

Fastir jepparGummi strætóbílstjóri gargaði hæðnislega á okkur út strætó og sagði að við ættum ekki að fara á þessari smádollu upp á Skaga, það væri bæði hvasst og hált á leiðinni. Við hlustuðum sem betur fer á hann, settumst upp í heitan og þægilegan strætóinn og ákváðum að láta Gumma sjá um stressið við aksturinn. Honum fórst það líka vel úr hendi og bjargaði okkur á snilldarhátt þegar lítill fólksbíll stoppaði snögglega á miðjum vegi fyrir framan okkur, skömmu fyrir göng. Sá bjó sig undir að beygja til vinstri og munaði minnstu að hann fengi heilan strætó aftan á sig. Svona er að spara stefnuljósin. Við horfðum líka hrelld á nokkra JEPPA utanvegar, ég sem hélt að jeppar kæmust allt. Fólksbílaliðið á vanbúnu bílunum hefur greinilega haldið sig fjarri Vesturlandsvegi. Gummi sagði okkur að annar Skagastrætóinn (alltaf tveir í fyrstu ferð, hinn fór aðalleiðina út úr bænum í morgun) hefði fest sig á Innnesveginum í morgun og þess vegna var löggan á staðnum til að hrekja okkur til baka. Gummi tók svo farþegana með í bæinn í 7.41 ferðinni klukkutíma seinna.

Ellý, Halldóra og KubburVeðrið var mun verra norðanmegin rörs í kvöld og sást varla á milli stika, klikkuð hálka og mikið rok og skafrenningur. Hoppaði tindilfætt en þreytt eftir að hafa hjálpað Gumma að halda sér á veginum með því að gera mig stífa, út á Garðabrautinni.

Svarti bíllinn fyrir aftan strætó flautaði á mig ... þetta var elskan hún Ellý, bráðum amma, að koma úr gufu og skutlaði mér þessa tuttugu metra heim. Eftir góðan latte er ég að komast til meðvitundar. Vona að ég nái að halda mér vakandi fram yfir Útsvar ...

 Elsku strákar, nær og fjær til sjávar og sveita. Hugheilar hamingjuóskir með bóndadaginn! (Í DV í dag er auglýsing sem segir: Bóndar, til hamingju með daginn ...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Gurrí, sjálfur er ég örugglega Bóndari eða eitthvað slíkt!

Annars allt ósköp tíðindalítið héðan,blíðan ríkir hér og sér ekki fyrir endan á henni frekar en fyrri daginn!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að þú komst heim í heilu lagi, stundum verður maður að treysta á karlpeninginn. Eigðu ljúft kvöld elskan mín.  Love You 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 21:06

3 identicon

Komst þú heim heilu og höldnu? stundum er bara ekki hægt að treysta á litháana, ég borga þeim ekkert fyrst þeir kláruðu ekki djöbbið!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:30

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gurrí kemur alltaf heim heil og í lagi, að minnsta kosti kemur hún aldrei HÁLF! (ekki einu sinni á fföstudagskvöldum!)

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vikan á auðvitað að greiða þér ÁHÆTTUÞÓKNUN fyrir einbeittan vilja þinn að mæta til vinnu í hverju mannskaðaveðrinu á fætur öðru..

Slátur og blóðmör... spjöllum um það seinna bara

Ekki illt að eiga vélstýruna að greinilega.

Annars bara knús og klemm á þig í Himnaríki, ertu nokkuð að fara á flandur um helgina?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 08:43

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ekkert flandur um helgina, ónei, bara lesa, hvíla og kúra. Fara svo endurnærð út í óveðrið aftur í upphafi nýrrar vinnuviku.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.1.2008 kl. 14:20

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Bændur eru náttúrlega í útrýmingarhættu, einhver á dv hefur haldið að auglýsingin myndi ekki skiljast...

Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.1.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 168
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 1192
  • Frá upphafi: 1459263

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 979
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 12. ágúst sko
  • Nöfn
  • Skvasssss

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband