Hvassar hviður og munað eftir vetrarveðrum ...

Hvasst � KjalarnesinuEins gott að ég er heima í dag. Sé að vindhviður eru ansi miklar á Kjalarnesinu og hafa verið milli 30 og 40 m/sek í dag. Kannski hefur strætó ekki gengið. Heyrði á Gumma bílstjóra í gær að hann væri afar þreyttur eftir þennan vetur. Ekki auðvelt að keyra á milli með fullan bíl af fólki í snjó, hálku, hættulegum vindhviðum og öllu því sem fylgir svona leiðindavetri. Sé að ég er allt of fljót að gleyma slæmum hlutum því veturinn rifjaðist þarna upp fyrir mér á sekúndubroti og ég mundi allt ...

Skrúðganga á SkaganumEr að ljúka við djúsí lífsreynslusögu og er langt komin með aðra grein. Það verður bara fínt að fara til Betu á eftir og fá smá sjúkraþjálfun. Ég þarf svo að sækja mynd sem ég pantaði og keypti hjá Ljósmyndasafni Akraness, mynd af skrúðgöngunni í tilefni af Sjómannadeginum eitt árið. Þar geng ég galvösk, elsku sjómönnum þessa lands til heiðurs. Er aðeins fyrir aftan og á milli fremstu stelpnanna hægra megin. Til eru afar fáar myndir af mér síðan ég var lítil, enda var ekki til myndavél á heimilinu lengi vel, við vorum bara með sjónvarp og horfðum á Kanann, Felix the Cat, kafbátaþáttinn, kafaraþáttinn og fleira sem ég man þó ekki eftir og plötuspilara til að spila Sound of Music aftur og aftur.

Jamms, best að halda áfram að vinna, næ hálftíma áður en ástkær erfðaprinsinn skutlar mér til Betu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Sæl Guríður. Já hviðurnar hér á Kjalarnesinu er töluverðar og fór ég ekki í bæinn í morgun út af veðri. Ég er á sendibíl sem fíkur auðveldlega út af. En það kemur ávallt logn bæði á undan og eftir stormi. Segjum það.

Veð vinsemd og virðingu. Svanurinn

Svanur Heiðar Hauksson, 29.4.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega ertu sæt og í fínni kápu og sportsokkum.. Algjör dúllurófa.

Mér er sagt að veturinn hafi verið langur og strangur, held ég sé búin að gleyma enda ekki í langferðum á milli bæjarfélaga alla virka daga..  Svei mér ef þú ert ekki bara hetja kona.  Já svei mér þá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 13:35

3 identicon

Ég keyrði nú til Reykjavíkur í dag, reyndar smá rok en lítið mál fyrir fólksbíla þannig séð. Engin ástæða svo sem til að vera að rúnta Kjalarnesið en það er alveg fært, eða var það þegar ég fór um hádegið.

En strætisvagnarnir hafa þó varla gengið í þessu roki.

mbk,

Sæli 

Ársæll Gíslason (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sá að strætó frá frá Skaganum kl. 15.41, þannig að eitthvað hefur lægt. Þurfti að fara í Einarsbúð og Erna kaupmaður tjáði mér að hjólhýsi hefði splundrast á Kjalarnesi/Kollafirði og brotin lægju sitt hvorum megin við veginn. Kræst. Vona að það verði lygnara í fyrramálið.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 162
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 1878
  • Frá upphafi: 1454458

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband