Krumpaður sjór og fokinn gámur

Krumpaður sjórÞað virtist vera hið besta veður rúmlega 6 í morgun, engin rigning og gluggarnir mínir því þurrir að innanverðu. Þegar ég rýndi út á sjó sá ég að hann var ansi krumpaður og bylgjurnar skrýtnar. Þá vissi ég að það væri nokkuð hvasst. Bjartsýniskonan Ásta var mætt 6.30 að vanda og tilkynnti mér að litlu hefði munað að hún sleppti því að fara vegna hvassviðris. „Ef það væri hálka núna hefði ég ekki farið, sagði hún. „Nú? Hviður á Kjalarnesi eru komnar talsvert niður fyrir 30 m/sek,“ sagði ég steinhissa við ævintýrakonuna Ástu. Enn er mér í fersku minni þegar við fórum einn „góðviðrisdaginn“ fyrir kannski 2 árum á milli og hviðumælirninn í Mosó sýndi hviður upp á 42 m/sek. Ásta viðurkennir að vera orðin meiri kjúklingur en áður. Það er reyndar hættulegra að fara með strætó í miklum hviðum en straumlínulaga einkabíl, hún viðurkenndi það reyndar.

Það vantar illilega annan hviðumæli á Kjalarnesið og staðsetja hann nær Hvalfjarðargöngunum því stundum er afar hvasst þar en hálfgert logn þar sem mælirinn er, skammt frá Kollafirði. Á þeim stað (milli gangna og Grundahverfis) hafa orðið mörg óhöpp vegna hviða ...

Kjalarnesi í morgunVið sáum fokna gáminn á leiðinni í bæinn, þennan sem orsakaði lokað Kjalarnes um tíma í nótt, eins og kom fram í fréttunum kl. 8. Litum skelfingu lostnar hvor á aðra og vorum afar fegnar því að vera ekki á gámabíl, heldur drossíu. Mættum strætó Rvík/Akranes í Kollafirði en ég kunni ekki við að veifa bílstjóranum sem hefði að öllu óbreyttu kippt mér með frá Skaganum í ferðinni kl. 7.41. Hann hlýtur að vera svekktur að hafa misst mig sem farþega, sá verður glaður á föstudaginn eftir viku þegar ég kem í strætó hækka fegurðarstuðul farþeganna ... djók!

Jæja, þá er Michael Jacson búinn að ná okkur Madonnu í aldri ... hann er fimmtugur í dag, blessaður öldungurinn. Sem minnir mig á að Borghildur Anna á líka afmæli í dag. Michael og Borghildur, innilega til hamingju með afmælið.

Ég mæli svo um og legg á að dagurinn ykkar verði hrikalega skemmtilegur og einnig fullur af óvæntum happdrættisvinningum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Happdrættisvinningum? Ég fer og kaupi happaþrennu í hádeginu!

Eigðu sjálf skemtilegan dag

Anna (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hvaða rok??? Fatta þetta ekki, alltaf bíða á Skaganum 

Haraldur Bjarnason, 29.8.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehheeh, sammála, Haraldur, alltaf blíða á Skaganum. Já, Anna, megi peningum rigna yfir þig fyrir helgina ...

Guðríður Haraldsdóttir, 29.8.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góða helgi

Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.8.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Aprílrós

Hafðu Góða helgi Gurrí mín. ;)

Aprílrós, 29.8.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Iss, gola.

Þröstur Unnar, 29.8.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Mummi Guð

Hvað var rok á Akranesi í dag! Í Keflavík er alltaf logn, ef það kemur rok hérna þá er það aðkomuveður!

Greinilega flottur árgangur sem fæddist 19*8.

Mummi Guð, 29.8.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 219
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 2514
  • Frá upphafi: 1462046

Annað

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 2134
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Garðyrkja og útivera
  • Veðrið á miðvikudaginn
  • Há og grönn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband