Náði markmiðum morgunsins!

Vaknaði frekar seint og fékk mér ekki einu sinni kaffi áður en ég rauk út í Skútu. Í dag er fimmtudagur sem táknar troðfullan strætó, ekki spyrja mig hvers vegna. Þá bíður maður ekki eftir strætó á stoppistöðinni sinni sem er aðeins nær heimilinu en Skútan því að það endar alltaf með vonbrigðum og vondu sæti við hliðina á herðabreiðum karlmanni. Því var ég mætt snemma til rútu í Skútu og enginn búinn að stela sætinu MÍNU!

Ásta virtist sæmilega glöð þegar hún sá að ég hafði tekið frá sætið hennar við hlið mér þegar hún kom móð og másandi á síðustu stundu. Ég m.a. hrinti roskna manninum aftur í þegar hann gerði sig líklegan til að horfa í áttina að sætinu hennar og ég horfði nístandi augum á þroskaþjálfarann sem flýtti sér að setjast aftast!

 Þegar Ásta settist vildi ég meira þakklæti fyrir þetta. Ég sagði henni að ég hefði mætt klukkan 6.15 bara til að ná sæti fyrir okkur. „Hnuss,“ sagði Ásta og trúði engu, enda vinnur hún á e-s konarÍ strætó 

þvagfæradeild á Landspítalanum en mér finnst að það skipti máli í þessu sambandi.  „Víst,“ sagði brosmildi bílstjórinn. „Hún var búin að setja í gang þegar ég mætti!“ Svona styðjum við nú hvert annað á Skaganum! Í blíðu sem stríðu, lygi sem pygi!

Við Ásta erum nú sætar á þessari mynd sem var tekin af okkur nývöknuðum í morgun.

Nú hefst klikkaður vinnudagur ... vonandi gengur mér vel ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

flott mynd og góðann daginn

Ólafur fannberg, 25.1.2007 kl. 08:33

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, góðan dag, gæskan mín!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 08:41

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hef aldrei kvartað!!! Það koma reyndar óvenjumargir í dag, eitthvað grunar mig að þú hafir sigað fólki á mig með því að gefa í skyn að við Hilda systir höfum ekið of hægt!!! Mér finnst það sami glæpurinn og að aka of hratt! Skammmm!

Hahahhahahaha

Guðríður Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 11:17

4 Smámynd: www.zordis.com

Gangi þér vel sæta!  Hvaða næturkrem notar þú????  Þó ekki eitthvað af þvagfæradeildinni.   Þið lítið svo ljómandi vel út í  morgunsárið!

www.zordis.com, 25.1.2007 kl. 12:07

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég sé alveg hvor er þú . En hvor er Ásta?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.1.2007 kl. 13:30

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheh, frú katrín. Ásta er við hliðina á mér á myndinni ...

Zordís, ég nota kúahland í hárið og júgursmyrsl í andlitið. Múahaha!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 13:41

7 Smámynd: www.zordis.com

Góóóð, svo er talið súper dúper að bleyta upp í kattasandi (þú átt sennilega birgðir) blandar út í temmilega lítið af vatni þannig að gott er að bera á andlit og háls og þetta er vænsti og besti maski sem völ er á ...........  Prófaðu!!!  Ég þarf að fá mér beljur, get reddað mér með

www.zordis.com, 25.1.2007 kl. 18:48

8 Smámynd: www.zordis.com

*hóst* vaselínið ..........

www.zordis.com, 25.1.2007 kl. 18:49

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kattasandur er auðvitað ædíal-maski! Takk fyrir húsráðið ... hehehehehe

Guðríður Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 224
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 1766
  • Frá upphafi: 1460699

Annað

  • Innlit í dag: 203
  • Innlit sl. viku: 1427
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband