Undarleg B-atvik í lok árs Svínsins plús Bold-bútar

Þetta er nú meiri mánuðurinn. Ár Svínsins kveður með miklum stæl, myndu eflaust Kínverjar segja, en ár Rottunnar (árið 4705) hefst 7. febrúar nk.. Brjálaða-veðrið, Bobby Fisher, Björn Ingi og borgarstjórnarlætin ... og eflaust margt fleira sem byrjar á B-i sem ég man ekki eftir í augnablikinu.  

Bobby EwingHope litla og BobbyÞað er meira að segja allt vitlaust í boldinu. Sjálfur Bobby Ewing úr Dallas er kominn í leikarahópinn í hlutverki föður Brooke sem Ridge lét fljúga inn á einkaþotu blóðföður síns, Massimo. Faðirinn gekk út frá fjölskyldu Brooke þegar hún var lítil og það hefur haft slæm áhrif á hana í gegnum tíðina. Ridge heldur því alla vega fram að fyrst hann sjálfur yfirgaf hana nokkrum sinnum fyrir Taylor hljóti hún að vera hvekkt og vill sýna henni enn verri gæa. Veit ekki hvað Ridge borgaði pabbanum en hann grátbænir hana um að taka Ridge aftur. „Gerðu hann ekki ábyrgan synda minna,“ segir hann með tilþrifum. Massimo hefur náð athygli Nicks með því að koma Jackie, mömmu Nicks, í fangelsi og nú er tækifærið hans Ridge. Hjartnæm sena: „Ég er afi þinn,“ sagði Bobby við Hope litlu þegar hann hitti hana í fyrsta sinn.
„I´m sorry for everything,“ segir Bobby síðar við Brooke og þau gráta í faðmlögum. Ridge horfir hreykinn á árangur sinn. Þetta (?) ætlar greinilega að virka.

Nick, Hope og JackieÍ ljós hefur komið að Darla, starfsmaður Forrester-tískuhúss og góð vinkona Brooke, hefur falsað bókhaldsgögnin í tölvu Jackie að beiðni Massimo. Hún fær bakþanka en Massimo tekst að telja henni hughvarf með sjúklega flottu hálsmeni. Við áhorfendur engjumst þegar Stefanía reynir að hækka hana í tign og launum af því að vitum að hún er svikari.

Allt vafstrið í Massimo hefur gert Brooke og Nick enn ákveðnari í að vera saman áfram. Ég spái því svo að Jackie, mamma Ridge, slíti trúlofuninni við Eric, fv. mann Stefaníu og pabba Ridge, ekki blóðskyldan þó, og taki saman við pabba Brooke. Menn eru margnýttir þarna í boldinu. Hér á Íslandi er ekki litið slíkum augum á karlmenn. Þeir eru virtir og við spyrjum þá leyfis áður en við ráðstöfum þeim til annarra kvenna í fjölskyldunni.

Þessir bútar úr boldinu voru í boði himnaríkis.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þá getur Pam vart verið langt undan heldur?

Úhú Gurrí, sú brredda var NÆSTUM ÞVÍ eins þokkafull og þú!

Það eyðilagði fyrir mér að vísu og eflaust mörgum öðrum, þegar þessar leiðinda berrassamyndir tóku að birtast af henni í SAmúel eða einhvers staðar. Stelpugerpið þá vart komin af gelgjuskeiðinu svei mér þá!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eeee...  Gurrí, það var Megan, ekki Darla...  Ekkert B í því samt...   

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, ertu viss? Er Darla kannski konan hans Thorne (bróður Ridge)? Sem einu sinni var kvæntur Brooke, eins og karlarnir í ættinni? Ég var einmitt að pæla í því hvenær hún myndi giftast Rick ... en þá mundi ég eftir því að hún er mamma hans. Úps.

Takk fyrir Pamelu-hrósið, Magnús, ég er mjög upp með mér!!! 

Guðríður Haraldsdóttir, 26.1.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, en nú er bara að bíða eftir að Nick og Taylor taki upp ástarsamband og eignist barn saman.  Veit ekki hvor er duglegri að þræða karlpeninginn,  Brooke eða Taylor.  Hafðu það gott, hafðu það helgargott.  Candy  Candy Cane 2

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 15:40

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jájá, ég er alveg viss. Ég þekki þetta fólk betur en mína nánustu. Hef enda þýtt þessa þætti í 8 ár... geri aðrir betur!

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 16:16

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vá, ég var einmitt að velta því fyrir mér hvernig einhver gæti verið klárari í Gurrí í Boldinu, en skýringin fékkst. Ég hef aldrei séð Boldið en er samt orðin talsvert verseruð í þáttunum, og skildi aðeins hvernig þetta virkar þegar Ármann Jakobsson var að segja frá því að það væri miklu meira gaman að heyra einhvern lýsa einhverjum framhaldsþætti (man ekki hvern eða hvaða) heldur en að horfa á hann. Ábyggilega eitthvað til í því.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.1.2008 kl. 16:29

7 identicon

Fröken,Gurrí er þáttur númer 1542,búin í Boldinu,manst loforð þitt í að segja vel frá þeim þætti,varst búinn að lofa.

jensen (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 17:29

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gurrí mín,þú veist að fáir ef nokkrir eru eins nákomnir skjalli, smjaðri og froðu, að ég tali nú ekki um gullhamraglamri, en ég!

En segi nú bara eins og hin glæsilega fv. þingkona Kvennalistans, að mér varð ekki um sel er annar og jafnvel meiri doktor í sápu væri fram komin, en svo er greinilega, Lára Hanna því greinilega í draumastarfinu!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Vá hvað Bobby er sætur. Dálítið mikið meikaður...en sætur

Brynja Hjaltadóttir, 26.1.2008 kl. 23:04

10 Smámynd: Gunna-Polly

og miss ellie og amber giftast og svo kemur  ewing sjálfur og giftist ridge

Gunna-Polly, 26.1.2008 kl. 23:30

11 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

15.ára kasólétt, það er fúlt og ógeðslegt, ég vild´ég væri Pamela í Dallas.

Upps Bold

Kjartan Pálmarsson, 27.1.2008 kl. 01:17

12 identicon

Gurrí mín!

Takk fyrir Boldingið, styttir mánuðinn verulega--ekki það að mér finnist janúar neitt leiðinlegur og langur. Er alltaf með Selebes á könnunni fyrir gestir og gangagndi ef þú átt leið um héraðið.

kv. k 

Kikka (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 136
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 1160
  • Frá upphafi: 1459231

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 949
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 12. ágúst sko
  • Nöfn
  • Skvasssss

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband