Brandarapróf!

Hér koma nokkrir uppáhaldsbrandarar sem hafa verið í Vikunni í gegnum tíðina. Hver finnst þér bestur?

Þrír kettirGuðmundur var að spjalla við Tom, kunningja sinn í Kaliforníu.
„Ég er að fara til La Jolla í næstu viku,“ sagði Guðmundur.
„Þú átt að segja La ‘Hoj-a’!“ greip Tom fram í.
„Ó, ég skil. Við hjónin ætlum að dvelja á El Cajón hótelinu.“
„Þú meinar El Ca ‘Hóne’ hótelinu!“ leiðrétti Tom aftur.
„Úps, ég skil.“
„Hvenær ferðu svo aftur til Íslands?“ spurði Tom.
Guðmundur hugsaði sig um í smástund og sagði svo varfærnislega:
„Veit ekki, annaðhvort í húní eða húlí.“
 

KettirTveir ljóshærðir menn leigðu saman litla íbúð. Eldur braust út í íbúðinni eina nóttina og þeir hlupu út á svalir.
„HJÁLP, HJÁLP,“ kallaði annar þeirra.
„Kannski hjálpaði það ef við kölluðum saman!“ sagði hinn.
„Góð hugmynd,“ sagði sá fyrsti og þeir kölluðu í kór:
„SAMAN, SAMAN ...“

 

Í hverjum krók og kimaGunna gamla dó og Jón, maðurinn hennar, hringdi í lögregluna.
„Hvar býrðu í bænum?“ spurði lögreglumaðurinn.
„Við syðri endann á Kalkofnsgötu,“ sagði Jón.
„Kakkoffs ..., úps, gætirðu stafað þetta fyrir mig.“
Eftir langa þögn sagði Jón: „Hvernig líst þér á að ég dragi Gunnu bara niður á Sæbraut og þið sækið hana þangað?“

Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði. Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið. Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann. „Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla peningana mína,“ hrópaði Sigfús og reif í hárið á sér.
„Ég er enginn ræningi,“ urraði maðurinn hneykslaður. „Ég er nauðgari!“
„Guði sé lof,“ sagði Sigfús og andaði léttar. „Þrúða mín, þetta er til þín!“

Kýr og kötturHelga var að spjalla við mann sem beið ásamt henni eftir strætó.
„Segðu mér,“ sagði hún. „Áttu þér áhugamál?“
„Auðvitað á ég mér áhugamál,“ sagði maðurinn. „Ég er með býflugur.“
„Þá hlýtur þú að búa uppi í sveit!“ sagði Helga.
„Nei, ég bý í miðbænum.“
„Í alvöru? Þú hlýtur þá að vera í stórri íbúð.“
„Nei, ég er í tveggja herbergja íbúð.“
„Vá, hvar ertu með býflugurnar þínar?“
„Í skókassa í fataskápnum mínum!“
„Í skókassa? Hve margar býflugur ertu með?“
„Nokkur þúsund, hver nennir svo sem að telja?“
„Þú getur ekki haft nokkur þúsund býflugur í skókassa. Þær deyja!“
„Sama er mér, ég hata þessi kvikindi!“

„Þú kemur seint,“ sagði dökkhærði barþjónninn við ljóshærða barþjóninn.
„Já, ekkert skrýtið, ég varð vitni að hræðilegu slysi á leiðinni. Það var eins gott að ég var búinn að fara á skyndihjálparnámskeið!“
„Hvað gerðir þú?“ spurði sá dökkhærði.
„Ég settist á gangstéttina og beygði höfuðið niður á milli hnjánna til að það liði ekki yfir mig.“

Nýlega sendu Sameinuðu þjóðirnar eftirfarandi beiðni til þjóða heims: „Viljið þið vinsamlegast gefa okkur heiðarlega skoðun ykkar á því hvaða lausn kæmi helst til greina til að koma í veg fyrir matarskort um allan heim.“
Svörin komu mjög á óvart. Afríkubúar vissu ekki hvað orðið „matur“ þýddi. Austur-Evrópumenn skildu ekki orðið „heiðarlega“ og Vesturlandabúar ekki orðið „skortur“. Í Kína vandræðuðust menn með orðið „skoðun“. Í Miðausturlöndum ríkti óvissa með orðið „lausn“ og í Suður-Afríku klóruðu menn sér í kollinum yfir orðinu „vinsamlegast“. Í Bandaríkjunum vissi enginn hvað „um allan heim“ þýddi.

 Nonni litli gat ekki sofið fyrir þrumum og eldingum. Mamma hans reyndi að koma honum niður og var að slökkva ljósið þegar hann hvíslaði:
„Mamma mín, viltu sofa í rúminu mínu í nótt?“
Mamman brosti og faðmaði hann að sér.
„Ég get það ekki elskan,“ sagði hún. „Ég verð að sofa hjá pabba.“
Löng þögn. Síðan tautaði Nonni titrandi röddu: „Gamla veimiltítan!“

Jóna stoppaði á rauðu ljósi. Á afturstuðara bílsins fyrir framan mátti lesa: „Flautaðu ef þú elskar Jesúm.“
Jóna flautaði en bílstjóri fremri bílsins brást ókvæða við, sendi henni dónalegt merki með löngutöng vinstri handar og kallaði: „Sérðu ekki að ljósið er enn þá rautt, kerlingarbeygla?“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Þessir voru góðir fyrir svefninn. Kalkofnsgatan var nú alveg best.   

Svala Erlendsdóttir, 25.2.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kvitt,kvitt.  Þú err nátthrafn eins og ég.    frábærir brandarar,  Takk,

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehe þessir voru góðir, fannst sá fyrsti bestur

Svanhildur Karlsdóttir, 25.2.2008 kl. 23:59

4 Smámynd: Ragnheiður

hehehe rosa góðir, las suma fyrir Steinar, alltaf að trufla hann greyið eitthvað..úpps.

Ragnheiður , 26.2.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Ragnheiður

Bestur...Kalkofnsgatan

Ragnheiður , 26.2.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

"Nýlega sendu Sameinuðu þjóðirnar..." fannst mér einna bestur, en það var erfitt að velja! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 00:22

7 identicon

svona í fljótu bragði verður það þessi seinasti og þessi með brunann og þeir fara út á svalir...

Hulda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:55

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sá seinasti ber af!!!!!!!! Allir góðir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.2.2008 kl. 00:59

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nýlega sendu Sameinuðu þjóðirnar eftirfarandi beiðni til þjóða heims:  Fannst mér lang bestur, en þeir voru allir frekar góðir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 01:52

10 Smámynd: Tiger

  Bíbbaðu ef þú elskar Guð - alveg frábær. Líka þessi með ljóshærðu gaurana á svölunum - SAMAN SAMAN! ... takk fyrir mig Gurrí.

Tiger, 26.2.2008 kl. 03:01

11 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sem sagt gott. En átt þú alla þessa ketti? Og beljuna?

Sigurður Sveinsson, 26.2.2008 kl. 06:42

12 Smámynd: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Góðan daginn

Frábært að fá svona góða brandara í morgunmat :)

Nauðgarinn og skyndihjálparnámskeiðið, bestir,  hinir líka allir mjög góðir!

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 26.2.2008 kl. 08:15

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Flautaðu ef þú elskar Jesús langbestur, en kannski vegna þess að ég hafði heyrt hina...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.2.2008 kl. 08:18

14 identicon

Allir góðir en þessi fyrsti er algjört snilld

Jóna Björg (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 08:19

15 Smámynd: Þröstur Unnar

"Ljóshærðir menn" my ass. Akkuru ekki bara að halda sig við originalinn "ljóskurnar?

Þröstur Unnar, 26.2.2008 kl. 08:33

16 identicon

SÞ var bestur...

GummiS (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:39

17 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamms, þeir eru skondnir ýmsir þarna ... fyrirgefðu Þröstur minn, er orðin svo leið á kvenkynsljóskubröndurum og mál til komið að kolvetnajafna svolítið.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.2.2008 kl. 11:50

18 identicon

Sá fyrsti fannst mér bestur.

Verð bara að láta einn fljóta með hehe. 



 Kúrekinn og Indjáninn  Kúreki sem var búktalari kemur gangandi inn í smábæ og sér þar indíánasitjandi á bekk.Kúreki: Hey, flottur hundur. Er þér sama þó ég tali við hann?Indíáni: Hundur ekki tala.Kúreki: Heyrðu hundur, hvernig hefurðu það? Hundur: Ég hef það fínt !Indíáni: [Undrunarsvipur]Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]Hundur: Jamm.Kúreki: Hvernig fer hann með þig?Hundur: Mjög vel. Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mérgóðan mat og fer með mig niður að vatninu einu sinni í viku og leikur viðmig.Indíáni: [trúir ekki eigin eyrum]Kúreki: Er þér sama þó ég tali við hestinn þinn?Indíáni: Hestur ekki tala.Kúreki: Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?Hestur: Komdu sæll kúreki.Indíáni: [Undrunarsvipur] Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]Hestur: Jamm. Kúreki: Hvernig fer hann með þig?Hestur: Nokkuð vel, þakka þér fyrir. Hann fer reglulega í útreiðartúra,kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.Indíáni: [Gjörsamlega hissa]Kúreki: Er þér sama þó ég tali við kindina þína.Indíáni: Nei nei kind ljúga , kind ljúga !!!

Sigga (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:47

19 Smámynd: Einar Indriðason

Góðir!

Einar Indriðason, 26.2.2008 kl. 13:06

20 Smámynd: Bragi Einarsson

Sameinuðu þjóða brandarinn var langbestur, hann var svona International. Hinir voru líka svaka góðir

Bragi Einarsson, 29.2.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 441
  • Sl. viku: 2252
  • Frá upphafi: 1456548

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1883
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband