Bráðaofnæmi og ferð út á land

VíkÓ, það var svo mikið fjör í strætó í morgun. Það byrjaði á því að karl aftur í öskraði upp yfir sig, fleygði sér á strætógólfið og engdist allur. Við sem ekki látum okkur standa sama um samferðafólk okkar stumruðum yfir karli og ég spurði hvað væri að.„Ég er með bráðaofnæmi fyrir Bylgjunni á morgnana,“ sagði maðurinn aumlega.  Við litum í kringum okkur og sáum að allir kipptust til í sætunum, sumir froðufelldu. Svimi sótti að mér og ég fór fram í til bílstjórans og bað hann um að lækka. Hann gerði það. Vér Skagamenn þolum greinilega ekki gleði, dillandi hlátur og hressileika í rútunni á morgnana, við viljum þögn til að sofa í friði!  

Ég er að fara út á land með Hildu systur, til Víkur í Mýrdal. Fæ frí í vinnunni, þess vegna var ég að vinna til miðnættis í gær ... Nú er Hilda niðri í Bankastræti að kaupa latte handa mér. Ég hermi að sjálfsögðu eftir viðskiptavinum Starbucks og er með sérþarfir. Latte-inn minn þarf að vera 150°F heitur, froðulaus (að sjálfsögðu, froðan á að vera í cappuccino), og fylla.En ég er farin út á land ... endilega setjið eitthvað skemmtilegt og gáfulegt að vanda í kommentakerfið. Alltaf gaman að lesa ódauðlegar setningar ykkur, elsku bloggvinir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Haha..tek undir með Önnu .  

Segi nú bara - eins gott að  FM957 ( Zúper) var ekki á í útvarpstækinu í strætó..þá hefði karlinn skotist út um þakið...

Ester Júlía, 24.1.2007 kl. 09:38

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Má ég koma með?

Heiða B. Heiðars, 24.1.2007 kl. 10:23

3 identicon

mmm latte .......

karolina (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 11:13

4 Smámynd: www.zordis.com

Góða ferð og njóttu félagsskaparins og náttúrunnar!

www.zordis.com, 24.1.2007 kl. 13:02

5 Smámynd: Ólafur fannberg

má ég koma með í Vík hehehehe please..........annars njóttu dagsins

Ólafur fannberg, 24.1.2007 kl. 13:22

6 identicon

Dáist að fórnfýsi Bylgju hatarans, þótt nýbylgjand og gullbylgjan séu sómastöðvar.

Anna (www.blog.central.is/annabjo) (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 13:56

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hey Óli!! Ég spurði fyrst! Vertu heima

Heiða B. Heiðars, 24.1.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 265
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 2215
  • Frá upphafi: 1456968

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 1900
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband