Idol-uppsögn og bíórythmi íslensku þjóðarinnar

Idol upplifunKona sem ég þekki missti vinnuna í Landsbankanum á dögunum eins og svo margir. Hún sagði upplifunina hafa verið skelfilega. Aðferðin við uppsögnina var vond, að hennar mati, en samt vildi hún meina að hugsunin á bak við hana hafi örugglega verið góð, eða að tala persónulega við alla, ekki flytja fréttirnar með tölvupósti eða í ábyrgðarbréfi heim. Fólk var kallað, eitt í einu, inn á skrifstofu og kom síðan fram ýmist bugað eða yfir sig hamingjusamt með ráðningarsamning í hönd. Þetta minnti konuna óþyrmilega á Idol-stjörnuleit. Tvær konur sem héldu vinnunni föðmuðust t.d. fagnandi þegar sú seinni kom fram með góðar fréttir og aðrir biðu með kvíðahnút í maganum eftir að vera kallaðir inn. Alveg eins og í Idol. Ég held að mér hefði þótt betra að fá uppsögn í tölvupósti og dílað við það ein, ekki í augsýn allra. Það er auðvitað misjafnt hvernig fólk vill láta tækla svona mál og örugglega afar erfitt að sitja hinum megin við borðið og flytja fólki slæmar fréttir. Svo hefðu eflaust einhverjir kvartað sáran yfir kuldalegri uppsögn ef hún hefði borist bréfleiðis, að það hefði verið það minnsta að tala við hvern og einn! Samstarfskona mín lenti í svona uppsögn fyrir mörgum árum og var kölluð inn síðast. Henni fannst biðin óbærileg. Þá var það þannig að bara þeir sem misstu vinnuna voru kallaðir inn á teppið.

Annars fannst mér skrýtið að lesa um að prestur hafi blessað bankafólk, sjá www.dv.is, af hverju, fyrst hann var að þessu á annað borð, blessaði hann ekki ALLA sem misst hafa vinnuna? Það eru nokkur þúsund manns í þeim sporum.

Ég glotti subbulega þegar ég sá í færslu JVJ í gær: „Hætta ber allri bullsóun í ríkisrekstri (félagsmálafemínistavitleysu ýmissi ...)“ Vésteinn Valgarðsson skrifaði athugasemd við færsluna og spurði hvort ekki væri þá ráð að ríkið hætti að dæla fé í kirkjuna og nefndi háa upphæð sem ég get því miður ekki endurtekið þar sem búið var að eyða athugasemd VV og ég man ekki upphæðina.

biorythmi_islensku_thjo_arinnar_5_okt_sl_698418.gifÉg er ofsótt af útlenskri netspákonu sem ég get ekki sagt upp. Í gær gerði ég enn eina tilraunina til að reyna að afmá mig af póstlista hennar en kíkti fyrst inn á bíórythmann minn og sá að hnerrinn undanfarna daga og oggulítið kvef stafar eingöngu af því að líkamlega staðan mín er í botni þessa dagana. Ég prófaði að gamni að setja íslenska lýðveldið, 17. júní 1944, inn í bíórythmann og dagsetninguna 5. október 2008. Áhugavert að sjá ástandið á þjóðinni þennan dag, líkamlega næstum í toppformi en vitsmunalega og tilfinningalega í mikilli lægð. Segið svo að svörin liggi ekki þarna ... heheheh! Jæja, farin í sjúkraþjálfun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá þetta í Landsbankanum virkar rosalega firrt eitthvað (firrt var eina orðið sem mér datt í hug yfir idol-dæmið ) bara erfitt að lesa um það.

halkatla, 14.10.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Borgarfjardarskotta

takk fyrir þetta

Borgarfjardarskotta, 14.10.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það sauð á mér þegar ég heyrði að yfirmaður Icesave hefði verið ráðinn sem yfirmaður innri endurskoðunar. Hefði hann ekki átt að koma út með uppsagnarbréf? Hvaða ráðherra er hann með í vasanum?

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Upphæðin sem Vésteinn nefndi hefur eflaust verið rúmlega fimm milljarðar á ári.

Matthías Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:44

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög sorglegt með fólkið sem er að missa vinnuna og á mína samúð alla.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 14:14

6 identicon

já Frú Gurrí, það er sorglegt að heyra hvernig fólki er sagt upp hjá Landsbankanum, hef ekki heyrt þetta með yfirmann Icesave að hann sé komin í innri endurskoðun, en ljótt er ef satt er.

Já það myndu sparast fimm mil á ári ef hætt væri við að borga kirkjunni þessa geysilega háu fjárhæð, hvort rétt sé að hætta að borga get ég ekki dæmt umm, en ugglaust væri vert að endurskoða þessa háu upphæð sem kirkjan fær til þess að borga sjálfum sér og prestum sínum laun og rekstur á alltof dýrum kirkjum.

kv siggi

siggi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:44

7 identicon

Eruð þér flæktar í biorythma-kuklið, hm?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:05

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Onei, alls ekki, Guðmundur, er heldur ekki frímúrari, í trúflokki eða í stjórnmálaafli! Bara frjáls eins og fuglinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 115
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 1659
  • Frá upphafi: 1453818

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 1374
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband