Sjálfhverfa í sjónvarpi og fluga á fundarvegg ...

Er þessi aðdáun Opruh Winfrey á Opruh Winfrey hallærisleg eða bara vandræðaleg? Í kvöld var þáttur Opruh helgaður leik Opruh í bíómynd! Einu sinni var þáttur helgaður örlæti Opruh og þá gaf hún þakklátum áhorfendaskaranum dýrar gjafir og laut höfði hógvær þegar konurnar grétu og tættu á sér hárið í geðshræringu og gleði.

Ég sé þessa þætti afar sjaldan, enda eru þeir leifar af Stelpustöð, misheppnuðustu hugmynd Stöðvar 2 sem fólst í því að troða efni fyrir konur á eitt kvöld í viku. Konur á Stöð 2 mótmæltu (frétti ég) en einhverjum fylltum jakkafötum þótti þetta víst of góð hugmynd til að sleppa henni.

 oprah
Fundur markaðs- og dagskrárdeilda ótilgreindan dag í fortíðinni:

Ciggi: Gott að þið takið hugmyndinni minni svona vel, held að hún sé snilld! 
Addi
: Setjum Jóa Fel á dagskrá þennan dag, allar konur eru vitlausar í hann!
Biggi: Ja, eða einhvern annan matreiðsluþátt, það getur ekki klikkað. Konur elska að elda.
Addi: Sjitt að RÚV eigi Bráðavaktina en það hljóta að vera einhverjir svipaðir spítalaþættir til.
Ciggi: Ég hef heyrt um einn sem gerist á kvennadeild, held að Oprah eða Whoopi framleiði hann.
Addi: Já, við megum ekki gleyma að setja Opruh á dagskrá, konur elska Opruh!

Biggi: Vonandi er nóg af stöffi um legsig, konur á trúnó, hjónabandserfiðleika sjúklinganna og slíkt í spítalaþættinum, er það ekki öruggt?
Ciggi: Jú, alveg pakkað.
Addi: Við verðum eiginlega að setja spennuþátt líka, sumar konur eru alveg að fíla spennu. (sorrí)
Ciggi: Ekki samt of ofbeldiskenndan, frekar svona mjúkan spennuþátt.
Biggi: En þátt með dulrænu ívafi? Konur elska allt dulrænt!
Ciggi: Svo er líka tískuþátturinn What not to Wear. Djöfull fara þær illa með druslurnar eða kéllingarnar sem kunna ekki að klæða sig. Konur eiga eftir að elska þetta.
Biggi: Við getum kannski látið dagskrána enda á sannsögulegri kéllingamynd?
Addi: Snilld, mar! Þetta er ákveðið! Við hljótum að fá helling af dömubindaauglýsingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjálfhverfa Ophru er tákngerfingur amerísksrar sjálfsvitundar í alþjóðlegu samhengi.  En allir muna jú hvað henti Narcissus greyið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú setur þetta aldeilis í athyglisvert samhengi! Auðvitað!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.1.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki gleyma Extreme Make-over!! Ómissandi alveg hreint

Heiða B. Heiðars, 24.1.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, teflon -heilinn ... þú skilur!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.1.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 369
  • Sl. sólarhring: 452
  • Sl. viku: 2319
  • Frá upphafi: 1457072

Annað

  • Innlit í dag: 337
  • Innlit sl. viku: 1992
  • Gestir í dag: 321
  • IP-tölur í dag: 315

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband